Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.07.1942, Blaðsíða 10
58 STJARNAN Aftur grátbað hann um leyfi til að vera. Hann hélt upp stumpunum af höndum sín- um og benti á sárin út um líkamann, og blóðið, sem rann úr fótuin hans, þar sem tærnar voru rotnaðar af. Hann hrópaði eins og í örvæntingu: “Fyrir Guðs sakir lofaðu mér að vera. Eg get ekki farið. Eg vil ekki snúa heim aftur.” Það varð úr, að hann fékk inngang í nvlenduna, hver hinna ifékk lítið eitt minni mat, svo hægt væri að fæða hann líka, og honum var gefið pláss í einhverju horni í sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að lýsa gleði hans yfir að fá að vera. Veiki hans var stöðvuð svo hún brýst ekki víðar út og það er eftirtektavert hve þakklátur hann er fyrir Ihjálpina. Þúsundir annara í svipuðu ástandi þurfa hjálp þá sem hægt væri að veita þeim ef nýlendurnar væru stærri og fleiri slíkar stofnanir væru bygðar. Hvergi er meiri þörf fyrir gjafir manna og kvenna heldur en til að berjast á móti holdsveikis plágunni. Þú getur hjálpað oss. ó, að íhjörtu yðar mættu verða snortln svo þér margfaldið gjafir yðar til að líkna þessum nauðstöddu vesalingum, sem hin ske’filegasta veiki mannkynsins hefir náð að klófesta. J. F. Wright. Fjárhagshlið starfsins Að prédika fagnaðarerindið út um all- an heim er hið yfirgripsmesta starf sein manninum hefir verið falið. Meðal ann- ars sem þarf til að framkvæma þetta er að hafa fé þvi til framfærslu. Hann sem skipaði að flytja gleðiboðskapinn út um allan heim gaf líka regluna fyrir fjárhags- hlið þessa fyrirtækis. Tíundarskyldan er Guðs aðferð til að sjá fyrir >fé til eflingar Guðs rikis. Abra- ham kannaðist við það nærri 2000 árum fyrir Krist eins og sjá má í 1. Mós. 24:20. Nálægt 500 árum seinna lesum vér að Guð gefur nákvæmar reglur um tíundar- borgun og hvernig verja skuli fénu. Tíund- arborgunin var skylda fólksins gagnvart Guði. 3. Mós. 27:30, og tíundin var notuð fvrir Levítana til að lifa á, því þeir þjón- uðu tjaldbúðinni. 4. Mós. 18:21. í Gamla Testamentinu ámintu spámennirnir fólkið um trúmensku i að borga tíund, sem var einn tíundi hluti af tekjum þeirra, og í Starfsmenn Guðs ríkis ferðast um öll lönd og höf til að flytja gleðihoðskapinr.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.