Stjarnan - 01.12.1933, Blaðsíða 5
t
STJARNAh■
181
Líttu niður í brunninn
(Tækifæri fyrir alla).
Tarna lá hann fölur og grannleitur, en
leit þó. út fyrir að vera á æskuskeiSi.
GleÖin skein úr augum hans .... Hann
hafÖi rétt verið dreginn upp úr þurum
brunni, sem hann hafÖi verið að grafa á
landinu sínu, en hann hafði dottið niður í
hann þegar kaðallinn slitnaði.
Hann hafði verið niðri í brunninum í
viku, áður en þeir, sem um veginn fóru
fundu hann. Þeir komu til að forvitnast
um hvernig gengi að grafa nýja brunninn
þarna úti í óbygðinni, svo þeir sneru út
af leið sinni til að líta niður í brunninn.
Hann hafði fótbrotnað á báðum fótum og
hafði hitasótt. Hann hafði haft litla von
um að sér yrði bjargað, því það var ekkert
girnilegt fyrir ferðamenn um þessar slóS-
ir. En nú var hann hér í góðra manna
höndum, honum hafði verið bjargað.
Auðvitað var hann ekki orðinn annað en
skinnið og beinin, en það var von á lækn-
inum innan skamms, ef til vill yrði hann
að taka af honum fæturna fyrir neðan
hné, og hann hafði enga peninga og varð
aS vera kominn upp á góðvilja nágranna
sinna, hann varð að láta búskapinn bíða
að minsta kosti þetta árið, og svo var
stúlkan hans, mundi hún nú vilja eiga á
hættu að . . . . En gleðin, sem skein úr
augum hans var ekki af þakklæti fyrir
björgunina, eða neitt annað, sem hægt
væri að ímynda sér.
“Hvað er það, Billy?” spurði hin vin-
gjarnlega nágrannakona, sem beygði sig
niður að honum. Hann hafSi verið svo
vonglaður og öruggur þegar hann kvaddi
þau til að taka upp heimilisréttarlandið
þarna uppi á hálendinu.
“Hvað er það, Billy, sem þú ert að
hugsa um?”
“Eg mun aldrei geta farið framhjá
brunni án þess að líta niður í hann.”
Það var þá alt gleðiefnið. Það voru
fleiri brunnar, sem þurfti að grafa á
þessu víðlenda svæði, þar sem menn vaxn-
ir upp í stórborgunum voru að berjast
við að stofna heimili sin, til að vinna
brauð sitt upp úr jörðunni. Kaðallinn hjá
þeim gæti líka slitnað, og þeir fallið niður
í brunninn. Billy gæti hjálpað til að
bjarga þeim.
Líttu niður í brunninn, brunn sorgar-
innar, brunn kvíðans og áhyggjunnar,
brunn sjúkdóms og einstæðingsskapar.
Flestir af oss hafa verið niðri í einhverj-
um þesskonar brunni. Margir eru þar
nú sem stendur, margir hafa verið dregnir
upp. Munum vér, þegar vér komumst upp
hugsa eins og Billy. Hugsum vér um að
aðrir séu ef til vill niðri í dýpinu og þurfi
hjálpar með?
Þar niðri—eins og hjá Billy—leit út
eins og vér værum upp á aðra komnir til
að verða bjargað, vér gátum svo lítið
gjört sjálfum oss til bjargar .... Einum
var hjálpað með því að félagið sem hann
hafði unnið hjá byrjaði á nýju, og sendi
eftir honum. Hann fékk vinnu aftur.
Áhyggjan féll sem þungur steinn frá
brjósti hans, og augu hans lýstu af gleði.
Hvað er það vinur, sem þú ert að
hugsa um, er það gamli garðyrkjumaður-
inn, sem þú nú getur aftur gefið vinnu,
eða smiðurinn, sem þú getur nú látið