Velferð - 01.12.2018, Side 14
Yfirleitt var samvinna mjög góð milli SÍBS og LHS, þó
stundum væri meiningamunur á þingum. Aldrei urðu þessar
deilur þó að vinslitum og hin síðustu ár eru þessi gömlu skil
á milli aðildarfélaga eftir því hvernig þau tengdust SÍBS í
upphafi að þurrkast út og mega heita úr sögunni.
Fjáröflun - söfnunarkúlurnar
Sala minningarkorta varð afar góð góð tekjulind eftir stofn-
un styrktarsjóðsins og runnu tekjur af þeim beint í sjóðinn.
Merkjasala hófst árið 1985 og tókst vel Kjörorð þá var:
„Tökum á -tækin vantar". 1986 var kjörorðið: „Ert þú hjarta-
góður", 1988: „Söfnum kröftum", 1990: „Er hjartað á réttum
stað?“ og 1992: „Vinnum saman, verndum hjartað".
Rúrik Kristjánsson
lét á sínum tíma út-
búa bauk með nafni
og merki Landssam-
taka hjartasjúklinga
og lét liggja frammi
í Árbæjarapóteki.
Þar sem þetta gafst
vel voru gerðar
söfnunarkúlur úr
plasti og settar í tíu
apótek til viðbótar,
og þær skiluðu all-
ar góðum árangri.
Þessar söfnunarkúlur
Húsnæðismál
LHS var með aðstöðu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu fljót-
lega eftrir að starfsemi samtakanna hófst og til ársins 1998
að flutt var í húsnæði SÍBS í Suðurgötu 8, en árið 2002, flutt-
ist SÍBS í SÍBS húsið, Síðumúla 6 og þar er aðstaðan í dag.
Ingólfur Viktorsson var
skrifstofustjóri til ársins
1999, en þá tók við
starfi hans Rúrik Krist-
jánsson.
Ásgeir Þór Árnason,
kom til starfa sem
framkvæmdastjóri sam-
takanna síðar á sama ári
og hefur gegnt því starfi
síðan.
hafa verið í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, á
öllum útsölustöðum Nl, í öllum lyfjabúðum og fjölmörgum
verslunum. Þetta hefur reynst öflugasta og ódýrasta fjáröfl-
un samtakanna frá upphafi og hefur skilað ófáum krónum í
kassann.
Eggert Skúlason, varaformaður Hjartaheilla, hjólaði hringinn
í kringum landið á þremur vikum sumarið 2005 til fjáröfl-
unar fyrir Hjartaheill. Eggert lauk hringferðinni eftir u.þ.b.
1400 km. ferðalag á 15 dögum. Ferðin skilaði góðum tekjum
til Hjartaheilla og vakti verulega athygli á málstað félagsins.
Norrænu hjartasamtökin
LHS gerðist 1992 stofnaðili að sambandi norrænna hjarta-
samtaka, Nordisk Hjerte Union.. Átta landssamtök stóðu að
stofnuninni þar á meðal LHS. Framangreind samtök hittast
einu sinni á ári og skiptast á upplýsingum um félagsstarf,
fjáröflun, útgáfumál og fleira.
Neistinn - styrktarfélag hjartveikra barna
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnaður 9.
maí, 1995. Neistinn varð aðili að Hjartaheillum 1996 og
11. deildin innan raða þeirra. Sama ár lögðu Hjartaheill og
Rauði kross Islands fram fimmtán milljónir króna til kaupa á
hjartaómsjá fyrir börn ásamt handlækningatækjum.
Á vegum Neistans var stofnaður Styrktarsjóður hjartveikra
barna, árið 1997. Þá heldur Neistinn úti vefnum Hjarta-
gáttinni og hefur gefið út blaðið Neistann frá árinu 2004.
Hjartagangan
Hin árlega Hjartagangan var fyrst gengin 1991. Gangan
var fyrst og fremst hugsuð til þess að undirstrika hollustu
gönguferða fyrir landsmenn og hjartasjúklinga sérstaklega.
Alls tóku um 4.000 manns þátt í þessari fyrstu hjartagöngu.
Hjartagangan hefur verið árlegur viðburður á vegum hjarta-
sjúklinga og var framan af alltaf gengið um hásumarið, oft í
júní, en hin síðari ár oftast í september. Árið 2000 var stofn-
að til alþjóðlegs hjartadags, í september ár hvert, og féll það
vel saman við hjartagönguna, sem síðan var tengd þessum
degi. Þátttaka f hjartagöngunni hefur farið minnkandi ár
frá ári og er nú varla svipur hjá sjón. Að sama skapi hafa
vinsældir Hjartahlaupsins vaxið verulega, en Hjartavernd
stendur að því ásamt Hjartaheillum og fleirum.
14 Málgagn Hjartaheilla