Velferð - 01.12.2018, Síða 3
Frá ritstjóra
Hjartaheill í þrjátíu og fimm ár
Hjartasjúkdómar hafa löngum verið til staðar en það var
ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem þeir fóru að
færast í aukana. Nú er talað um lífsstílssjúkdóma, þ.e. þá
sjúkdóma sem hafa komið til sögunnar eftir að við fórum
að hafa það betra, fengum nægan mat og þurftum minni
hreyfingu og erfiði í vinnu okkar. Áður herjuðu á okkur
skortsjúkdómar af ýmsum toga og berklarnir voru skæðir
á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.
Lengi vel höfðum við ekki þekkingu, búnað eða mannafla
til að bregðast við þessum nýja vanda. Það eru aðeins
þörutíu ár síðan hjartalækningar íslendinga fóru að miklu
leyti fram erlendis, í London eða Ameríku. Eftir því
sem þessi vandi jókst og fleiri sérfræðingar sneru heim
frá námi erlendis varð ljóst að við svo búið mátti ekki
standa, enda var staðan þannig þá, að um 50% dauðsfalla
mátti rekja til hjarta- eða æðasjúkdóma og biðlisti var að
komast í aðgerðir erlendis. Oft þurfti einn eða fleiri úr
fjölskyldunni að fylgja sjúklingnum eftir og þetta ferli var
afar dýrt.
Árið 1983 var gefin heimild til þess hefja hjartaskurðað-
gerðir hér á landi. Menntaðir læknar voru til staðar en
nánast enginn tækjabúnaður og því úr vöndu að ráða.
Landssamtök hjartasjúklinga, sem nú heita Hjartaheill,
voru stofnuð 1983 með það að aðalmarkmiði að safna fé
til tækjakaupa og búnaðar svo hægt yrði að fá þessa þjón-
ustu hingað heim. Margir þeirra sem stóðu að stofnun-
inni höfðu reynt á það á eigin skinni hvernig var að þurfa
að sækja þessa lífsnauðsynlegu þjónustu til útlanda.
Kjörorðið varð snemma: „Tökum á ... tækin vantar", og
eldmóður og atorka stofnendanna var ótrúleg. f upp-
hafi var safnað fyrir hjartasónartæki, sem var afhent
Landspítalanum og fljótlega fylgdi hjartaþræðingartæki
og hjartasíritar með hugbúnaði. Þannig var haldið áfram
með góðum árangri enda var fljótlega farið að gera flestar
aðgerðir hér heima.
Á þeim þrjátíu og fimm árum sem liðin eru frá stofnun
Hjartaheilla hefur sem betur fer margt breyst á sviði
hjartalækninga á íslandi. Hér er til staða hátæknibúnaður,
þrautreynt og vel menntað starfslið og aðstaðan gefur
ekki eftir því besta sem þekkist erlendis.
Ekki er ætlunin hér að þakka samtökunum allt þetta en
hitt er óumdeilt að þau hafa lagt þung lóð á vogarskálarn-
ar. Söfnunarfé Hjartaheilla og deildanna vítt um landið
á þessum tíma má mæla í milljörðum á núvirði og hefur
sannarlega auðveldað þessa þróun.
Hjartaheill og önnur sambærileg samtök eru ómetanleg
í þjóðfélaginu og hafa reynst árangursrík leið til að virkja
vilja og samstöðu almennings til góðra verka.
Pétur Bjarnason
Efni blaðsins
3 Frá ritstjóra
4 Pistill formanns
5 Aðalfundur Hjartaheilla 2018
8 Yfirlit um hjartalækningar á fslandi
11 41. sambandsþing SÍBS
12 Hjartaheill í 35 ár
17 Hjartaheill starfsárið 2018
18 Deildir Hjartaheilla
20 Þegar þokunni léttir
23 Fréttapistill úr Þingeyjarsýslum
24 Golfmót Hjartaheilla
25 Vátrygginafélögin styrkja Hjartadeild
26 Ætlað samþykki lögfest
Velferð Æ
málgagn og fréttabréf Hjartaheilla.
Útgefandi: Hjartaheill, Síöumúla 6,
108 Reykjavík, sími: 552 5744.
Heimasíða Hjartaheilla: hjartaheill.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Pétur Bjarnason.
Ritnefnd: Ásgeir Þór Árnason,
Sveinn Guðmundsson
Prentun og umbrot: GuðjonO ssr
Forsíðumynd: Kvöldsól og regnbogi á
Haganesi séð frá Bíldudal
Ljósmynd: Pétur Bjarnason,
21. júlí 2016, kl. 23:15
Upplag: 7.100
Aðsendar greinar eru á ábyrgð höfunda.
Velferð 3