Stjarnan - 01.03.1936, Blaðsíða 8
24
STJARNAN
Hættulegur svefn
Það er ekki ætíÖ hættulaust a‘ð sofa. Einu
sinni snemma morguns kviknaÖi eldur í sveita-
bæ í Óhio ríkinu. Bóndinn og kona hans vöktu
bæði börnin og tóku þau burt úr húsinu, sern
var að brenna. Eitlu seinna var barnanna sakn_
að og fundust þau þá sofandi í rúmum sinum
inni í húsinu. Þau voru borin út aftur og
er þau voru vöknuð til fulls kváðust þau ekki
hafa vitað áður að kviknað var í húsinu, og'
sögðust hafa verið svo syfjuð að þau gátu ekki
um annað hugsað heldur en komast aftur inn
í rúmin til að sofa.
Svefn syndarinnar og andvaraleysisins er
ennþá hættulegri heldur en náttúrlegur svefn í
húsi, sem er að brenna, því hann leiðir til eilífs
dauða, ef maður ekki vaknar í tíma og snýr
sér til Jesú, hans, sem einn getur frelsað frá
dauðanum.
Smávegis
Kvenfélaga sambandið í Egyptalandi, sem
stendur fyrir jafnrétti kvenna, hefir sent beiðni
til forseta stjórnarinnar um að afnema fjöl-
kvæni.
“Great Salt Lake” í Utah er að minka mik.
ið að ummáli. Það er aðallega vegna þess, að
bæði borgir og bændur eru farnir að nota svo
mikið af vatninu úr ám og lækjum, sem áður
runnu óhindrað í vatnið.
Þegar reglugjörðin kom út í Bandaríkjun-
um, sem ákvað verð á kartöflum, þá stofnuðu
menn félag með konu í Philadelphia í broddi
fylkingar, til að nota lóðirnar bak við húsin
til kartöfluræktunar. Þetta á að vera sem mót-
mæli gegn því að stjórnin ákveði söluverðið.
Cherokee Indíánar í Oklahoma hafa sitt
eigið fréttablað, prentað með þeirra eigin bók-
stöfum.
Bandaríkin framleiða miklu meiri olíu held.
ur en nokkurt annað land í heimi. Auðugustu
olíubrunnarir eru í Texas, Oklahoma og Cali-
forníu. Rússland er annað i röðinni með oliu-
framleiðslu.
STJARNAN kemur út einu sinni á mán-
uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram.
Útgeferidur: The Canadian Union Con-
ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg.
Ritstjórn og afgreiðslu annast
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can.
Sagt er að Rússland ætli að nota 15-20
biljónir dollara til bygginga á yfirstandandi
ári.
Mölur getur étið af fatnaði 12 sinnum sína
eigin þyngd.
Glæpamálakostnaður í Bandaríkjunum nem_
ur um 125 dollurum á mann að meðtöldum
konum og börnum. Líka er sagt að einn af
hverjum 25 innbyggjendum hafi einhvern tíma
á æfinni haft nafn sitt innritað á glæpamanna-
listann.
Venezuela var eitt af þeim fáu löndum í
heiminum, sem hafði meiri tekjur en útgjöld,
og átti því fé í sjóði þegar einveldisforsetinn
Juan Vicente Gomez dó, fyrir skömmu síðan.
Engin verðbréf stjórnarinnar eru i höndum
útlendinga, og peningamarkaður landsins er á-
litinn hinn áreiðanlegasti í heimi.
Stjórnir 12 ríkja áttu að borga niður skuld-
ir sínar til Bandaríkjanna 15. des. síðastliðinn.
Finnland var hið eina ríki, sem stóð í skilum.
Menn ætla að um ein miljón Indíána hafi
verið í Norður-Ameríku þegar Columbus lenti
þar fyrst. Nú er tala þeirra aðeins um einn
þriðji af miljón.
Aðeins einn þriðji af íbúum heimsins borð-
ar með hníf og gafli. Annar þriðji hlutinn not.
ar smáspýtur, en hinir nota ennþá aðeins fing-
urna.
Henry Ford hefir keypt vindmyllu í Vestur-
Yarmouth, Massachusetts, hún kvað vera sú
elzta, sem til er í Ameríku; hafði verið bygð
af pílagrímunum fyrir 300 árum síðan. Mr.
Ford ætlar að láta flytja hana á forngripa-
safn sitt í Dearborn, Michigan.