Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 7
Veggmerkingarfyrir hjartastuðtceki.
mun meiri áhætta er á alvarlegum hjartsláttartruflunum og
hjartastoppi. Ofþykktarhjartavöðvakvilli liggur, sem fyrr seg-
ir, gjarnan í fjölskyldum og því mikilvægt að skoða nákomna
ættingja þeirra sem hafa þennan vanda. Stundum getur
erfðarannsókn hjálpað við greiningu.
Til frumkominna raflífeðlisfræðilegra raskana teljast sjúk-
dómar eins og heilkenni lengingar á QT bili. Stökkbreytingar
í ákveðnum þekktum genum geta valdið þessum sjúkdómi
og leiða gjarnan til einkennandi lengingar á svokölluðu
QT bili hjartalínurits. Það er hins vegar ekki að finna neina
sýnilega galla á hjartanu sjálfu og þar af leiðandi sést þetta
vandamál ekki beint við krufningu. Nokkrir aðrir sjúkdómar
eru í þessum flokki frumkominna raflífeðlisfræðilegra rask-
ana en þeir eru mjög sjaldgæfir hérlendis. Tíðni heilkennis
lengingar á QT bili hefur verið talið um það bil einn af
hverjum 2000 á Vesturlöndum. Ef einstaldingur greinist með
þennan sjúkdóm þarf því að skoða nána ættingja með hjarta-
línuriti og oftast er gerð erfðarannsókn til að kortleggja
betur hvaða stökkbreyting á í hlut. Alla jafna fylgja engin
sérstök einkenni lengingu á QT bili nema ef fram koma
alvarlegar hjartsláttartruflanir sem geta leitt til yfirliðs eða
skyndidauða. Því lengra sem QT bilið er þvf meiri er áhætt-
an á hjartastoppi alla jafna.
Ef ofvaxtarhjartavöðvakvilli eða heilkenni lengingar á QT
bili greinast hjá einstaklingum er oftast mælt með fyrir-
byggjandi meðferð gegn hjartsláttartruflunum. Algengast er
að nota lyf af flokki svokallaðra beta blokka. Þessi lyf gagnast
vel til að draga úr áhættu á alvarlegum hjartsláttartruflun-
um. í völdum erfiðum tilvikum þarf að íhuga ísetningu á
bjargráð (ígrætt hjartarafstuðtæki) í fyrirbyggjandi tilgangi.
Ef einstaklingur lifir af hjartastopp er skilyrðislaus ábending
fyrir bjargráð til að koma í veg fyrir að slíkur atburður
endurtaki sig.
Sem fyrr segir er mikilvægt að reyna að lcomast að orsökum
hjartastopps. Hjá þeim sem eru endurlífgaðir og lifa af er
margvíslegum rannsóknum beitt til að komast að orsökinni.
Hjá þeim sem látast skyndilega án augljósrar skýringar er
langoftast framkvæmd krufning. Þrátt fyrir mjög ítarlegar
rannsóknir finnst orsök fyrir hjartastoppi ekki í um þriðj-
ungi þeirrra sem látast undir fertugu. í slíkum tilvikum er
stundum beitt erfðarannsóknum en sennilega ætti að gera
það enn oftar en nú er gert. Heilraðgreining erfðamengis
er nýr og afar áhugaveður kostur í tilvikum sem þessum. f
mörgum tilvikum getur einnig verið nauðsynlegt að skoða
nákomna ættingja.
Hjartastopp hjá ungu fólki eru ekki sjaldgæf og orsakirnar
aðrar en hjá þeim sem eru komnir fram yfir miðjan aldur.
Mikilvægt er að rannsaka þessa sjúklinga ítarlega til að reyna
að komast að undirliggjandi vanda. Það eykur líkur á mark-
vissri meðferð til að fyrirbyggja annað hjartastopp hjá þeim
sem eru endurlífgaðir og sömuleiðis hjá ættingjum þeirra
sem greinast með arfgengar orsakir.
Grein þessi var rituð vegna Hjartamánaðar GoRed og birtist
áður í GoRed blaðinu ífebrúar 2018. Birt hér með góðfúslegu
leyfi höfundar.
Ilbelladonnan
Skeifunni 8, 108 Rvík, S: 517-6460, www.belladonna.is
BLUELAG00N
ICELAND
Alþýðusamband fslands
Velferð 7