Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 4
i8o STJAR N A N Móses og spámennina og álasa þeim fyr- ir villur þeirra, en þó hefir enginn þess- ara gagnrýnenda framleitt neitt, sem væri betra eSa sannara. Það er ósköp létt a'Ö ásaka dauöa menn, því þeir geta engu svaraÖ, en meÖan Móses lifði og gat mætt mótstööumönnum sínum, þá gat enginn staÖist fyrir honum. Þetta fékk Farao Egyptalands konungur að reyna, einnig þeir Jannes og Jambres, Kóra, Datan og Abíram, já, jafnvel Aron og María, syst- kini hans urÖu sér til minkunar. I. Mós. 8:16-19; 2- Tím. 3:8; 4. Mós. 16 og 12: 1-10. Látum oss talca ti! greina aðvörun Gamalíels svo vér ekki veröum fundnir í að stríÖa móti GutSi. Post. 5:39. Biblían inniheldur 66 bækur, sem skrif- aÖar eru af 40' mismunandi rithöfundum á hér um bil 1600 ára tímabili, eða frá því 1300 fyrir Krist til 100 eftir Krist. Það er alment viðurkent að Móses sé höfund- ur fimm fyrstu bókanna sem kendar eru við nafn hans. Það er sennilegt að hann hafi ritað hina fyrstu meðan hann var i Midíanslandi og gætti fjár tengdaföður síns. Hinar hefir hann skrifað eftir burt- förina úr Egyptalandi. Menn ætla einnig að hann sé höfundur Jobs bókar, sem án efa er hin elzta bók Biblíunnar. Meöal rithöfunda Biblíunnar finnast menn af flestum stéttum mannfélagsins svo sem konungar, löggjafar, stjórnmála- menn, hjarðmenn, skáld, kennarar, spá- menn, fiskimenn, prestar og læknar, o. s. frv. en þó er fullkomin eining og sam- ræmi í öllum þessum ritum. Þetta er kröftug sönnun fyrir guðlegum innblæstri hennar. Það var enginn tímanlegur hagnaður í því fyrir þessa menn að rita bækur B.iblí- unnar, þeir gjörðu það heldur ekki til að vinna sér frægð því margir þeirra liðu þungar ofsóknir fyrir trúmensku sína við Guð, sumir voru píndir og innsigluðu vitnisburðinn með blóði sínu. Sjá Hebr. 11:32-38. Hefir Biblían varðveizt þannig að inni- hald hennar sé hið sama nú og það var í fyrstu? Já, það er alveg efalaust. Vér verðum aldrei vör við að Jesús hafi neitt að setja út á innihald Gamla Testament- isins. Þvert á móti. Hann ávítaði læri- sveina sína fyrir hve seinir og tregir þeir væru til að trúa öllu því, sem spámenn- irnir hefðu skrifað, sama er aö segja um Móses og sálmana. Lúk. 24:25,44. Gamla Testamentið er 39 bækur. Hin síðasta þeirra var skrifuð um 400 fyrir Krist, þetta er Biblían, sem Jesús vitnaði til. Hún var í fyrstu rituð á hebresku, en kringum árið 282 fyrir Krist var hún þýdd á grísku, þessi jiýðing er alment kölluð Septuaginta. Það var hin fyrsta fullkomin þýðing á gamla testamentinu. Þýðendurnir voru 70 lærðir Gyðingar. Svo nákvæmir voru menn meö þýðingar og eftirrit, að ef einhver villa fanst þegar borið var saman við frumritið þá var eftir- ritið alt eyðilagt. Af þessu getum vér séð að það var ómögulegt fyrir fölsun að komast að. Hvað nýja testamentinu viðvíkur þá er það jafnáreiðanlegt og hið gamla. Vér höfum lista yfir allar bækur þess eftir Athanasíus, Epifanes, Hierónýmus og aöra leiðandi menn frá annari og þriðju öld. Sagt er að bréf Páls postula hafi verið til fram að árinu 200 e. Kr. og var alment vitnað í þau sem Guðs orð. í Nýja Testamentinu finnast enn fremur 800 innvitnanir í Gamla Testamentið, það vitnar einnig um áreiðanlegleika þess. Svo mikið álit hafði Jesús á Gamla Testament- inu að hann sagði: “Ef að þér tryðuð Móses þá tryðuð þér og mér, því hann hefir skrifað um mig.” Jóh. 5 :4Ó. Alt sem postularnir kendu bæði í ræðu og riti, var í sannleika Guðs orð. I. Þess. 2:13. Vér mælum því með Biblíunni sem heild til samvizku allra manna. Hún bendir á hvernig syndin kom inn í heim- inn fyrir afvegaleiðslu satans, og hvernig Guð elskaði svo heiminn, aö hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem trúir á hann ekki glatist heldur hafi eilíft líf. Já, í sannleika öll Ritningin er Guðs lífgefandi, innblásna orð. O. J. Dahl.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.