Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 13
kolaryk mátti sjá aS andlit námumanns-
ins ljómaÖi af gleði. Hann greip hönd
prestsins og spurði: “Kemur hann bráS-
um. Eg hefi reynt aS vera góSur?” —
Aðeins fá orS töluð af kærleika og
meðaumkvun—en þau urðu til þess aS
syndari bætti ráð sitt svo sál hans öðlast
inngöngu í GuSs ríki.
Y. I.
Kurteisi
Pappírspokinn rifnaSi hjá henni rétt á
krossgötunum, þar sem umferðin var
mest, svo kartöflur, appelsínur, kál og
fleira valt hingaS og þangað út um göt-
una. Meðan konan var aS reyna aS tína
saman það sem fallið hafði, sagði einhver
í vingjarnlegum málrómi: “Þetta er illa
farið. Má eg hjálpa þér svolítiS?” og
litli drengurinn haf ði brátt tínt alt saman.
jafnvel minstu kartöflurnar.
“Ef þú vilt bíða augnablik þá skal eg
hlaupa yfir í búðina og fá annan poka,”
sagði hann brosandi.
AuSvitað beið hún og brátt var alt
komið í tvo poka og drengurinn sagSi nú
viS konuna:
“Þetta er nokkuð þungt fyrir einn aS
bera. Eg hefi nógan tíma til að hjálpa
þér heim með það.”
MeSan þau gengu niður götuna spurði
konan þenna óvenjulega dreng allskonar
spurninga.
Hann átti ekki heima þar í bænum en
var staddur þar í nokkra daga á Tjald-
búðarsamkomu.
“Hefir þú aldrei heyrt um S. D. AS-
ventista hvernig þeir á hverju ári halda
tjaldbúðarsamkomur, eg vildi þú gætir
komiö að sjá hvernig vér höfum það.”
“Ert þú Sjöunda dags ASventisti?”
spurði hún.
“Já, eg er sjálfboðaliði í fylkingu
Krists, Vinur og Félagi líka. Hér hefi eg
félagsmerkið. Eg hefi líka sex heiSurs-
merki á silkibandi, en eg brúka þau ekki
að jafnaði.”
Nú kornu þau aS heimili konunnar og
bögglarnir voru settir á skínandi eldhús-
borSið, og svo ætlaði hún að borga
drengnum fyrir ómakiS.
“Eg vil enga borgun. Eg hefi ánægju
af að hjálpa hvenær sem eg get En—”
hann hikaði svolítið—'“viltu ekki koma út
að tjöldunum, þaS er fyrirlestur þar á
hverju kvöldi klukkan hálf átta?”
“Eg skal vissulega koma,” sagði kon-
an. “Og þakka þér ósköp vel fyrir,
Robert,” hann hafði sem sé sagt henni
nafn sitt.
“Hjartanlega velkomiS, og eg vonast
eftir að sjá þig í kvöld,” sagði hann bros-
andi og gekk blístrandi niður götuna.
Um kvöldið kom unga konan og mað-
ur hennar og hlustuðu á fyrsta Aðvent-
ista fyrirlesturinn, sem þau höfðu heyrt
á æfi sinni.
Nú eru þessi hjón trúboðar í fjarlægu
landi, og flytja fagnaðarerindið um Frels-
arann og endurkomu hans, til þeirra, sem
aldrei fyr hafa heyrt um Jesúm.
Lítill drengur sýndi kurteisi og rétti
hjálparhönd. Hver getur reiknaS út hinn
blessunarríka árangur? Y. I.
Bandaríkin eru í þann veginn að stofna
nýjan sjóher, sem kostar þau um $14,-
800,000. Her þessi verSur einnig reiSu-
búinn til að berjast í loftinu. Óvinirnir
verða áfengis-smyglarar. Floti þessi, sem
á að vera flugvélar er lent geta á vatni,
þær eiga aS vera 31 að tölu og svo 17 skip.
Þessu verður bætt við strandgæzluherinn.
Yfirmenn hans segja aÖ þetta muni verSa
nauSsynlegt vegna afnáms bindindislag-
anna.