Stjarnan - 01.01.1940, Blaðsíða 7
STJARNAM
7
“Hann ber umhyggja fyrir þér’’
AlstaÖar, sem eg ferðast meðal safnaÖa
vorra heyri eg sögur um GuÖs nákvsemu um-
hyggju fyrir börnum sínum þegar þau eru í
neyð eða vanda stödd. Menn hafa gleði af
að segja, frá þessu, því það sannfærir þá um
að englar Guðs eru með þeirn nú eins og þeir
^oru með Guðs börnum á fyrri tímum.
Það er mjög sjaldan að fólk segir mér frá
sinni eigin reynslu, heldur frétti eg það frá
þeirn, sem eru vinir eða kunningjar þeirra.
Þeir, sem hafa fengið sérstaka reynslu finst
Þeir leiði athygli að sjálfum sér mieð því að
segja apinberlega frá hvernig Guð hefir svar-
að bænum þeirra. En ættum vér ekki að
segja ,frá bænheyrslu Guðs og gæðsku hans
við oss öðrum til uppörfunar og trúarstyrk-
Ingar. Hér er frásaga um eina trúsystur vora,
sem eg heyrði í Norður Evrópu í sumar sem
leið.
Það var fyrir fleiri árum síðan í strjál-
bygðu héraði, það var vetur og mikill snjór á
jörðu. Ung stúlka, sem var að selja bækur
viltist í skóginum, það var farið að dimima.
Hún var orðin þreytt óg hætta á að hún frysi
í hel. Það var talsvert kafald og óhugsandi
fyrir hana að brjótast lengra áfram í myrkr-
inu. Hún féll á kné þarna milli trjánna og
fól Guði sálu sína, ef hún skyldi deyja þarna
1 kuldanum, eins og hún bjóst við.
Meðan hún baðst fyrir fann hún eitthvað
mjúkt snerta hálsinn á sér. Hún áttaði sig
strax á að það var flipi á hesti, og rétt á eftir
heyrir hún mann tala til hestsins. Þetta var
þá maðurinn, sem fór með póstinn út um
landið. Hann hafði líka vilst út af braut-
inni.
Þegar maðurinn talaði til hestsins, þá
kallaði stúlkan: “Hver er þar? “Hvað ert þú
að gjöra hér?” svaraði hann. “Eg er Miss—,”
sagði hún, “eg hefi vilst og get ekki fundið
veginn.” Þá svaraði imaðurinn: “Eg hefi
líka vilst, og það er í fyrsta sinni að eg hefi
vilst út af vegi hér. Kom þú inn í vagninn.
Hesturinn getur fundið veginn fyrir okkur.”
Maðurinn gaf hestinum lausan tauminn og
lét hann ráða f erðinni, og ekki leið á löngu
þar til hann var kominn á brautina, sem lá
inn til þorpsins.
Það var ekkert einkennilegt þó hesturinn
fyndi veginn, það er náttúrueðli gefið skepn-
unni að rata. Hið dásamlega var að hestur-
inn, sem gat fundið veginn skyldi hafa farið
burt af veginum þangað sem stúlkan var í
snjónum að biðja til Guðs.
Hér er það sem vér sjáum gæðsku og um-
önnun Guðs. “Hann ber umihyggju fyrir
þér.”
W. A. Spicer.
Draumur hennar rættiál
Fyrir skömmu síðan voru tvær ungar
stúlkur að selja Biblíulestra bók út um landið
í Colorado. Einu sinni þegar þær voru á
gangi eftir þjóðveginum sáu þær lítið hús
kippkorn í burtu uppi í fjallshlíð. Báðar
héldu þær að engin líkindi væru til að þær
gætu selt neitt þar, svo þær ætluðu að fara
fram hjá Iþv.í og þangað sem meiri líkindi
væru til að þær gætu selt eitthvað. Þær höfðu
aðeins gengið stuttan spöl þegar önnur stúlk-
an staðnæmdist og sagði að þær vanræktu
skyldu sina ef þær færu fram hjá húsinu,
svo þær báðar sneru til baka til að heimsækja
þá, sem þar kynnu að búa. Þegar þær börðu
að dyrum kom kona út og sagði við þær; “Þið
stúlkur hafið bók handa tnér.” Þær spurðu
hvað hún meinti.
Þá sagði konan: “Maðurinn minn dó
fyrir þremur vikum síðan. Eg varð svo
þunglynd og leið á lífinu að eg ásetti mér að
gjöra enda á tilveru minni, en ætlaði þó að
bíða með það til morguns. Þá um nóttina
dreymdi mig að tvær stúlkur komu upp að
hújsinu, og eg heyrði rödd sem sagði: “Þess-
ar stúlkur kama að heimsækja þig, og þær
hafa bóik, sem mun færa þér boðskap vonar
og huggunar.” Þessi draumur var svo ein-
kennilegur og hafði svo mikil áhrif á mig,
að eg hætti við áform mitt. Nú eruð þið
komnar. Hvar er bókin?”
Stúlkurnar sýndu henni nú bókina og kon-
an sagði: “Svo þetta er bókin, sem á að gefa
mér von?” Hún keypti bókina, og þessi
reynsla styrkti mjög trú hennar, og einnig
trú ungu stúlknanna, sem nú ásettu sér að
fara aldrei framhjá neinu heiimiili. Guð gefur