Stjarnan - 01.04.1954, Síða 4
28
STJARNAN
munum vér þurfa að breyta ýmsu í bæn
vorri.
Vér þurfum að biðja hver fyrir öðrum.
Hversu hughreystandi það er að vita að
Guðelskandi hjörtu biðja fyrir oss. Ég er
viss um, að margir, sem lesa þetta, hafa
reynt erfiðleika af ýmsu tagi, en svo
greiddist til í loftinu, sólin náði að skína
og himneskur friður fylti sál vora.
Guð hefir mint einhvern á að biðja
fyrir oss. Þegar Guðs andi hvetur þig til
að biðja fyrir einhverjum stríðsmanni
Krists, jafnvel þó lönd og höf séu á millí
ykkar, þá vertu viss um að hann þarfnast
fyrirbæna. Bið fyrir honum og það tafar-
laust.
Hve sorglegt væri það, ef einhver
stríðsmaður Krists biði ósigur á tíma
reynslu og freistinga af því vér hefðum
vanrækt að biðja. Samúel spámaður áleit
vanrækslu á bæn fyrir Guðs fólki væri
synd. „Fjarri sé það mér að syndga móti
Drotni með því að hætta að biðja fyrir
yður“. 1 Sam. 12:23.
—J. L. TUCKER
---------*----------
Hvað bæn getur gjört fyrir þig
Þegar nafnkunnur vísindamaður eins
og Dr. Alexis Carrell talar um bæn í sinni
eigin reynslu þá veita menn því ná-
kvæma eftirtekt. Skömmu fyrir andlát sitt
skrifaði þessi nafnfrægi læknir í tíma-
ritið „Readers Digest“ grein með fyrir-
sögninni: „Bænin er kraftur“. Hann sagði
meðal annars: „Bæn er voldugasta aflið,
sem hægt er að framleiða. Ef þú venur
þig á að biðja stöðugt og einlæglega, þá
mun verða sjáanleg breyting á lífi þínu.
Bænin setur innsigli sitt á störf vor og
áform“.
Þeir sem sjálfir hafa iðkað stöðuga
bæn eru alveg á sömu skoðun og Dr.
Carrell. Einhver dýpsti og innilegasti
fögnuður lífsins er iðkun bænarinnar og
árangur hennar. „Hvað sem vér biðjum
um fáum vér hjá honum“. Bænin sam-
einar oss honum sem er uppspretta allrar
blessunar og krafta, vorum himneska
föður, sem einn getur fullnægt öllum þörf-
um hjartans. Bænin er hið þýðingarmesta
starf, sem maður getur unnið, hún veitir
manni frið og þá hjálp, sem maður biður
um. Það er alveg óskiljanlegt, að menn
og konur skuli vanrækja daglega stöðuga
bæn. Athugum nú nokkuð af því, sem
bænin getur gjört fyrir oss.
Bæn skýrir skilning vorn. Hugsanir
fjölda fólks eru allar á ringulreið nú á
dögum, menn eru órólegir og vita ekki
hvað þeir skuli gjöra, eða hvernig þeir
eigi að snúa sér. Óvissa hvílir, ekki ein-
ungis yfir ástandi heimsins og viðskifta-
lífi þjóðanna, heldur einnig yfir hversdags
kringumstæðum einstaklingsins. Spurn-
ingin er: Hvað eigum vér að gjöra, hvernig
eigum vér að snúa oss?
Munið þér eftir sögunni í Biblíunni um
.Elísa og þjón hans? Þjónninn var ótta-
sleginn, eins og margir eru í dag, hann sá
enga'n veg til frelsunar. En spámaðurinn
bað til Guðs; von og öryggi veittist hjört-
um þeirra. Lesið söguna 1 annari Kon-
ungabók 6. kapítula. Elísa var biðjandi
maður, hann var óhræddur. Það er dýr-
mætt og dásamlegt að líta til Guðs. Það
var Davíð konugur, sem sagði: „Að
morgninum vil ég . . . . líta upp“. Það er
ætíð bezta aðferðin til að mæta fram-
tíðinni.
Bæn hrekur ' áhyggjur í burtu. Orð
Jesú í Lúk. 21. kap. benda á hvað hann
sá, er hann leit gegn um aldirnar niður
til vorra tíma.
„Menn munu gefa upp öndina af ótta
og kvíða fyrir því er koma mun yfir heims-
bygðina“. Aldrei hefir mannkynið haft
eins miklar áhyggjur eins og nú.
Verzlunarmaður einn lagði svo mikið á
sig, að hann gat alls ekki sofið. Hann'fór
til ýmsra sérfræðinga og dvaldi margar
langar vikur á heilsuhælum, en svefn-
leysið þjáði hann stöðugt. Hann var jafn-
vel farinn að hugsa um að stytta eymarlíf
sitt. Svo eina nótt, þegar honum leið ákaf-
lega illa, þá datt honum í hug að biðja.
Hann opnaði hjarta sitt fyrir Jesú frels-
ara sínum og bað hann um náð og hjáip.
Hann gaf sig algjörlega í hönd frelsara
síns og svaf svo rólega í fullar þrjár
klukkustundir. Hann sagði seinna: „Síðan
hef ég beðið á hverju kvöldi og get sofið
rólega 5—6 klukkustundir á hverri nóttu.
Ég segi Jesú frá erfiðleikum mínum og
afhendi honum þá“.
Bæn styrkir taugarnar. Vér þurfum