Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 3
STJARNAN
179
Heilög Ritning, sem venjulega er nefnd
Biblía hefir inni að halda hinar helgu bæk-
ur, bæSi Gamla og Nýja Testamentisins,
hún er undraverÖ bók, hennar líki finst
» r
ekki í heiminum. Hún er að líkindum
elzt allra bóka, og þó er hún alt af ný.
ÍHún hefir meiri útbreiÖslu, er lesin af
fleirum, og prentuð á miklu fleiri tungu-
mál heldur en nokkur önnur bók, sem
ennþá hefir verið gefin út.
Hvað er það sem gjörir þessa bók hina
beztu, víðlesnustu, og eftirsóknarverð-
ustu bók í heiminum? Hvenær var hún
samin? Hver er höfundur hennar? Er
hún sönn og áreiðanleg? Hefir hún
varðveist óbreytt alt í frá byrjun? Þess-
um spurningum skulum vér stuttlega leit-
ast við að svara.
Um Jesúm var sagt: “Aldrei hefir
nokkur maður talað eins og þessi maður.”
Jóh. 7 -.46. Hið sama má segja um Biblí-
una. Engin bók talar eins og hún. Inni-
hald hennar er alveg sérstakt því það op-
inberar mönnunum Guðs vilja. Hin göfg-
andi áhrif Biblíunnar eru grundvöllurinn
undir menningu þjóðanna. Jafnvel hinir
viltu ómentuðu heiðingjar staðnæmast til
< að hlusta á hinn óviðjafnanlega boðskap
hennar því það er Guð sem talar gegn um
hana. Menn geta tekið hvaða bók sem er,
| engin þeirra byrjar með slíkum oröum:
“Svo segir Drottinn,” eða “Orð Drottins
kom til mín,” eða, “Heyrið orð Drottins,”
nema Biblían.
Biblían er hin bezta bók heimsins, því
hún snertir alla reynslu manna undir öll-
um kringumstæðum lífsins. Hún veitir
huggun hinum syrgjandi, hughreysting
hinum vondaufu og niðurbeygðu, frels-
isins boðskap syndurum, ljós þeim, sem í
myrkrunum sitja, og von hinum þreytta
vegfaranda, sem gengur í gegn um dauð-
ans skuggadal. Hún kennir sannleikann,
leiðréttir þá, sem fara vilt, og mentar
menn í réttlætinu. Hún ávítar synd, jafn-
vel í lífi feðranna og spámannanna, og
vísar mönnum á lífsins veg. Hún fer
ekki í manngreinarálit. Boðskapur henn-
ar er sá sami fyrir alla hvort sem þeir eru
ríkir eða fátækir, háir eða lágir.
Hún er nefnd “Helgar Ritningar,”
(Róm. 1:2) af því hún er innblásin af
Guði. Öll ritning er innblásin af Guði,”
segir Páll postuli. Tim. 3 :i6. Þetta sagði
hann um bækur Gamla Testamentisins,
því rit Nýja Testamentisins höfðu ennþá
ekki verið gefin út. Sama vitnisburð gef-
ur Pétur postuli er hann segir: “Því að
aldrei hefir nokkur spádómur fluttur ver-
ið eftir mannsins vild, heldur töluðu hinir
helgu Guðs menn tilknúðir af Heilögum
Anda.” 2. Pét. 1:2i. Hið sama má segja
um Nýja Testamentið, því það er í fullu
samræmi við kenningar Gamla Testament-
isins viðvíkjandi frelsisáformi Guðs fyrir
mennina. Pétur postuli vitnar líka í bréf
Páls. 2. Pét. 3 :i5, 16. í
Biblían er þess vegna ekki orð Péturs,
Jakobs, Jesajasar eöa annara rithöfunda
hennar, heldur er hún Guðs orð talað fyr-
ir munn hinna heilögu spámanna og post-
ula. Post. 3:18; 2. Pét. 3:1,2. Sömu-
leiðis segir Jeremía spámaður að orð
Drottins hafi komið til sín: “Tak þér
bókrollu og rita á hana öll þau orð, er eg
hefi til þín talað.” Og Drottinn sagði
við mig: “Sjá eg legg mín orð í munn
þér.” Jer. 36:2; 1:9. Hið sama má
segja um hina aðra rithöfunda Biblíunnar.
Uppfylling á spádómum og loforðum
Biblíunnar staðfestir einnig áreiðanleg-
leika hennar, og enginn hreinskilinn mað-
ur getur neitað sannleika hennar.
Að vísu finnast margir sem ráðast á