Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 11
Ásgeir Þór fundarritari.
hefur hreyfmg, mataræði, líkamsklukkan og jafnvel hugsanir
áhrif á heilsu og langlífi? Einnig var rætt um hvernig komandi
kynslóðir geti lifað í sátt og samlyndi við lífríki jarðarinnar.
Ráðstefnugestum var boðið upp á heilsufarsmælingar á með-
an ráðstefnan stóð yfir og fengu 35 einstaklingar mælingu
þennan dag - erlendu gestirnir áttu eiginlega ekki orð yfir
það að Hjartaheill og SÍBS gætu staðið fyrir svona öflugu
forvarnarverkefni og það án gjaldtöku. Það voru glaðir starfs-
menn sem héldu heim fullvissir um að þetta verkefni væri
forvörn af bestu gerð.
Alþjóðlegi hjartadagurinn
Alþjóðlegur hjartadagurinn er haldinn 29. september ár
hvert. Á íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn
og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan. Ellefta hjarta-
dagshlaupið fór fram laugardaginn 23. september s.l. við erf-
iðar aðstæður. Hlaupnir voru 5 og 10 km að venju. Þann 29.
september 2017 kl. 17:00 var hjartagangan haldin. Gengið var
um Elliðaárdalinn undir forystu Hjartaheilla. Veðrið lék við
göngufólk á meðan ganga stóð yfir en hún var fámenn.
Heilbrigður lífsstíll er mikilvægasta forvörn gegn hjarta- og
æðasjúkdómum og var þema hjartadagsins í ár er Share the
Power.
Annað líf
Hjartaheill hefur tekið virkan þátt í samstarfsverkefninu
„Annað líf". Er þar íjallað um málefni Iíífæragjafa og líffæra-
þega og áfram lögð áhersla á að ná fram breytingu á lögum
um líffæragjafir þannig að meginreglan verði „ætlað sam-
þykki".
Fjölmörg félög standa að þessu verkefni en okkar fulltrúi
í hópnum er Kjartan Birgisson sem hefur að mestu leitt
verkefnið. Þá hafa fulltrúar frá íslandi þrisvar tekið þátt í
„Heimsleikum líffæraþega". en í ár var Kjartan Birgisson eini
þátttakandinn frá íslandi. Leikarnir fóru fram á Malaga á
Spáni. Hjartaheill styrkti Kjartan með því að greiða þátttöku-
gjaldið fyrir hann.
Kjartan Birgisson og Kristján Smith.
Söfnunarbaukar
Kjartan Birgisson hefur séð um losun söfnunarbauka á höf-
uðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Þessi fjáröflun er
samtökunum afar mikilvæg og er orðin ein af stærstu tekju-
lindum samtakanna. Gera þarf sérstakt átak í því að fjölga
söfnunarbaukum á landsbyggðinni. I sumar tók gamla kemp-
an Rúrik Kristjánsson tímabundið við að losa söfnunarbauka
á höfuðborgarsvæðinu og eru honum færðar bestu þakkir
fyrir.
Velferðarráðuneyti styrkir
Þó nokkur vinna er lögð í að skila inn greinargóðum umsókn-
um til Velferðarráðuneytisins. Eins og undanfarin ár voru
umsóknirnar þrjár þ.e. til reksturs samtakanna, fræðslu- og
forvarnarverkefnisins og til útgáfumála. Á síðasta ári fengu
samtökin 7.000.000,- kr. en styrkurinn fyrir árið 2017 var
skorinn niður í 6.500.000,- kr.
Stórsveit SÍBS
Frá árinu 2000 hefur verið starfrækt hljómsveit sjálfboðaliða
sem kennd er við SÍBS. Þessi hljómsveit hefur allar götur
síðan leikið á jólaböllum á vegum ýmissa félagasamtaka s.s.
hjá Neistanum, Foreldrafélagi Öskjuhlíðarskóla, Astma- og
ofnæmisfélagi fslands, Foreldrasamtökum fatlaðra og SÁÁ
svo eitthvað sé nefnt. Hljómsveitameðlimir eru flestir tengdir
Hjartaheill og SÍBS á einhvern hátt og þegar allir mæta eru
um 15 manns á sviðinu.
Hjartavinir - fjölgun félagsmanna
f septembermánuði hófu samtökin átak í að fjölga félags-
mönnum. Öflun ehf. sem hefur séð um söfnun styrkja í Vel-
ferð tók að sér þetta verkefni sem felst í því að hringja í lands-
menn og bjóða þeim að gerast Hjartavinir og greiða kr. 3.900
á ári. Alls hafa 1.469 einstaklingar gerst Hjartavinir á árinu
2017. Þetta verkefni er tímalaust og mun halda áfram næstu
árin. Félagafjöldi Hjartaheilla er nú kominn upp í tæplega
4.400 og hafa aldrei verið fleiri.
Velferð 11