Stjarnan - 01.02.1934, Side 3
STJARNAN
:9
“Hví ert þú beygð, sál mín?”
“Hví ert þú beygð, sál mín, og ólgar í
mér ?”
Eftir að maður tekur á móti Kristi,
hlýðir honum og heldur hans boðorð, þá
mætir maður oft ýmiskonar óvæntri
reynslu, svo hinum pýkristna verður fyr-
ir að spyrja sjálfan sig, annaðhvort hátt
eða í hljóði: “Hversvegna verð eg að
mæta öllum þessum vandræðum og erfið-
leikum nú, eftir að eg hefi alvarlega snú-
ið mér til Guðs? Hversvegna er þessum
óvæntu erfiðleikum beint aö mér?”
Það er ástæða fyrir þessu. Erfiðleik-
arnir koma sem hólmgönguboð, ekki frá
Guði, heldur frá óvini hans og þínum,
vegna þess sá óvinur ber dauðlegt hatur
til Jesú, hans, sem þú hefir valið þér fyr-
ir vin og leiðtoga. Það er hvöt fyrir þig
að flýja til Drottins og reyna hann, svo
þú fáir reynslu fyrir því, að það er aðeins
fyrir hans hjálp, hans umönnun, hans
varðveizlu, aS þú getur verið óhultur
nokkursstaðar í þessum uppreisnar heimi.
Fyrstu orð greinar þessarar eru í 42.
Davíðs sálmi. Þrisvar sinnum eru þau
endurtekin með lítilli breytingu, síðan er
oss bent á meðalið við þessari þreytandi
reynslu, sem vér allir verðum að mæta:
“Vona á Guð, því enn mun eg fá að lofa
hann, hjálpræði auglitis míns og Guð
minn.” Sálm. 42 :6.
Morguninn sem Jesús reis upp, meSan
Jerúsalem var öll í uppnámi yfir fréttum
þeim er heyrst höfðu að hin nýja gröf
Jósefs væri tóm, þá slóst maður í för
með tveimur af lærisveinum Krists, er
voru á leið til Emaus, daprir og sorgbitnir.
Aðkomumaðurinn fór að tala við þá því
þeir áttu samleið, og hann spurði hvaða
fréttir það væru sem þeir væru svo hug-
fangnir af. Þeir aftur á móti spurðu
hvort hann væri svo ókunnugur í Jerú-
salem, að hann vissi ekki hvaö við hefði
borið síðustu dagana, og væri á allra vör-
um. “Hvað er það?” spurði hann. Þá
sögðu þeir honum fréttirnar, að maður
að nafni Jesús hefði verið líflátinn þá
síðastliðinn föstudag, og að konur, sem
liefðu heimsótt gröf hans snemma þenn-
an morgun hefðu sagt að líkami hans væri
horfinn, en líkklæðin ein hefðu legið
samanbrotin í gröfinni. Ennfremur sögðu
þeir að konurnar hefðu séð engla við gröf-
ina, sem hefðu fullyrt að Jesús væri risinn
upp frá dauðum og mundi mæta þeim í
Galílea.
Nú fór aðkomumaðurinn að gefa þeim
Biblíuskýringu. Hann benti þeim á frá
spádómunum að hann, sem þeir væntu að
væri sá, sem ætti að endurleysa ísrael—
Messías—■, að hann átti að líða og deyja
og rísa upp á þriðja degi. Það virðist
sem þeir hafi gleyrnt þessurn undraverða
spádómi um Krist. Hann lauk máli sínu
með þessum: “Átti ekki Kristur að líða
þetta og innganga í dýrð sína?”
Seinna, eftir að lærisveinarnir höfðu
sannfærst um, að það var hinn upprisni
Jesús sjálfur, sem hafði talað við þá, og
þeir voru komnir til félaga sinna upp í
loftsalinn í Jerúsalem, þá birtist Jesús
þeim öllum, sýndi þeirn hendur sínar, fæt-
ur og síðu og sagði við þá: “Þetta eru
þau orð sem eg talaði við yður meðan eg
enn var nteð yður, að rætast ætti alt það,