Velferð - 01.05.2018, Side 8
c
Formannafundur Hjartaheilla 2017
Öflug og vaxandi starfsemi
Hinn 8. desember 2017 var haldinn reglulegur formanna-
fundur Hjartaheilla í fundarsal SÍBS að Síðumúla 6 og hófst
hann klukkan 13:00. Fundinn sátu um tuttugu formenn og
lykilmenn í starfi Hjartaheilla.
í upphafi fundarins var tuttugu félögum veitt heiðursmerki
Hjartaheilla og skjal því til staðfestingar, en formaður tók
fram í ávarpi sínu að allt hefði þetta fólk unnið Hjartaheill-
um ómetanlegt starf, hvert á sínu sviði. Áður hafa alls þrjátíu
og fimm félagar hlotið heiðursmerki samtakanna. Eftirtaldir
voru heiðraðir að þessu sinni:
Guðrún Bergmann Franzdóttir, Haraldur Finnsson, Hjörtur
Hermannsson, Magnús Þorgrímsson, Margrét Albertsdótt-
ir, Pétur Bjarnason, Sigurður Helgason, Gísli J. Júlíusson,
Auður Ingvarsdóttir, Guðmundur R. Óskarsson, Karlotta
Jóna Finnsdóttir, Sigurður Aðalgeirsson, Friðrik Ingvarsson,
Garðar Helgason, Valur Stefánsson, Valbjörg Jónsdóttir, Ólaf-
ur Magnússon, Guðný Sigurðardóttir, Björg Björnsdóttir og
Ólöf Sveinsdóttir.
Eins og ávallt var aðalefni formannafundar skýrsla um störf
Hjartaheilla á starfsárinu fram að fundinum, og helstu við-
fangsefni framundan. Auk þess var rætt um starf deildanna,
sem er mismunandi en fer yfirleitt heldur minnkandi ár frá
ári.
Formaður Hjartaheilla og jafnframt SÍBS, Sveinn Guðmunds-
son, setti fundinn. Fundarstjóri var Valgerður Hermanns-
dóttir og fundarritari Ásgeir Þór Árnason.
Formaður flutti skýrslu stjórnar, sem er yfirlit um starfsemi
samtakanna árið 2017. Hér á eftir eru helstu atriði úr henni:
Skrifstofa Hjartaheilla
Á skrifstofu Hjartaheilla starfa þau Guðrún Bergmann Franz-
dóttir, skrifstofustjóri, Kjartan Birgisson, fulltrúi í hlutastarfi
og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri. Auk þeirra er
Karlotta Jóna Finnsdóttir bókari og Guðmundur R. Óskars-
son löggildur endurskoðandi félagsins, en Pétur Bjarnason
ritstýrir Velferð, málgagni Hjartaheilla.
Slcrifstofa samtakanna var lokuð í júlímánuði og tóku þá allir
starfsmenn sumarleyfi. Sú ákvörðun lcorn vel út og mun þessi
háttur verða hafður á framvegis.
Samstarf Hjartaheilla við Lyfsalann Glæsibæ og Artasan
Þá sagði formaður frá samstarfssamningum við Lyfsalann í
Glæsibæ og Artasan, sem gerðir voru á árinu. Félagsmenn
Hjartaheilla fá afsláttarkjör í apótekinu. Artasan flytur inn
Microlife blóðþrýstingsmæla sem Hjartaheill hefur notað í
mörg ár. Með samningnum fá Hjartaheill nú 500 krónur af
hverjum seldum mæli.
Nánar var greint frá þessum samningum í maíblaði Velferðar
2017. Það er aðgengilegt á vef Hjartaheilla.
Þorrifundarmanna á formannafundinum.
Tveir fyrrum formenn Neistans, Valur
Stefánsson og Guðrún Bergmann Franzdóttir.
8 Málgagn Hjartaheilla