Stjarnan - 01.06.1947, Side 8

Stjarnan - 01.06.1947, Side 8
56 STJARNAN i STJARNAN Authorized as second class mail, Po'st Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjórn og afgrei!5slu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. Hvers vegna? Hvers vegna þarf ég að gjöra það, mamma? Hvað, sem Joe var sagt að gjöra, þá spurði hann ætíð: “Hvers vegna?” — Systir hans stríddi honum oft með þessu. “Eg vildi þú hlýddir, Joe, án þess altaf að spyrja hvers vegna,” sagði móðir hans og andvarpaði. Nú lagði afi frá sér blaðið, leit á Jóe og sagði: “Þú líkist aldrei Jóe frænda þínum, ef þú heldur áfram að spyrja: hvers vegna.” “Hv,” var Jóe að því kominn að segja, en hann áttaði sig fljótt og spurði: “Hvað meinar þú, afi?” “Eg skal segja þér sögu um hann,” sagði afi. “Það var fyrsta sumarið sem við vor- um niðri á eynni. Jói frændi þinn var á líkum aldri og þú ert nú. Hann var rétt að læra að synda. Hann gat haldið sér á íloti, en ekki synt ennþá neitt sem telj- andi væri. Einn dag tók ég hann út á djúpt vatn. Eg var góður sundmaður, svo ég hélt það væri engin hætta. En rétt þegar við vorum komnir út á dýpið, varð mér litið til lands. Eg vona ég komist aldrei í önnur eins vandræði. Það eina sem ég gat gjört var að láta Jóe halda sér á floti. Að synda til baka með hann tók of langan tíma, hann gat ekki synt til lands sjálfur. svo alt var undir 'því komið að hann hlýddi skilyrðis- laust. “Jóe, ég verð að fara frá þér, spurðu mig.ekki hvers vegna. Eg kem aftur svo fljótt sem ég get. Vertú rólegur. Reyndu ekki að synda. Haltu þér á floti, þangað til ég kem aftur. Geturðu gjört þetta?” Honum brá lítið eitt, svo sagði hann: “Eg held ég geti gert það, pabbi.” Svo synti ég burt frá honum svo fljótt sem ég hefi aldrei synt fyrr né síðar. “Afi, hvað kom fyrir?” spurði Jóe með öndina í hálsinum. „Móðir þín var þá svo lítil ögn, hún hafði hlaupið frá fóstru sinni og datt í vatnjð. Eg náði henni rétt í tíma, en það var Jóe frænda þínum að þakka að ég gat náð henni.” „Ó, afi, hvað sagði hann, þegar þú komst til hans aftur?” spurði Mary. “Hann aðeins saup kveljur og sagði: Halló pabbi. Hann vissi ekki hvers vegna ég hafði yfirgefið hann Hefði hann ekki hlýtt mér strax, hefði hann barist um eða ihaldið í mig, þá hefði anað hvort mamma þín eða hann drukknað.” Jóe flýtti sér nú í rúmið án þess að spyrja hvers vegna. O. L. F. Smávegis Seytjándi hver maður í Bandaríkjunum er drykkjumaður, segir bindindisfélag i Connecticut. Annað félag segir að þjóð- in hafi 2,508,000 ofdrykkjumenn, og af þeirri tölu séu 600 þúsund konur. Ljót er sagan. + ♦ + Ungur maður frá Joplin í Missouri, —■ Robert Kelley — að nafni hafði sáran háls í 8 ár. Loks fór hann til læknis og X-geisl- ar sýndu að orsökin var að hann hafði fiskiöngul í hálsinum, sem var þrír og hálf- ur þuml. á lengd. ♦ ♦ + Fleiri konur læra læknisfræði nú i BandaTÍkjunum heldur en nokkru sinni fyrr. Fyrir tveim árum síðan hækkaði tala kvennnemenda um 6 af hundraði. — fréttist frá helstu læknaskólunum, að síð- an hafi þeim fjölgað um 10 til 16 af hundr- aði. *■ *■ ♦ Leitið Drottins meðan hann er að finna. Leitið hans af öllu hjarta svo þegar skelf- ingarnar dynja yfir, að þér megið hafa örugt vígi, og getið rólegir tekið undir með Davíð og sagt: “Guð er vort athvarf og styrkur, hjálp í þrengingum margreynd, því hræðumst vér ekkert þó að jörðin fan úr lagi og fjöllin flytjist mitt í hafið. Þ° að sjórinn ólgi og æsist svo að fjöllin hrist- ist af hans ofsa. . . . Drottinn allsherjar er með oss, Jakobs Guð er vori vígi." Sálm- 46:1-3. 7.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.