Velferð - 01.12.2018, Síða 17

Velferð - 01.12.2018, Síða 17
Hjartaheill starfsárið 2018 Starfið var að mestu með hefðbundnum hætti. Á skrifstofu Hjartaheilla störfuðu Kjartan Birgisson, í hlutastarfi og Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri. Skrifstofan var lokuð í júlí og mun svo verða framvegis. Guðrún Bergmann Franzdóttir hætti störfum í lok síðasta árs eftir margra ára farsæl störf. Hún hefur lagt Hjartaheillum lið eftir sem áður með margvíslegum hætti. Hjartaheill og Lyfsalinn í Glæsibæ tóku upp samstarf í formi afslátta fyrir félags- menn Hjartaheilla og annarra aðildarfélaga SÍBS. Hjartaheill og Artasan undirrituðu samstarfssamning um sölu á Microlife blóð- þrýstingsmælum, en Hjartaheill hefur notað Microlife blóðþrýstingsmæla við mælingar um allt land undanfarin 15 ár með mjög góðum árangri Auk þess að bæta úr þörf félagsmanna Hjartaheilla fyrir að eignast slíka mæla þá fær Hjartaheill 500,- kr. af hverjum seldum mæli til starfsemi samtakanna. Mæl- ana er hægt að kaupa í apótekum um allt land og í SÍBS Versluninni í Síðumúla 6, Reykjavík. Febrúarmánuður var tileinkaður GoRed átakinu á ýmsan máta svo sem vant var en níu ár eru síðan ísland fór í samstarf með Alþjóðlegu hjartasamtökunum og GoRed verkefninu sem leggur megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Hjarta- heill hafa tekið virkan þátt í starfi GoRed samtakanna ásamt fleiri félögum. Efnt var til merkjasölu í apríl, sem gekk mjög vel og gaf hálfa fimmtu milljón króna. Þá hafa Hjartaheill og SÍBS staðið fyrir mælingum á blóðþrýstingi, blóðfitu, blóð- sykri, púls, súrefnismettun í blóði hefur verið mæld, gerð öndunarpróf, mittismál mælt og gripstyrkur. Þátttakendum býðst einnig að taka þátt í lýðheilsukönnun- inni - Líf og Heilsa. Fjallað hefur verið um þesar mælingar í Velferð. Hjartaheill styrkti á síðasta ári fjóra hjúkrunarfræðinga af Reykjalundi til náms- ferðar til að skoða endurhæfingarstöðvar í Þýskalandi. Hjartaheill tók þátt í sýningunni Fit og Run í Laugardalshöll í ágúst í samvinnu við Neistann. Hjartaheill útdeildi þá bolum sem Margt smátt gaf samtökunum. Það er vaskur hópur mœlingafólks sem fer í mœlingaferðir út um allt land. Hér er hann staddur á Norðurlandi. Reykjavíkurmaraþon íslandsbanka var hlaupið 18. ágúst 2018. Mikil stemning var og söfnuðust 363.571 krónur til Hjartaheilla. Hjartaheill þakkar öllum hlaupurum sem hlupu fyrir samtökin hjartanlega fyrir stuðninginn. Ellefta hjartadagshlaupið fór fram laugardaginn 23. september s.l. Hlaupnir voru 5 og 10 km að venju. Þann 29. september 2018 var hjarta- gangan haldin. Hjartaheill hefur tekið virkan þátt í samstarfsverkefninu „Annað líf“. Er þar íjallað um málefni líffæragjafa og líf- færaþega og áfram lögð áhersla á að ná fram breytingu á lögum um líffæragjaf- ir þannig að megin reglan verði „ætlað samþykki". Söfnunarbaukar á höfuðborgarsvæð- inu og á Keflavíkurflugvelli hafa verið samtökunum afar mikilvæg tekjulind og er orðin ein af stærstu fjáröflunum samtakanna. Á síðasta ári hófu samtökin átak í að fjölga félagsmönnum. Átakið hefur gengið afar vel og gerðust 1469 einstak- lingar Hjartavinir á árinu 2017, en fé- lagsmenn eru nú um 4.400 talsins. Aðalfundur Hjartaheilla var haldinn 14, september 2018 í Síðumúla 6, Reykjavík. Sagt er frá fundinum á öðr- um stað í blaðinu. Jólakortasalan fór fram í nóvember og desember, en vart verður við mikinn samdrátt í kortasölunni. Jólabingó Hjartaheilla og S.L. var haldið i des- ember 2017 og var mjög vel sótt. Þá spilaði Stórsveit SÍBS á jólaböllum fyrir Neistann og Astma- og ofnæmisfélagið og foreldrafélag fatlaðra eins og fyrri ár. VELFERÐ kom að vanda út tvisvar á árinu með fræðslu, fróðleik og fréttir. Samtökin hafa staðið að gerð og útgáfu á fræðslumyndum um hjartasjúkdóma, hjartaaðgerðir, endurhæfingu og forvarnir. Velferð 17

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.