Velferð - 01.12.2018, Síða 21
varpið er að flestu leyti samhljóða sambæri-
legum lögum sem sett hafa verið á hinum
Norðurlöndunum. Það er sömuleiðis í sam-
ræmi við rammasamning Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar (WHO, FCTC) um tóbaks-
varnir og álit fagráðs um tóbaksvarnir hjá
Embætti landlæknis. Með þessu frumvarpi
er settur rammi utan um sölu, gæðaeftirlit
og notkun rafsígarettunnar. Með því móti
er neytendavernd notenda rafsígar-ettunnar
tryggð um leið og öryggissjónarmiða er gætt
varðandi hættuna sem af þessari vöru getur
stafað. Réttur þeirra sem ekki veipa til að
anda að sér hreinu lofti er virtur.
Staðreyndin er sú að engar klínískar lang-
tímarannsóknir liggja fyrir um það hversu
skaðlegar rafrettur eru heilsu fólks. Hins
vegar eru ýmis teikn um að markviss
markaðssetning þessarar vöru gagnvart
börnum og unglingum hafi leitt til aukinnar
notkunar meðal þeirra. Nú veipa um 10%
framhaldsskólanema daglega og fjölgar þeim
með hverju árinu sem líður. Það er með öllu
óvíst hversu mörg þeirra munu leiðast út
í sígarettureykingar. Hins vegar er hlutfall
framhaldsskólanema sem reykja sígarettur
komið niður í um 5% og er það þróun sem
hefur hefur haldist stöðug síðustu áratugina
og hefur ekkert breyst eftir tilkomu rafsí-
garettunnar. Það er því óvarlegt að álykta að
aukin notkun rafsígarettunnar á allra síðustu
árum hafi stuðlað að því að unglingar hætti
að reykja. Hér virðist rafsígarettan koma
sem viðbót við reykingar unglinga.
I þessu máli skiptast menn í fylkingar, með
og á móti, og orðræðan er á köflum óvægin
og stundum ekki sérlega málefnaleg. Það
takast á hugmyndafræðilegir og menn-
ingarlegir afkimar (subculture) sem verja
með harðvítugum hætti þá afstöðu sína að
stjórnvöld eigi að skipta sér sem minnst af
innflutningi og sölu rafsígarettna._
Með frumvarpinu sem nú liggur fyrir Al-
þingi er þeim sem kjósa að nota rafsígarettur
frjálst að gera það áfram og einhverjum
þeirra mun takast að hætta reykingum með
þessari aðferð. Hins vegar innifelur það
ekki leyfi til að útsetja aðra fyrir veipgufu
sem hefur ófyrirséð heilsufarsleg áhrif á
þá sem fyrir því verða. Það eru sjálfsögð
mannréttindi að fá að anda að sér hreinu og
ómenguðu lofti. Sá réttur vegur þyngra en
réttur manna til óheftrar notkunar rafsígar-
ettna.
Árið 2018 er ekki lengur leyfilegt að reykja í
langferðabílum. Á meðan heilsufarsleg áhrif
veipgufunnar eru óþekkt er óásættanlegt að
engin lög nái yfir notkun rafsígarettunnar.
Til þess er of mikið í húfi.
Karl Andersen er hjartalœknir á Hjartagátt
Landspítala ogprófessor við læknadeild HÍ.
Landspítalinn í tölum
Það eru mikil umsvif á Landspítala alla daga. Hér að
neðan eru tekin tvö dæmi af heimasíðu spítalans, en þar
má jafna sjá á forsíðu svona yfirlit um starfsemi sem er í
gangi hverju sinni.
Landspítalinn 19.09.2018
2.616 eru við vinnu þessa stundina
• 6 sjúklingar eru á Hjartagátt
• 11 hafa útskrifast
• 4 börn hafa fæðst í dag
• 14 hafa lagst inn í dag
• 5 eru á bráðamóttöku barna núna
• 15 blóðgjafir í Blóðbanka
• 13 skurðaðgerðir í gangi
• 8 sjúklingar eru á bráða- og göngudeild
• 42 sjúklingar eru á bráðadeild Fossvogi
28.11.2018 um hádegisbil
2638 eru við vinnu þessa stundina
• 13 sjúklingar eru á Hjartagátt
• 18 hafa útskrifast
• 1 barn hefur fæðst í dag
• 18 hafa lagst inn í dag...
• 3 eru á bráðamóttöku barna núna
• 18 blóðgjafir í Blóðbanka
• 16 skurðaðgerðir í gangi
• 17 sjúklingar eru á bráða- og göngudeild
• 46 sjúklingar eru á bráðadeild Fossvog
Ég lifði af
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
HeartSine'
n
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Donna
Sími 555 3100 www.donna.i:
Velferð 21