Stjarnan - 01.08.1945, Page 1

Stjarnan - 01.08.1945, Page 1
 .-^=r STJARN [ AN ÁGÚST 1945 LUNDAR, MAN. Hið eilífa og œvarandi Til er það, sem er eilíft í eðli sínu og til er það, sem er aðeins stundlegt. Sumt helst við eins og hinar eilífu hæðir, en sumt er eins og hverfandi skuggi, eins og fegurð hinnar hnígandi sólar, eða morgun- döggin. Guð er eilífur, svo eru eiginleik- ar hans, réttlæti og kærleikur. Eiginleg- leikar Guðs eru óumbreytanlegir, um menn er öðru máli að gegna. Enginn mað- ur er fullkominn, enginn óumbreytanleg- ur. Eins og Guð er óumbreytanlegur og eiginlegleikar hans, þannig er einnig lög- mál hans óumbreytanlegt. Lögmál Guðs er endurskin eiginlegleika hans, og er því ævarandi eins og hann er sjálfur. Guð er fullkominn, sama má segja um lögmál hans. Fullkomið lögmál getur ekki orðið breytt, nema með því að setja ófullkomið í stað hins fullkomna. Menn breyta sínum lögum endalaust, af því þau eru ófullkom- in, og eru bygð á þeirri sönnu grundvallar- reglu réttlætisins. Ef breyta skyldi lög- máli Guðs eða afnema það, hver mundi þá hafa rétt til að gjöra slíkt nema Guð sjálfur. Það var Guð, sem gaf lögmálið, Guð, sem skrifaði það, og Guð, sem heimt- aði hlýðni við það. “Og Drottinn talaði við yður út úr eldinum, hljóm orðanna heyrð- uð þér, en mynd sáuð þér enga. Þér heyrð- uð aðeins hljóminn, þá birti hann yður sátt mála sinn, sem hann bauð yður að halda, tíu boðorðin, og hann reit þau á tvær stein- töflur.” 5Mós. 4:12.13. Maðurinn hefir als ekkert vald yfir þessu lögmáli Guðs. Það er Guðs lögmál, og enginn nema hann gæti afnumið það eða brreytt því á nokkurn hátt. Hvergi höf- um vér heyrt að Guð hafi afnumið lög- málið, eða að hann hafi sagt mönnum að þeir þyrftu ekki lengur að hlýða því. Jesús nam það ekki úr gildi og lét aldrei á sér heyra að menn þyrftu ekki lengur að gefa gaum að því. Þvert á móti. Hann tók því fram að hann væri ekki kominn til að breyta hinu minsta atriði þess. “Ætliö ekki að eg sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina, eg er ekki kom- inn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla, því sannlega segi eg yður, þangað til himin og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur lögmálsins undir lok líða, unz alt er komið fram.” Matt. 5:17.18. í stað þess að kenna að Guðs lögmál væri afnumið benti Jesús á að það stæði í nánu sambandi við eftirsókn manna eft- ir eilífu lífi. Einu sinni kom ungur mað- ur til Jesú og spurði hvað hann ætti að gjöra til að öðlast eilíft líf. Jesús svaraði honum: “Ef þú vilt innganga til lífsins þá haltu boðorðin.” Matt. 19:17. Það var ekk- ert efamál í huga unga mannsins hvaða lögmál Jesús talaði um, því hann sagði: “Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýja hór, þú skalt ekki stela, þú saklt ekki ljúgvitni bera, heiðra föður þinn og móður.” 18 19. vers. Það voru tíu boðorðin er Guð talaði í Sínaí fjalli, sem Jesús átti við, því hann nefndi fimm þeirra. Það var þetta lögmál, sem Jesús benti honum á að halda ef hann óskaði að öðlast eilíft líf. Jesús sýndi að Guðs boðorð voru kær- leiks lögmál, því eftir að hafa minst á boðorðin, sem viðvíkja afstöðu manna hvers til annars gaf hann í fáum orðum aðal atriðið í öllum boðorðunum: “Elska skaltu náunga þinn, sem sjálfan þig ” Enn-

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.