Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 22
22 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 ÁGRIP Inngangur: Nýburagula orsakast af auknum styrk gallrauða í blóði nýbura fyrstu dagana eftir fæðingu. Sýnileg gula kemur fram hjá allt að 60% nýbura. Yfirleitt þarf ekki að meðhöndla nýburagulu, en ef styrkur gallrauða í blóði verður of hár getur hann valdið varanlegum skaða á miðtaugakerfi. Mæla má styrk gallrauða í blóði með tvennum hætti; blóðmælingu og húðmælingu. Húðmæling er hentug þar sem hún er sársaukalaus og niðurstaða fæst samstundis. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika blossamæla við mat á styrk gallrauða í blóði nýbura. Húðmæling er framkvæmd með blossamæli. Dräger JM103 blossamælir var notaður í rannsókninni. Efni og aðferðir: Afturskyggn samanburðarrannsókn var gerð á húðmælingum og blóðmælingum á gallrauða hjá nýburum. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám. Upplýsingum um meðgöngu, fæðingu og mælingu gallrauða var safnað. Alls voru 122 börn í rannsókninni. Niðurstöður: Fylgni milli húðgildis og blóðgildis var R2=0.7075. Fylgnin fór minnkandi þegar styrkur gallrauðans fór yfir 250 µmól/L, þannig að blóðgildið var þá oftast hærra en húðgildið. Blossamælirinn vanmetur því styrk gallrauða í blóði sé hann umfram 250 µmól/L. Ályktanir: Við teljum að húðmælingar við mat á nýburagulu hafi ásættanlega fylgni við blóðgildi á gallrauða upp að 250 µmól/L, en við hærri húðgildi sé rétt að taka blóðsýni til staðfestingar. Hugsanlega mætti fækka börnum sem fá alvarlega gulu með því að hvetja ljósmæður til að hafa lágan þröskuld við að blossamæla í heimaþjónustu. Lykilhugtök: Nýburagula, gallrauði, nýburar, blossamælir, húðmæling. INNGANGUR Nýburagula orsakast af auknum styrk gallrauða í blóði og vefjum nýbura fyrstu dagana eftir fæðingu og sýnileg gula kemur fram hjá allt að 60% þeirra (Maisels & McDonagh, 2008). Oftast er gulan lífeðlisfræðileg og stafar þá einkum af auknu niðurbroti rauðra blóðkorna, skertri getu lifrar til að skilja út gallrauða fyrstu dagana eftir fæðingu og aukinni endurupptöku gallrauða í þörmum. Yfirleitt þarf ekki að meðhöndla lífeðlisfræðilega gulu. Helsti þekkti orsakavaldur alvarlegrar gulu er misræmi milli blóðflokks móður og barns sem iðullega þarf að meðhöndla með ljósum og jafnvel blóðskiptum. Mikilvægt er að fylgjast vel með gulu hjá nýburum og hefja meðferð tímanlega, því ef styrkur gallrauða í blóði fer umfram bindigetu albúmíns getur hann komist yfir blóð-heila þröskuldinn og valdið alvarlegum skemmdum í miðtaugakerfi og varanlegri fötlun, ástand sem kallast kjarnagula. Áætla má styrk gallrauða í blóði nýbura með blossamæli út frá styrk gallrauða í húð. Blossamælir (e. transcutaneous bilirubinometer) notfærir sér lögmál um endurkast ljóss til að greina efni sem finna má hverju sinni í húð. Tækið sendir frá sér ljós af mismunandi bylgjulengdum og nemur síðan og greinir ljósið sem endurkastast frá húðinni (Engle, Jackson og Engle, 2014). Mælingin er ýmist gerð á enni eða bringubeini barnsins. Blossamælar eru einfaldir í notkun, mælingin er sársaukalaus fyrir börnin og ódýrari til lengri tíma heldur en blóðmælingin. Á rannsóknartímabilinu var blossamælirinn Dräger JM103 notaður á Landspítalanum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika húðmælinga við mat á styrk gallrauða í blóði nýbura. Efni og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn samanburðarrannsókn á húð- og blóðmælingu gallrauða hjá nýburum. Þar sem niðurstöður húðmælinga á gallrauða eru ekki skráðar rafrænt voru fengnar sjúkraskrár mæðra allra þeirra barna sem fóru í blóðmælingu á gallrauða á tímabilinu frá fyrsta september 2013 til 31. desember 2014 og fundin öll þau börn sem einnig gengust undir húðmælingu. Skilyrði þess að barnið yrði tekið í rannsóknina voru að það hefði Mat á gulu hjá nýburum - áreiðanleiki blossamæla Þórður Þórkelsson, yfirlæknir á Vökudeild Barnaspítala Hringsins Ása Unnur Bergmann, 5. árs læknanemi við H.Í.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.