Stjarnan - 01.06.1947, Side 5
STJARNAN
53
trú og trausti til mín; því eg mun aldrei
y&gefa yður.
Þetta umboð, sem frelsarinn gaf postul-
Urn sínum, nær til allra trúaðra. Það til-
úeyrir öllum þeim, sem trúa á Krist, alt
iú enda veraldarinnar. Allir þeir, sem fá
hlutdeild í lífi Krists, verða að vinna að
frelsun meðbræðra sinna.
Það eru ekki allir, sem geta prédikað
fyrir fjölda áheyrenda, en allir geta hjálp-
einstaklingnum. Allir þeir, sem hjálpa
hinum nauðstöddu, hugga hina harm-
þrungnu og fræða syndarana um hinn ó-
endanlega kærleika Krists, eru þjónar
Krists.
Þessir eru vottar Krists.
•f ♦ ♦
Lánsfé þitt
Stundum þegar vér heyrum ræðu um
Pundin, sem þjónunum voru fengin til að
uvaxta meðan herra þeirra var í burtu, þá
kemur oss til hugar hvort vér höfum nokk-
u<5, sem vér getum ávaxtað. Allir hafa náð-
argjafir, sem þeir geta notað sjálfum sér
°g öðrum til blessunar, og ef vér verjum
þeim vel, getum vér ef til vill hjálpað öðr-
Uur til að framkvæma það, sem vér gætum
aldrei gjört sjálfir.
Tökum til dæmis hluttekningu og vin-
Ejarnleika, glaðlyndi og gjafmildi. Ef vér
þroskum þessar dygðir geta þær veitt bæði
sjálfum oss og öðrum ómetanlega ham-
iugju.
Fyrir mörgum árum síðan var hópur
af drengjum í litlum skóla í ríkinu Indiana,
sem voru svo óviðráðanlegir, að enginn
kennari fékkst til að kenna.þar nema fáein-
ar vikur. í vandræðum sínum fékk skóla-
nefndin stærsta og sterkasta manninn, sem
þeir fundu fyrir kennara én árangurslaust.
Hver kennarinn eftir annan sagði upp skól-
anum og drengirnir urðu því óviðráðan-
legri.
Einn dag fékk svo skólanefndin bréf frá
stúlku, sem bauðst til að kenna á skólan-
um. Nefndin hélt það væri gagnslaust fyrir
hana að reyna, en það var þó eitthvað við
hféfið, sem hafði þau áhrif á formanninn,
að hann ásetti sér að tala við stúlkuna. En
honum leizt ekki á blikuna, þegar hann sá
hana. Þetta var lítil unglingsstúlka. En
alvörugefni hennar og vingjarnleiki réðu
þó úrslitunum, svo hann hálf hikandi sam-
þykti, að hún gjörði tilraun með að kenna.
Þegar drengirnir fréttu að ung stúlka
kæmi til að kenna þeim, hlóu þeir og tóku
ráð sín saman, hvernig þeir gætu hrætt
hana fyrsta daginn, svo hún færi burt.
Daginn, sem skólinn byrjaði, komu þeir
allir í hóp með hávaða miklum, duttu hver
um annan og notuðu gróf spaugsyrði um
leið og þeir settust niður.
Eftir að skólinn var byrjaður, tók
James, sem var formaður drengjanna stórt
spjald út úr skrifborði sínu, leit gletnislega
á kennarann við og við. og dróg mynd af
henni á spjaldið. Þegar því var lokið, rétti
hann spjaldið þeim sem næstur sat, og svo
réttu þeir það hver að öðrum
Kenslukonan lét eins og hún veitti þessu
enga eftirtekt. En þegar skólatíminn var
úti sagði hún hátt og skýrt: “James, kom
þú til mín augnablik þegar hinir nemend-
urnir eru farnir.” Drengirnir undruðust
hvað James mundi gjöra. Þegar hann með
mótþróa svip gekk upp að skrifborði kenn-
ararns fóru þeir út og ætluðu að bíða til að
vita hvað fram færi.
Kenslukonan tók með hægð bók út úr
skrifborði sínu, fékk James hana og sagði
með vingjarnlegu brosi: “Jam.es viltu taka
þessa bók heim með þér, lesa hana, og draga
svo myndir af persónum þeim sem þar
koma fyrir eins og þú ímyndar þér fólkið
mundi líta út, og koma með þær á morgun.”
James varð heldur sneypulegur þegar hann
tók á móti bókinni og fór hálf feiminn út
til drengjanna, en hann var ósköp þögull.
Þegar heim kom flýtti hann sér með
það sem hann átti að gjöra tók svo bókina
og dróg myndir af þeim, sem komu við
söguna. Hann vann við þetta langt fram á
nótt. í byrjun skólans næsta morgun fékk
hann kennaranum myndirnar. Hún bað
hann festa þær á skólatöfluna svo hinir
nemendurnir gætu séð þær, svo stóð hún
til hliðar og benti á hvað vel var gjört við
hverja mynd, og endaði með því að dást
að hve Jarnes væri náttúraður fyrir drátt-
list.
Upp frá þessu stóð James með kennar-
anum, og hinir drengirnir fylgdu dæmi
hans, svo eftir þetta var ágæt regla í skól-
anum.
Sú varð reynslan á, að James var ekki