Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 6
54
STJARNAN
Sá er vinur sem í raun reyniál
Félagsskapur sá, sem gefur út skýrslu
þessa kannast við þá skyldu að ellska Guð
af öllu ihjarta og náungan eins og sjálfan
sig, og vinnur því að líknarstörfum á heim.
ilunum og í 'bygðinni. Félagsskapur þessi
samanstendur af fjölda smærri líknar-
félaga Oíg nefnast Dorcas líknarfélög,” og
Sameinuð Dorcas félög, þau standa í sam-
bandi við Heimilis-hjúkrunarfélag, og eru
dreifð út um allan heim, en öflugustu
stöðvar þeirra eru í Norður-Ameríku.
Félög þessi ileitast við að hjálpa þar
sem þörf gjörist, og sýna samhygð og hlut-
tekningu, þeim sem bágt eiga að einhverju
leyti. Meðlimir þeirra eru reiðubúnir að
hughreysta og biðja með þeim, sem mist
hafa ástvini sína, eða styrkja þá, sem eru
niðurbeygðir af ótta og kvíða, svo hræðsla
þeirra og áhyggjur megi víkja úr vegi fyr-
ir von og trausti til Guðs. Stundum
hjálpa þessi félög til að finna týndan son
eða dóttur, útvega föðurnum vinnu, eða þá
móðurinni, ef hún er tilneydd að fara út
að vinna, og þá sjá um að litið sé eftir
börnunum meðan móðirin er heimanað.
Stundum Ihefir sjúkdómur orsakað erfið-
leika á heimilinu, svo þörf er á hjálp til
að vinna með lækninum eða hjúkrunar-
konunni til þess sjúklingurinn geti náð
heilsu.
Má vera engin matvæli séu i skápnum,
eða enginn eldiviður á heimilinu eða skort-
/
ur sé á fatnaði til dags eða nætur. Heim-
ilis áhöld vantar eða þakið lekur. Skeð
getur þörf sé á að skúra gólfið eða hreinsa
til í húsinu. Alt þetta smávegis, sem er
svo nauðsynlegt á heimilinu hefir fyrstu
réttar kröfu til líknarfélaga vorra.
Öll félögin verja miklum tima til að
laga föt og sauma þau upp og hafa til bæði
fatnað og skó fyrir menn, konur og börn
ætíð á reiðum höndum, og jafnvel hús-
gögn til að hjálpa þeim, sem ekkert hafa.
Einnig er lagt upp nokkuð af matvælum,
niðursoðnum og þurkuðum ávöxtum og
fleira, svo ihægt sé að taka til þess þegar á
liggur. Þau starfa einnig í sambandi við
landvarnarfélög með þvi að sauina, prjóna
og undirbúa sáraumbúðir. Skýrsla um
starf þessara félaga stendur annarsstaðar
i blaðinu.
Starf vort er ekki alt innan takmarka
Norður-Ameriku. Þau hafa sent svo skip-
pundum skiftir til trúboðsstöðva og lækna-
trúboða í 'stríðslöndunum, bæði til Evrópu
og Asíu. Amerísk hjúkrunarkona, sem
fór aftur til Tianganyika í Austur-Afríku
tók með sér mikið af aillskonar nauðsynj-
um til hjúkrunar og súraumhúða, sem
líknarfélögin lögðu ti). Þetta er aðeins
eitt atvik þar sem slik hjálp reynist svo
mikils virði, af því það er svo erfitt að
draga að sér slíkar nauðsynjar nú á
dögum.
Nokkrar líknarfélagskonur í Halifax.