Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 14

Stjarnan - 01.02.1934, Qupperneq 14
30 STJARNAN MikiÖ af tímanum urðum viS aÖ hanga með öllum okkar þunga í reipunum. J?au urðu sverari eftir því sem við komum lengra áleiðis. Eg tók eftir því, að fagri, hviti vegg- urinn var með blóðblettum, og það hrygði mig. En þessi tilfinning hvarf eftir augnablik; því að eg áttaði mig skjótt á því, að þetta væri eins og það ætti að vera. Þeir, sem koma á eftir, mlunu geta séð af þessu, aö aðrir hafa gengið þennan mjóa, erfiða veg áður en þeir, og þeir munu komast að þeirri niðurstöðu, að fyrst aðrir gátu haldið göngunni áfram, þá geti þeir það einnig. Og þeir munu ekki alveg missa kjarkinn, þegar blóðið rennur úr særðum fótum þeirra, því að þeir munu sjá blóðblettina á veginum og vita af því að aðrir hafa þolað samskonar þjáningar. Loks komum við að miklu djúpi, þar sem vegurinn endaði. Nú var ekkert, er við gætumi stígið fótum vorum á, til að hvíla okkur. Nú urðurrt við að treysta eingöngu á reipin, er höfðu alt af orðið sverari og sverari unz þau voru orðin á gildleika eins og líkamir okkar. ,Hér komumst við um stund í vandræði. Ótta- slegin hvísluðuná við hvert að öðru: “í hvað eru reipin fest?” Maðurinn minn var rétt á undan mér, Stórir svitadropar runnu af enni hans. ÆÖarnar voru þrútnar og frá brjósti hans liðu niðurbældar angistarfullar stunur. Svitinn draup af andliti mínu og yfir mig kom angist, sem eg hafði aldrei fundið til fyr. Við áttum hér ægiiega baráttu fyrir höndum. Alt það sem við vorum búin að þola á leiðinni mundi ekki gagna okkur neitt, ef okkur mistækist hér. B:eint á móti okkur hinum megm við djúpið var yndisleg grasivaxin slétta, og var grasið á að giska 6 þumlunga hátt. Eg sá ekki sólina, en skærir mildr ljósgeislar, líkastir skíru gulli og silfri, lýstu sléttuna. Ekk- ert, sem eg hafði séð í heiminum jafnaðist á við þetta land hvað snertir fegurð og yndisleik. En gátum við náð þangað ? Þetta var sú þýðingarmikla spurning, sem þrengdi sér inn í huga okkar allra. Ef reipið slitnaði, væri okkur dauðinn vís. Aftur hvíslaði einn til annars þessum orðum: “í hvað eru reipin fest ?” Augna- blik hikuðum við við að hætta okkur út. En þá kölluðum við: “Eina vonin okkar er í því fólgin að treysta algerlega á reip- in. Við höfum treyst þeim á hinum vand- farna vegi; þau svíkja ekki heldur nú.” En við vorum enn kvíðafull og ráðþrota. Þá voru þessi orð töluð: “Guð heldur í reipin; við þurfum ekki að óttast.” Þeir, senl voru á eftir okkur, endurtóku orðin og bættu við: “Hann bregst okkur ekki nú, hann hefir leitt okkur öruggt hingað til.” MaSurinn minn sveiflaði sér svo yfir hyldýpið og yfir á hið fagra landsvæði hinum megin. Eg fór strax á eftir hon- um. Ó, hversu okkur létti! Ó, hversu þakklát við vorum! Eg heyrði raddir er tóku að lofa og vegsama Guð. Eg var hamingjusöm, fullkomlega hamingjusöm. Eg vaknaði og fann, að eg skalf og nötraði af þeirri angist, er eg hafði verið í meðan við gengurh upp eftir veginum. Þennan draum þarf ekki aS útskýra. Hann hafði slík áhrif á mig, að hann mun standa mér lifandi fyrir hugskots- augum meðan eg lifi. “Sæll er sá maður, sem treystir Drotni.” “Eg beið Drottins öruggur, hann beygði sig til mín og heyrði mitt hróp.” Sálm. 40:4, 1. “Sæll er sá, sem annast hinn lítilmót- lega; á þeim vonda degi mun Drottinn bjarga honum.” “Drottinn mun varðveita hann og halda honum við lífið; hann mun verða sæll á jörðunni, og þú munt ekki afhenda hann vild hans óvina.” “Drottinn mun styrkja hann á hans sóttarsæng; öllu hans rúmi snýr þú við (til lækningar) í hans sjúkdómi.” Sálm. 4i :i-3-

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.