Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 1
STJARNAN g~^~ Friðarhöfðinginn Það stendur á sama hvar maÖurinn er staddur í heiminum á þessum tíma, það er hvergi nokkursstaðar friÖur. í Austurálfunni sjáum vér púiður-reykinn þyrlast í háaloft yfir hæÖunum í Manchuria. Meðfram jaðri Sahara eyðimerkur má heyra frakknesku fall- byssurnar gelta, í Afríku. í Norðurálfunni sjáum vér óveðurskýin hanga lágt yfir þjóðunum. Að minsta kosti tvö lýðveldi berjast með ákefð í Suður-Ameríku. Og jafnvel í Norður-Ameríku gjalla hamarshöggin þeg- ar stálplöturnar eru festar á rif fjölda herskipa. All- staðar eru blöðin að prédika kenninguna urn að vera undir stríð búinn. — Sannleikurinn er sá, þótt menn tali um frið, þá er enginn friður í heiminum, >ví að heimurinn þekkir ekki FriSarhöfðingjann mikla. Allar mannlegar ráðstafanir hafa brugðist algjörlega. Það eina, sem þeir, er vilja friðinn öðlast, geta gjört, er að koma til hans, sem er “vor friður.” Hann er reiðu- búinn til að veita öllum, er til hans koma, þann frið, sem er öllum skilningi æðri. Leitaðu þess friðar áður en það verður um seinan. —D. G. '] ÐES., 1933 WINNIPEG, MAN.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.