Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 7
STJARNAN
23
anum sínum. Vinnumenn hans tveir
höföu boriÖ hann þangað.
ÞaÖ voru 60 mílur til næsta læknis,
annar maðurinn hafði farið til að sækja
hann, en hinn var heima hjá sjúklingnum
og gjörði alt sem í hans valdi stóð til að
lina þjáningar hans. Sjúklingurinn hafði
fleiri skifti talað í óráði, og nú hélt þjónn
hans að hann væri vissulega ekki með
sjálfum sér, því hann hafði skipað honum
að taka öxi til að ná burtu borðum, sem
negld höfðu verið innan á kofan til hlý-
inda, En hann var samt sem áður með
fullu ráði.
Þegar þjónninn hafði rifið upp fjal-
irnar þá fann hann lítið Nýja Testamenti
alþakið hégóma og ryki.
“Þarna er það, þetta er bókin,” sagði
sjúklingurinn þegar hann sá hana. “Mað-
ur, sem ferðaðist hér um bygðina fyrir
20 árum, þegar eg var að byggja kofann,
taldi mér trú um að eg ætti að hafa Biblíu
í húsinu, svo eg keypti hana. Eg lagði
bókina þarna upp á silluna, en þegar eg
hafði fullgert vegginn þá var bókin horf-
in. Eg vissi hvar hún hefði fallið, en eg
nenti aldrei að hafa fyrir því að taka upp
f jalirnar til að ná henni. Eg hugsa það sé
nú úti um mig, og ef þessi bók er það
sem hann sagði, þá vil eg fá að heyra hana,
því hann sagði að bókin talaði um Guð,
og hvernig menn gætu búiS sig undir að
mæta honum, og þetta er það sem eg þarf
nú með. Viltu lesa fyrir mig?”
Þannig atVikaðist það að hinn vin-
gjarnlegi daglaunamaður fór að lesa fyrir
sjúklinginn í þessari bók, sem svo lengi
hafði legið ónotuð. Fyrir tilhlutan Guðs
góða anda flettir maðurinn upp í þriðja
kapítula í Jóhannesar guðspjalli, og þegar
hann las hina guSdómlegu opinberun um
kærleika Föðursins, þá lyfti sjúklíngurinn
hendi sinni og hvíslaði: “Það er nóg—
lestu aftur—þat — sem—það — segir—
Hann elskar mig.” Sjúklingurinn öðlað-
ist frið að lokum. Litla Testamentið,
sem lengi hafði verið vanrækt, en aldrei
gleymst, brást ekki vonum þessa manns,
sem trúði því að Guðs rödd talaði til sín
gegn um orðið.
A. F. Ragatz.
(ritari ameríska Biblíufélagsins).
Treyátið Guði
(Framh. frá bls. 18)
svo vonaði hann, að ef hann segði fólki
frá reynslu sinni þá mundi það fúslega
vilja læra að biðja til Guðs og treysta
honum.
Eg bauð honum að koma með okkur í
bifreiðinni til Rusangu en hann vildi það
ekki. Hann langaði til að heimsækja 5
eða 6 fleiri þorp og prédika þar fyrir
fólkinu um þann Guð sem gjörði hann
heilbrigðan þegar læknirinn sagði að hann
mundi deyja. Svo við snerum til baka án
hans. Viku seinna kom hann á trúboðs-
stöðina og hafði þá gengið meira en 100
mílur til þess allstaðar á leiðinni að geta
vitnað um Guð. Eg var einmitt að hugsa
um hve rnargir hefðu verið fúsir til að
leggja slíkt á sig.
Morguninn eftir sögðum vér nemendum
vorum á skólanum frá Mudima og hvern-
ig Guð hefði læknað hann, síðan spurðum
vér þá: “Hvers vegna haldið þér Guð
hafi svarað bænum vorum og læknað
Mudima?”
“Af því Guð vissi að Mudima mundi
gjöra alt sem hann gæti, til að segja öðr-
um frá hinum sanna Guði,” svaraði einn
drengurinn.
Nú hefir Mudima hætt við jarSyrkj-
una og ver öllurn sínum tíma til þess að
flytja sinni eigin þjóð fagnaðarerindi
Krists.
O. B■ Robinson.