Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 16
Ljósið sanna Aldir voru liönar sí(5an verulegur spámaÖur var kominn fram me'ðal þeirra, sem trúðu á hinn eina sanna Guð, og margir voru farnir að vonast eftir að spá- dómar Ritningarinnar viðvíkjandi hinum fyrirheitna Frelsara myndu rætast. Á þeim tíma var andlega myrkrið mikið, kenningar klerkanna tómlátar og þýðingar- lausar, mannasetningar voru teknar fram yfir orð Guðs svo að fólkið hafði engan guðdómlegan mælikvarða að fara eftir og sem myndi geta sýnt því muninn á réttu og röngu. Margir voru farnir að örvænta um að sjá Frelsarann koma. En alt í einu urðu menn vottar að þýðingarmiklum viðburðum. Engillinn Gabríel vitjaði Sakaríasar prests í musterinu og kunngjörði honum að hann myndi eignast son, sem myndi verða fyrirrennari Frelsarans. Sex mánuðum seinna birtist sá sami engill mey í öðrum landsf jórðungi og tilkynti henni, að hún af Guði væri kjörinn og heiðruð til að verða móðir hins komandi Messíasar. Hingað og þangað um land alt fóru einstaklingar og smáhópar af mönnum að vakna til meðvitundar um aS koma hins Smurða væri fyrir höndum. Ritning- arnar voru rannsakaðar og samkvæmt spádómnum í níunda kapítula Daníels bókar, sáu þeir að fylling timans var komin. Stjarnan birtist, vitringarnir lögðu af stað til að finna hinn nýfædda konung Gyðinganna og á þeirri nóttu birtist engill frá ljóssins hæðum hirðunum, sem vöktu yfir hjörðum sinum á engjum Effrata héraðs fyrir utan Betlehem, borg Davíðs. Engillinn ávarpaði hirðana á þessa leið: “Verið óhræddir, því sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum; því að yður er í dag Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.” “Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lof- uðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á.” Lúk. 2:10-14. Ljósið sanna, sem upplýsir hvern mann var komið í heiminn. Myrkur heiðindómsins varð að hverfa, því að ljósið nýja kveikti von í hjörtum manna. Hvar sem Kristur kemst að verður maðurinn ný skepna, sem hefir ný áform, nýja útsjón, nýja löngun, nýja elsku og nýjan verkahring. Hvilík blessuð reynsla! En það bezta af því öllu er að hann er í dag hinn sami elskuríki Frelsari og á hérvistar- dögum sínum. Það sem hann gjörði fyrir lærisveina sína þá, mun hann með fögnuöi gjöra fyrir alla, sem í hjartans einlægni veita honurn viStöku sem persónulegum Frelsara. Hann hefir blessanir fyrir þá, sem heimurinn ekki á til í eigu sinni. Á þessum tímum, þegar vér erum vottar að eymd og volæði, veikindum og vonleysi, armæðu og atvinnuleysi, neyð og hungri, skjólleysi og klæðleysi, þá er það undravert að menn í miljónatali skyldi ganga framhjá honurn, sem hefir hjálp- ræði, meðöl og vald til að geta leyst menn úr öllum böndurn og gjört þá að frjálsum og hamingjusömum verum. Á þessari minningarhátíð, sem nú fer í hönd, ættum ekki þú og eg að ganga Kristi á hönd og öSlast þær blessanir, sem hann stendur reiðubúinn til að veita öllum, er hlýða vilja kenningu og boðum hans. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.