Velferð - 01.12.2018, Qupperneq 10

Velferð - 01.12.2018, Qupperneq 10
Fyrsta opna hjartaaðgerðin hér á landi fór fram árið 1986 og þá hófust einnig innæðaaðgerðir og kransæðavíkkun með stoðneti. ísetning bjargráðs fylgdi í kjölfarið. Endurhæfing hjartasjúklinga var komið á fót Reykjalundi um svipað leyti. Hjartaaðgerðir á börnum hófust á tíunda áratugnum. íslensk erfðagreining tók til starfa. Brennsluaðgerð á leiðslukerfi. Fóðrun ósæðargúla. Brennsluaðgerðir á gáttatifi hófust upp úr aldamótunum 2000 og þá farið að beita kælimeðferð eftir hjartastopp.2 Á síðustu þrjátíu árum hefur orðið bylting í meðferð hjarta- sjúkdóma og að sögn hjartalækna má búast við mikilli fram- þróun áfram. Þá er sérhæfing hjartalækna innan greinarinn- ar orðin mun meiri en áður þekktist. Sem dæmi um nýjungar sem hafa breytt miklu í meðferð hjartasjúklinga má nefna ný blóðþynningarlyf, næmari mælingar á hjartaensímum, notkun blóðflæðismælinga í kransæðum til að meta þrengingar, ísetning hjartaloka með þræðingartækni, framþróun í notkun gangráða, og bjarg- ráða, brennsluaðgerðir við gáttatifi og gáttaflökti og þrí- víddarhjartaómun. Aðgerðaþjarki til skurðlækninga var tekinn í notkun á Landspítala í ársbyrjun 2015. Hann nýtist vel við margvís- legar brjóstholsaðgerðir, þar með taldar hjartaaðgerðir. Á síðari árum hefur orðið allmikil nýliðun í þessari grein. Árið 2015 voru starfandi hjartalæknar á landinu 37, en að auki fimm hjartaskurðlæknar og fimm barnahjartalæknar. Þá voru að líkindum á þriðja tug íslenskra hjartalækna starfandi erlendis, sumir þeirra í sérnámi, en fjöldi hjartalækna flutti út eftir efnahagshrunið.3 í þessu yfirliti hefur verið drepið á það helsta sem gerst hefur á sviði hjartalækninga frá því þær fóru að eflast vegna fram- fara á þessu sviði á sjöunda áratug síðustu aldar. Vafalaust er það ýmislegt ótalið og annað í ósamstæðum stiklum, en vonandi gefur það nokkra hugmynd um þróunina sem orðið hefur á þessu sviði á síðustu áratugum. Hvað sem öðru líður þá hefur náðst gífurlegur árangur í baráttunni við hjartasjúk- dóma hér á landi, einhver sá besti sem náðst hefur á Norð- urlöndum Það er fagnaðarefni, ekki síst þar sem Norðurlönd standa vel í þessum efnum. Hér hefur verið drepið á helstu þætti í þróun hjartalækninga hér á landi af miklum vilja en lítilli þekkingu. Samantektin var send nokkrum helstu heimildarmönnum til yfirlestrar. Það kom undirrituðum á óvart að hvergi er enn að finna samantekt um þetta efni. Vonandi verður bætt úr því á næstu árum, því hér hefur þróunin verið ótrúlega hröð á örskömmum tíma. Pétur Bjarnason. 1. Árni Kristinsson. „Læknablaðið 100 ára. Hjartalækningar fyrir hálfri öld.“ Læknablaðið, 09. tbl. 100. árg. 2014. Stór hluti greinarinnar er unninn upp úr þessari heimild. 2. Gestur Þorgeirsson og Högni Óskarsson. „Stiklað yfir 100 ár í þróun læknisfræðinnar." Læknablaðið 10. tbl. 95. árg. 2009. Með þessari grein fylgdi yfirlit um helstu áfanga í þróun læknisfræði, sem hefur verið notað hér. 3. Þórarinn Guðnason. „Hjartalækningar, stór sérgrein í hraðri framþróun." Læknablaðið 12. tbl. 101. árg. 2015. Fáðu góðar vörur á góðu verði og láttu gott af þér leiða - þá vinna altir! Kíktu á heimasíðu múlalundar - www.mulalundur.is Þú pantar og víð sendum til þín hvert á land sem er Múlalundur | Vinnustofa SIBS Reykjalundur I 270 Mosfetlsbær Sími 562 8500 www.mulatundur.is MULALUNDUR Handavinna Við getum pakkað, brotið, merkt og ýmislegt annað Allt fyrir skrifstofuna Ritföng, pappír og aðrar skrifstofuvörur Möppur Úrval af möppum í ötturn stærðum og gerðum 10 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.