Stjarnan - 01.10.1933, Blaðsíða 12
STJARNAN
156
að efna alt, sem hann hefir lofað. Vér
getum glaðst af þessari fullvissu. Yfir-
standandi reynsla vor og þjáningar miða
aðeins til þess að sýna hvernig trú vor
vinnur sigurinn, þetta gefur oss stöðugt
meiri og meiri trúarstyrk, og færir með
sér yfirgnæfandi fögnuð og þakkargjörð.
“Guð gefur oss meira en vér höfum
skilning til að biðja um. Hví skyldu
börn hans vera áhyggjufull út af fjár-
málum, þau þurfa aðeins lítinn hluta af
fjársjóðum hans því:
“Vor faðir er ríkur að húsum og lönd-
um,
Hann hefir auð heimsins í sínum hönd-
um.”
Hann segir einnig: “Komið til mín allir
þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir,
og eg mun veita ySur hvíld.” Og enn
aftur: “Sjá, eg er með yður alla daga.”
Svo faðir minn og yðar uppfyllir daglega
allar vorar þarfir og leiðir og varðveitir
oss. Dýrmætast af öllu er þó þetta: “Guð
elskaði svo heiminn að hann gaf sinn
eingetinn son.” Vissulega getum vér
treyst vorum volduga, kærleiksríka föður.
Vegsömum hann í dag fyrir það hvernig
hann hefir ávalt varðveitt oss og alið önn
fyrir oss, felum honum óttalausir fram-
tíð vora, því ef vér öruggir og hughraust-
ir fylgjum honum, þá er sigurinn þegar
unninn.”
Presturinn var nú svo hrifinn af gleði
og þakklæti, sem skein úr augum hans,
að söfnuðurinn varð hrifinn af sama
anda. Áður en hann hafði lokið ræðu
sinni var fólkið alveg búið að gleyma
þjáningum prestsins og eins sínum eigin
sorgum og áhyggjum. Það var með
hjörtum fyltum þakklæti og gleði að fólk-
ið söng útgöngusálminn.
“Hve öruggan grundvöll Guös útvalda
hjörð,
“Þú hefir fyr’ trúna, Guðs dýrmæta
orð.
Meðan verið var að syngja benti prest-
urinn Baker djákna, og með hjálp hans
komst hann út um dyrnar rétt hjá ræðu-
pallinum, svo enginn hafði tækifæri til
að hrósa honum eða að láta í ljósi með-
aumkvun sína. Hetty kom á móti honum
eins og hún var vön. Það voru tár í aug-
um hennar er hún heilsaði honum, en það
voru gleði en ekki sorgartár.
“Ó, Walter, þessi ræða, það var þinn
mesti sigur. Eg er svo þakklát að eg gat
fengið að heyra hana.”
“Eg held,” greip Baker fram í, “að
það sé bezt fyrir okkur að koma manni
þínum heim, svo fljótt sem unt er, svo
hann geti hvílt sig.”
“Svo við getum haldið þakklætishátíð
fyrir að vera saman aftur,” svaraði Hetty,
“og eg get búið til miðdagsmatinn fyrir
Walter.”
Nú hvarflaði hugur Walters að tóma
matarskápnum, honum lá við að fallast
hugur, en hann áttaði sig strax.
“Gefur oss sigurinn,” hugsaði hann,
“við höfum nóg hveiti.”
Upphátt sagði hann: “Hvernig líður
móður þinni? Eg fékk ekki eitt einasta
bréf frá þér alla þessa viku.”
“Fyrirgefðu mér, eg las milli línanna
í bréfum þínum að það var eitthvað að
þér, svo vegna þess móðir mín var nærri
orðin frísk aftur, þá sendi eg Macey
símskeyti og bað hann að mæta mér í
morgun á járnbrautarstöðinni. Eg vissi
þú ætlaðir að prédika. Segðu mér hvað
þú hefir verið að gjöra og hvers vegna
þetta leikfang,” sagði hún gletnislega og
benti á hækjurnar.
Þegar hann hafði sagt henni hvernig
hann gaf í burtu nærfötin sín og hélt svo
líkræðu áður en hann fór heim, spurði
hún: ‘‘Veit Clarence Smith um þetta?v
“Eg held nú ekki,” svaraði hann,
“heldur þú að eg gæti breytt þannig að
gleðja hann fyrst, og svo eyðileggja gleði
hans á eftir. Nú er honum að batna og
hann er sá hamingjusamasti maður, sem
eg þekki. Ef þörf væri skyldi eg með
ánægju gjöra hið sama fyrir hann aftur.”
“Eg er viss um aS þú mundir gjöra
það,” svaraði hún, “en nú ætla eg að vera
heima til að sjá um að þú getir það ekki.
Ef nokkur vissi að þú hefðir verið við