Stjarnan - 01.02.1934, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.02.1934, Blaðsíða 15
STJARNAN 3i Smávegis ÞaÖ tekur aðeins einn sjöunda part af sekúndu fyrir orð að fara kring um hnött- inn, eftir því sem Marconi skýrir frá. ÞaÖ telst svo til aÖ einn maÖur deyi úr botnlangabólgu hverjar 29 mínútur í Bandaríkjunum. Dauðsföll úr þessum sjúkdómi nú, eru þriðjungi fleiri aÖ til- tölu heldur en fyrir 15 árum síðan. Hugsið yður bara. Áttundi hver íbúi heimsins býr í Afríku, og íbúatalan þar tvöfaldast á hverjum 20 árum. Það er eins langur vegur kringum strendur henn- ar eins og í kringum hnöttinn. Afríka er svo stór að þar kæmust fyrir Bandaríkin, Bretlandseyjar, Þýskaland, Frakkland, Noregur, Svíþjóð, Italia, Argentína, Indía fimtíu Belgíur og 6 Spánar. William Green, forseti verkamanna- sambandsins segir aÖ 3,600,000 atvinnu- lausir menn hafi fengið vinnu síðan í marz í vor sem leið. 1,700,000 þessara manna fengu vinnu, sem árangur af styttum vinnutíma, samkvæmt fyrirmælum Roose- veits forseta, en þó eru ennþá 10,000,000 manna atvinnulausir, svo Mr. Green stingur upp á að stytta vinnutímann enn meira. Nú er hægt að ná sambandi til að tala við fólk gegn um 30,780,000 talsíma. Það eru 92 hundruðustu af öllum talsímum sem notaðir eru í heiminum. Það er einnig hægt að tala í síma til 19 gufu- skipa. Það kostar $49.50 að tala til Sumatra í þrjár mínútur, til Gyðingalands $37.50; til Manila $30.00, og frá $30.00 til $35.00 að tala til ýmsra staða í Evrópu. Fólkið í Bandaríkj unum brúkar 910,- 000,000 eldspýtur á dag. STJARNAN kemur út mánaöarlega Útgefendur: The Canadian Union Con- ference, S.D.A., 209 Birks Building, Winnipeg, Man. Stjarnan kostar $1.50 á ári í Canada, Bandaríkjunum og Is- landi. Borgist fyrirfram. Ritstjóri: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON. Afgreiðslukona: MISS S. JOHNSON, Lundar, Man. Almenn fagnaðarhátíð var nýlega hald- in í Rússlandi íyrir nokkru yfir því að af- staða landsins til Bandaríkjanna var aftur komin í lag. William C. Bullitt hefir ver- ið útnefndur sendiherra Bandaríkjanna til Rússlands. Ef verðlaun væru gefin fyrir hraða á ferðum yfir Atlantshafið, þá sý.na skýrsl- urnar að heiðurslaunin ættu að ganga til “Graf Zeppelin.” Tvö síðastliðin sumur hefir þessi risavaxni flugbátur lagt leið sína gegn um loftið milli Friedrichsafen á Þýskalandi og Pernambuco eöa Rio de Janeiro í Brazilíu, það eru 5,000 mílur vegar. Hraðinn hefir verið að meðaltali 61 míla á klukkustund. Flugbátur þessi hefir yfir 35 sinnum farið yfir Atlants- hafið, og fylgt ákveðnum áætlunum, far- ið austur eða vestur hverjar þrjár vikur, frá maí til október, flutt þúsundir far- þega og þúsundir punda af pósti og vör- um, og aldrei komið neitt óhapp fyrir. Til að byrja með var fargjaldið 3,000 dollar- ar, en nú er það komið niður í 476 dollara. Eg fyrirverð mig ekki fyrir Krists fagnaðarerindi, því það er kraftur Guðs til sáluhjálpar hverjum þeim, sem trúir. —Páll postuli. Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það. —Jesús.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.