Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 12
i88 ST!ARN A N Ahrif kœrleikans Prestur nokkur var á ferðalagi og þurfti að skifta um lest. Hann varð aÖ biða fullan klukkutíma eftir lestinni sem hann ætlaði meÖ, og fór því aö heimsækja vin sinn, sem rétt á þeim tíma þurfti að fara og líta eftir einverju í fangahúsinu sem var þar rétt hjá, svo presturinn fór þangað með honum. Þegar þeir gengu gegnum einn ganginn, tóku þeir eftir stórum hrikavöxnum manni, sem sat einn sér í hnypri úti í horni. Hann hafði hlekki með járnbolta festa við fætur sér, og opið sár var á hinu illúðlega andliti hans. Hann leit svo aumkvunarlega út að presturinn kendi í brjósti um hann. “Hve lengi á hann ao vera hér?” spurði hann fangavörðinn. “Æfilangt.” “Hversvegna er hann einn sér í klefa?” “Hann reyndi að flýja. Gæzlumaður- inn varð að skjóta áður en hann gat hand- samað hann. Hann er óþjáll og gjörir oss mikið erfiði.” “Á hann nokkra ættingja sem láta sér ant um hann, konu, móður, systur eða bróður?” “Það fæst ekki orð út úr honum. Alt sem eg veit er, að enginn hefir gefið hon- um nokkurn gaum síðan hann kom hér.” “Má eg fara inn í klefann og tala við hann ?” “Hann svarar þér ekki einu einasta orði,” sagði fangavörðurinn. “Má eg reyna?” “Já, en viö getum beðið aðeins fáein augnablik.” Meðan klefinn var opnaður hugsaði presturinn um hvað hann gæti sagt á einu augnabliki, sem gæti hjálpað vesalings manninum. Nú gekk hann inn, beygði sig niður að honum þar sem hann sat hnypraður saman, strauk þá kinnina, sem sárið var á og sagði blíðlega: “Eg er svo hryggur, vinur minn. Eg vildi eg gæti hjálpað þér. Bandinginn leit á hann undr- unar augum, drættirnir á andliti hans urðu þýðlegri, en hann mælti ekki orð. Prest- urinn hélt áfram: Eg verð að fara og sé þig ef til vill aldrei aftur, en þú átt vin, sem mun verða hjá þér hér inni i fangaklefanum.” Bandinginn reisti sig upp, hann starði á prestinn og beið með eftirvæntingu þess, sem hann hefði að segja. “Hefir þú heyrt um Jesúm?” “Já,” svaraði hann í lágum hljóðum. “Hann stendur þér nær heldur en nokk- ur jarðneskur vinur. Vertu góður. Bib hann að hjálpa þér. Eg veit hann vill gjöra það, og seinna, þegar hann kemur aftur, þá mun hann gefa þér frelsi, taka þig til himins og lofa þér að vera þar með sér.” “Tíminn er liðinn,” sagði fangavörð- urinn. Presturinn sneri sér við til að fara út, fanginn dró sig eitt eða tvö fet á eftir honum, greip hönd hans og hélt henni í báðum sínum. Tárin streymdu niður særða andlitið og presturinn gat heldur ekki tára bundist. Nú liðu 14 ár. Presturinn hafði fyrir löngu síðan gleymt þessum atburði. Einu sinni heimsótti hann kolanámu. Meðan þeir voru að fara niður sagði leiösögu- maður hans að nú ætluðu þeir að heim- sækja þann hluta námunnar þar sem saka- menn væru látnir vinna. Þegar þeir komu inn í stærsta herbergið tók presturinn eft- ir stórvöxnum manni sem vann af kappi þótt hann virtist vera gamall og slitinn. “Hvaða maður er þetta?” spurði hann umsj ónarmanninn í námunni. “Lífstíðarfangi, áreiðanlegur maður, bezti vinnumaðurinn, sem við höfum hér,” svaraði verkstjórinn. Nú rétti maðurinn sig upp og sneri sér við. Hann hafði þekt málróminn. Þeir þektu hvor annan. Presturinn rétti honum hönd sína. Þrátt fyrir svita og

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.