Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 21
Forvarnaverkefni
Hjartaheilla og SIBS
Hjartaheill hafa um langt skeið staðið að heilsufarsmælingum meðal almennings. SÍBS hefur jafnan stutt við þetta
starf en á síðustu árum hefur komist á formlegt samstarf milli þessara samtaka ásamt fleiri aðildarfélgum SÍBS með
eflingu forvarnastarfsins. Heilsufarsmælingar hafa verið gerðar um allt land í góðu samstarfi við heilsugæslustöðv-
ar og heilbrigðisstarfsfólk á hverjum stað. Starfsfólkið eru sjálfboðaliðar á vegum félaganna, starfsmenn þeirra og
hjúkrunarfræðingar bæði á vegum Hjartaheilla og SÍBS og frá viðkomandi stöðum.
Þúsundir hafa mætt í mælingar
Ótímabær dauðdagi af völdum hjartasjúkdóma er óásætt-
anlegur og hlýtur öll sú starfsemi sem lýtur að fræðslu og
forvörnum og því að upplýsa fólk sem allra best um aðstæð-
ur þess, að vera af hinu góða - þar með taldar mælingar
þær sem Hjartaheill og SÍBS standa fyrir.
Samtals hafa frá fyrstu mælingu árið 2000 og til þessa dags
verið mældir 15.689 einstaklingar á 142 stöðum um land
allt. Sem betur fer hefur mikill meirihluti þessa fólks verið
með öll sín gildi í lagi en margir hafa einnig fengið upplýs-
ingar um að þeir þyrftu að skoða sín mál betur, breyta lífs-
háttum eða leita sér lækninga. Þó e.t.v. megi benda á einstök
tilfelli þar sem mælingar hafa leitt fólk til læknis, en heim-
sóknin þangað reynst óþörf, eru hin tilvikin miklu fleiri þar
sem upplýsingarnar sem fólk hefur fengið um ástand mála,
hafa reynst mikilvægar fyrir heilsu þess, leitt til breyttra
lífshátta og jafnvel komið í veg fyrir dauðsföll.
Hér á eftir fer yfirlit um mælingastarf í samstarfi þessara
aðila á síðasta ári.
Mælingar á Vesturlandi
Laugardaginn 4. febrúar lögðu 13 einstaklingar frá SÍBS,
Samtökum lungnasjúklinga og Hjartaheillum í mælingaferð
um Snæfellsnesið. Mælt var í Ólafsvík, Grundarfirði Stykk-
ishólmi. Ferðin tók tvo daga, en síðar í sama mánuði var
mælt á Akranesi og í Borgarnesi og var það einnig tveggja
daga verkefni.
Allar mælingarnar fóru fram á viðkomandi heilsugæslu-
stöðum og í góðri samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands sem útvegaði okkur hjúkrunarfræðinga á hverjum
stað og færum við þeim okkar hjartans þakkir fyrir gott
samstarf og íbúum fyrir góða þátttöku.
Að sögn hjúkrunarfræðinganna sem störfuðu með okkur
var mikið um nýgreiningar þ.e. fólk hafði ekki vitneskju um
of há gildi eins og blóðfitu, blóðsykur, blóðþrýsting og súr-
efnismettun. Fólki með lága súrefnismettun var boðið í frá-
blástursmælingu sem Aldís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur
á Reykjalundi sá um.
Alls þáðu 734 einstaklingar á Vesturlandi ókeypis mælingu.
Mælingar á Vestfjörðum - taka 1
Dagana 9. til 12. maí 2017 fóru fram mælingar á Vestfjörð-
um. Lagt var af stað á tveimur bílum og hélt annar hópur-
inn í Búðardal og mældi 22 einstaklinga og hinn kom við
á Reykhólum þar sem 22 fengu mælingu. Að mælingum
loknum var haldið á Patreksfjörð þar sem 82 einstaklingar
voru mældir.
Daginn eftir var haldið á Tálknafjörð þar sem 58 einstak-
lingar fengu mælingu og á Bíldudal voru 49 einstaklingar
mældir. Ljóst var að ferðinni yrði ekki haldið áfram vegna
ófærðar og var því ákveðið að fara aftur á Patreksfjörð og
vona að veðrið yrði betra daginn eftir. Eftir góðan morgun-
verð á Patreksfirði var haldið af stað aftur þó svo að veður-
útlit væri ekki gott - á Bíldudal var okkur tjáð það að við
færum ekki lengra næstu daga og var þá ákveðið að annar
bílinn héldi heim en hinn færi á Drangsnes og framkvæmdi
mælingar þar og á Hólmavík daginn eftir.
Velferð 21