Stjarnan - 01.08.1941, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.08.1941, Blaðsíða 2
66 '"» I :íí STJARNAN hver annan með þessum orðum.” I. Þess. 4:13-18. ó hvílík fagnaðarstund það verður fyr- ir þá, sem hafa liðið ofsóknir, skort, hung- ur og harðrétti að fá að fara heim með honum, sem veitir þeim fyllingu fagnaðar og gleði, og gefur þeim inngöngu í ríkið þar sem réttlætið mun búa. En hvað verður um þá, sem hafa lokað hjörtum sínum fyrir kærleika Guðs, sem hafa snúið baki við honum sem gaf líf sitt til að frelsa synduga menn? Hvað þýðir endurkoma Krists fyrir þá? Hann kemur ekki til þeirra sem frels- ari. Þeir höfðu hafnað boðskapnum um hans frelsandi kærleika meðan ennþá var tími til að veita honum viðtöku. Það verður ekkert fagnaðarefni fyrir þá, að sjá hann koma í skýjunum. Þeir skelfast af hugsuninni um komu hans. Jóhannes postuli segir: “Þegar Lambið opnaði sjötta innsiglið sá eg að mikill jarðskjálfti varð, sólin sortnaði eins og hærusekkur og tungl- ið varð eins og blóð. Stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina, eins og þá fíkju- tré skekið af stormvindi kastar niður fíkjum sínum. Himininn hvarf eins og samanvafið bókfell og hvert fjall og ey færðist úr stöðvum sínum. Konungar jarð- arinnar, höfðingjar og herforingjar, auð- menn og ríkismenn, þegn og þræll, fólu sig í hellum og hömrum fjalla og sögðu til fjallanna og hamranna, hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu þess, sem í hásætinu situr og fyrir reiði lambsins, því nú er kominn sá mikli dagur hans reiði, hver fær nú staðist? Op. 6:12-17. í einni af dæmisögum sínum bendir Jesús á hinn síðasta aðskilnað milli þeirra, sem munu eignast ríkið með honum og hinum sem verða eilíflega útilokaðir. “En þegar mannsins sonur kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í sínu dýrðarhásæti og allar þjóðir munu safnast til hans; hann mun aðskilja þá eins og þegar hirðir skii- ur sauði frá höfrum, og skipa sauðunum sér til hægri, en höfrunum til vinstri hliðar. “Þá mun konungurinn segja við þá, sem eru honum til hægri hliðar: Komið þér ástvinir míns föðurs, og eignist það ríki, sem yður var fyrirbúið frá upphafi veraldar. Hungraður var eg, og þér gáfuð mér að «ta;'þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var eg, og þér hýstuð mig; nakinn var eg, og þér klædd- uð mig, sjúkur, og þér vitjuðuð mín; i myrkvastofu, og þér komuð til mín. Þá munu hinir réttlátu svafa honum og segja: Herra, hvenær sáum vér þig hungr- aðan og söddum þig, eða þyrstan og gáf- um þér að drekka. Hvenær sáum vér þig gest og hýsfum þig, nakinn og klæddum þig? Nær sáum vér þig sjúkan eður í myrkvastofu og vitjuðum þín? Þá mun konungurinn svara og segja við þá: Sann- lega segi eg yður, að hvað sem þér gjörðuð við einn af þessum minstu bræðrum mín- um, það hafið þér mér gjört. Síðan mun hann segja við þá sem eru honum til vinstri hliðar: farið frá mér bölvaðir í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var eg og þér gáfuð mér ekki að eta; þyrstur var eg og þér gáfuð mér ekki að drekka; gestur var eg og þér hýstuð mig ekki, nakinn var eg og þér klædduð mig ekki; sjúkur var eg og í myrkvastofu og þér vitjuðuð mín ekki. Þá munu þeir svara: Herra, nær sáum vér þig hungraðan eður þyrstan gest eða nakinn, sjúkan eður í myrkvastofu, að vér ekki þjónuðum þér? En hann mun svara Sannlega segi eg yður, það sem þér ekki gjörðuð einum af þessum mínum minstu bræðrum, það gjörðuð þér eklci heldur mér. Þá munu þessir fara til ævarandi refsing- ar en hinir réttlátu til eilífrar sælu.” Matt. 25:31-46. Reikningsskapardagurinn nálgast skjótt. Jesús kemur bráðum til að gefa sérhverj- um eftir því sem hans verk verða. Endur- koma Krists er sá vonargeisli sem lýst getur hinum undirokuðu, þjáðu Guðs börnum. Það er heiðursvert alt, sem menn leitast við að gjöra til að létta neyð og bæta kjör hinna bágstöddu, en þegar alt kemur til alls þá getur enginn maður læknað það mein, sem á rót sína í guðleysi, eigingirni, hroka, valdafíkn, grimd og spillingu af öllu tagi, sem að meira eða minna leyti ræður í hjörtum þeirra, sem ekki hafa gefið Kristi líf sitt. Eina lækn- ingin við böli heimsins er endurkoma Krists í dýrð og veldi. Þetta er eina vonin fyrir hið þjáða mannkyn. En það er meir en von. Vonir

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.