Stjarnan - 01.10.1933, Qupperneq 15
STJARNAN
159
Smávegis
Ef tekjur Bandaríkjanna fyrir sölu á
öli verða á mánuði hverjum svipaðar og
þær voru í apríl, þá munu þær nema 280
miljónum dollara á ári.
í stað þess aö ferðast á bíl hefir Musso-
lini nýlega tekið upp á því að ferðast á
reiðhjóli. Hann hirðir heldur ekki um
að vera i einkennisbúningi.
Filippseyjarnar eiga ennþá langt í land
með að útrýma holdsveikinni. Þar eru
8,000 holdsveikir sjúklingar einangraðir,
og 1,000 manns þar að auki fá sýkina á
ári hverju.
Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna í
sumar kostaði 185 manns lífið.
Páfinn segir að einn tilgangurinn með
heilaga árið, sem hann auglýsti fyrir
nokkru, væri sá að umvenda Englend-
ingum. 1 ræðu, sem haldin var fyrir 450
enskum pílagrímum, sem komið höfðu
til hátíðahaldsins í Róm, bætti páfinn
þessum orðum við: “O'ss virðist tala
þessara pílagríma staðfesta þá skoðun, að
fólkið á Englandi líður af heimþrá, það
langar að komast heim til föðurhúsanna
og til móðurkirkjunnar.
Af 13 þjóðum, sem skulduðu Banda-
ríkjunum 144 miljónir dollara, er féllu í
gjalddaga síðastliðinn 15. júlí, borgaði
aðeins Finnland skuld sína, 148,592 doll-
ara. Finnar eru framsýnir menn. Stjórn-
in borgaði alla upphæðina í silfri, sem
hafði kostað 36 cent lóðið á heimsmark-
aðinum, en Bandaríkjastjórnin tók lóðið á
50 cent, samkvæmt ákvörðun Roosevelt
stjórnarinnar, til að draga úr verðmæti
gullsins.
STJARNAN
kemur út mánaðarlega
Útgefendur: The Canadian Union Con-
ference, S.D.A., 209 Birks Building,
Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50
á ári i Canada, Bandaríkjunum og Is-
landi. Borgist fyrirfram.
Ritstjóri:
DAVtÐ GUÐBRANDSSON.
Afgreiðslukona:
MISS S. JOHNSON,
Lundar, Man.
Til athugunar
Það er sorglegt að heyra hve margir
missa heimili sín og bújarðir af því þeir
geta ekki borgað skattana. Flestir ámæla
þeim, sem heimta skattana, en gæta þess
ekki hve miklum útgjöldum fylkja- og
sveitastjórnir þurfa að mæta, og að þær
hafa til framkvæmdarstarfs aðeins fé það,
sem inn kemur frá fólkinu. Því er ekki
að neita að ástandið er ískyggilegt, ef
hinu sama heldur áfram, svo fleiri og
fleiri missa eignir sínar. I sambandi við
þessa erfiðleika kemur mér ósjálfrátt i
hug samtal, er eg átti nýlega við einn af
nágrönnum mínum. Hann kvaðst þekkja
menn, sem reyktu tóbak upp á $3.00 á
mánuði og yrði þetta yfir árið nóg upp-
hæð til að borga skatt af 160 ekrum af
landi. Sá sem þannig notar himr litlu
tekjur sínar, hann eyðileggur framtíð sína
og sóar eign sinni í reyk.
Væri ekki betra að fylgja dæmi piltsins,
sem eg varð samferða einu sinni í vor?
Hann kvaðst vera hættur að brúka tóbak,
hann hafði ekki efni á því. Ef hann gat
hætt við tóbaksbrúkun eftir að hafa æft
hana í mörg ár, þá geta aðrir einnig gjört
það.
Með öruggri trú á Guð, iðjusemi, spar-
semi og sjálfsafneitun, geta menn jafn-
vel nú á tímum verið sjálfstæðir og ham-
ingjusamir.
S. Johnson.