Velferð - 01.12.2018, Side 6

Velferð - 01.12.2018, Side 6
Þrír úrframvarðasveit Hjartaheilla, Kjartan Birgisson, Kristján Smith og Guðmundur R. Óskarsson. og GoRed verkefninu sem leggur megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Hjartaheill hafa tekið virkan þátt í kynn- ingarstarfi GoRed samtakanna ásamt fleiri félögum Mælingastarf og viðburðir Þá hafa Hjartaheill og SÍBS staðið fyrir mælingum á blóð- þrýstingi, blóðfitu og blóðsykri, púls og súrefnismettun í blóði verið mæld, gerð öndunarpróf, mittismál og grip- styrkur mæld. Þátttakendum býðst einnig að taka þátt í lýðheilsukönnuninni - Líf og Heilsa. Fjallað hefur verið um þessar mælingar í Velferð. Hjartaheill styrkti íjóra hjúkrunarfræðinga af Reykjalundi til námsferðar til að skoða endurhæfingarstöðvar í Þýskalandi. Hjartaheill tók þátt í sýningunni Fit og Run í Laugardals- höll í ágúst í samvinnu við Neistann. Hjartaheill gaf þá boli sem Margt smátt gaf samtökunum. Reykjavíkurmaraþon íslandsbanka var hlaupið 20. ágúst 2017. Mikil stemning var og safnaðist 363.571 króna til Hjartaheilla. Hjartaheill þakkar öllum hlaupurum sem hlupu fyrir samtökin hjartanlega fyrir stuðninginn. Ellefta hjartadagshlaupið fór fram laugardaginn 23. septem- ber s.l. Hlaupnir voru 5 og 10 km að venju. Þann 29. sept- ember 2017 kl. 17:00 var svo hjartagangan haldin. Annað líf Hjartaheill hefur tekið virkan þátt í samstarfsverkefninu „Annað líf“. Er þar fjallað um málefni líffæragjafa og líffæra- þega og áfram lögð áhersla á að ná fram breytingu á lögum um líffæragjafir þannig að megin reglan verði „ætlað sam- þykki". Fjölgun félagsmanna I septembermánuði hófu samtökin átak í að fjölga félags- mönnum. Öflun ehf. sem hefur séð um söfnun styrkja í Velferð tók að sér þetta verkefni sem felst í því að hringja í landsmenn og bjóða þeim að gerast Hjartavinir og greiða Úr fundarsal. 3.900,- kr. á ári. Alls hafa 1469 einstaklingar gerst Hjartavinir á árinu 2017. Þetta verkefni er tímalaust og mun halda áfram næstu árin. Formannafundur Hjartaheilla var haldinn 8. desember 2017 í Síðumúla 6, Reykjavík. Nítján félagsmönnum voru þar veitt heiðursmerki Hjartaheilla. Meðal þess sem kynnt var á fundinum var breyting á sam- ræmdum lögum fyrir deildir Hjartaheilla að starfa eftir. Eftir að formaður hafði flutt skýrslu sína kynnti Guðmundur R. Óskarsson og skýrði ársreikninga Hjartaheilla og Styrkt- arsjóðs hjartasjúklinga fyrir síðustu þrjú ár og voru þeir samþykktir. Styrktarsjóður hjartasjúklinga til Hjartaheilla Formaður las bréf frá stjórn Hjartaheilla og Styrktarsjóðs hjartasjúklinga þess efnis að leggja bæri styrktarsjóðinn niður og færa allar eignir sjóðsins til Hjartaheilla. Ástæð- ur þessarar beiðni er er að tekjur sjóðsins hafa farið ört minnkandi, m.a. vegna þess að sala minningakorta er að miklu leyti úr sögunni, og Hjartaheill hefur að mestu annast styrkveitingar til einstaklinga, sem og tækjakaupa. Fjármunir sjóðsins verða áfram notaðir í sama tilgangi og fyrr, þ.e. að styrkja efnaminni hjartasjúklinga, og til tækjakaupa, sem einnig munu nýtast íslensku þjóðinni. Þá mun kostnaður minnka við þessar breytingar, m.a. vegna auglýsinga, bók- halds og endurskoðunar. Tillagan var samþykkt. Ályktun frá aðalfundi: „Aðalfundur Hjartaheilla 2018 lýsir yfir miklum áhyggjum varðandi stöðu mála vegna breyttra aðstæðna sem geri að- gengi að sérfræðiþjónustu hjartalækna erfiðar". Stjórnarkjör Eftirtaldir skipa stjórn Hjartaheilla til næstu þriggja ára: Sveinn Guðmundsson Reykjavík formaður Aðrir stjórnarmenn: 6 Máigagn Hjartaheilla

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.