Stjarnan - 01.12.1949, Blaðsíða 8
96
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Oífice Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price.$1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjðrn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar. Man., Can.
um brauðið sitt og annar bætti við skorpu-
steikarbitanum. Var ekki ósýnilegur gestur
viðstaddur þessa máltíð?
Það var Krists brauð, sem hungraði
drengurinn át, en hann át það ekki, alt.
„Hérna Jack“, kallaði hann til hungr-
aða hundsins bak við lhús hornið, „þú mátt
hafa helminginn.11 Nú var drengurinn glað-
ur í bragði og seldi þrjú blöð meðan menn-
irnir stóðu þar.
„Við höfum étið Krists brauð“, sagði
maðurinn um leið og hann kvaddi.
„Já,“ svaraði gestur hans. „Eg var að
hugsa um pláss þar sem ég held þá vanti
eftirlitsmann að nóttunni.11
Fátæki maðurinn gekk nú leiðar sinnar
og hundurinn fylgdi honum. ,
Hann talaði vingjarnlega til hundsins
og klappaði honum þá fann hann að hund-
urinn hafði hálsband hann rannsakaði það
og fann þá hvar hundurinn átti heima.
„Einhver saknar þín, kom með mér, ég
skal taka þig heim,“ sagði hann við hund-
inn.
Eigandi hundsins var þakklátur og
þrýsti 10 dollara seðli í hönd fátæka
mannsins og sagði honum að koma upp á
skrifstofu sína daginn eftir. Sjá hvað hann
gæti fengið að vinna.
Krists brauð. Hefir nokkur þurft að
ganga hungraður, sem einu sinni hefir ét-
ið það? Menn hafa flestir einhvern tíma á
æfinni kastað steini á vatnsflötinn og séð
hvernig bárurnar sem myndast stækka svo
langt sem augað eygir.
Þú vinnur fyrir einhvern, vera má það
sé lítilfjörlegt starf að heimsins áliti til
dæmis, hreingjörning á húsi, en þú gjörir
það vel og með glöðu geði af því þú ert
Guðs barn, Jesús vann líka algenga vinnu,
þá er það ekki lengur lítilsvert heldur
heilög þjónusta.
Það gleður húsmóðurina að sjá hvem-
ig þú gengur að þessu erfiða og óhreinlega
verki, svo hún vinnur eldhússtörfin með
glöðu geði og býr nú út þann miðdagsmat,
sem manni hennar líkar best, svo hann
lifnar við og gleymir þreytu sinni er hann
borðar matinn.
Heilög þjónusta altsaman, unnið með
gleði eins og það væri fyrir Guð en ekki
menn. Það sem er aðalkjarninn í allri
þjónustunni er kærleikur. Þeir sem njóta
hans láta hann í ljósi til annara, svo það
verður eins og fljótandi uppspretta, sem
flytur gleði og kærleika öllum sem hún
nær til.
Ef þú hefir notið kærleika þá láttu aðra
njóta hans með þér.
E. A. Pepper
______________
Smávegis
Fyrsta almanakið í Bandaríkjunum var
prentað í Bradford prentsmiðju í Philadel-
phíu árið 1687.
♦ + +
Áætlað er að um 2,300,000,000 ekru’" af
landi í heiminum, sem vel mætti rækta,
liggi ónotaðar.
♦ ♦ ♦
Eitt þúsund skólabörn í Tokyo skrifuðu
Nehru, forseta Indlands og beiddu hann að
senda fíl til dýragarðsins í Tokyo. Hann
sendi börnunum skeyti aftur þess efnis að
hann vonaði eftir að geta sent fíl til Japan,
svo fljótt sem hægt væri að fá flutning fyr-
ir hann.
♦ ♦ ♦
Árið 1948 voru sjö og hálf miljón flutn-
ingsvagnar (Trucks) notaðir í Bandaríkj-
unum. Þeir keyrðu hér um bil 73 biljón
mílur. Það voru hálfri þriðju miljón fleiri
heldur en notaðir voru árið 1941, þá keyrðu
þeir als 55 biljón mílur.
♦ ♦ ♦
Kæru vinir mínir. Hjartans þakklæti
fyrir alla hjálpina bæði með keyrslu og
annað síðastliðið sumar. Einnig bið ég Guð
ríkulega að blessa ykkur fyrir að senda
andvirði Stjörnunnar og oft gjafir til líkn-
arstarfs vors um leið. Þetta verður aldrei
þakkað eins og það er vert, en ég fulltreysti
því, að Guð muni í upprisu réttlátra endur-
gjalda þúsundfalt alt, sem gjört hefir verið
af kærleika til hans og barna hans.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegar kom-
andi hátíðar. S. Johnson