Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 38
38 Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Nálastungunámskeiðin 15 ára GV 20 (Du 20) Ht 7 Sp 6. Hvaða stafir og tölur eru þetta? Svar: Meðferðartillaga um nálastungupunkta sem hægt er að nota til að undirbúa fæðingu, til að efla orkuflæði og hafa jafnvægi milli yin og yang. Undirbúningur fyrir fæðingu nálastunguljósmæðra á Íslandi hófst fyrir 15 árum. Þá var fyrsta nálastungunámskeiðið haldið af Lilleba Anckers og Guðlaugu Maríu Sigurðardóttur nálastungufræðingum og ljósmæðrum menntuðum í Svíþjóð og Danmörku. Námskeiðið var haldið í kennslustofu ljósmæðra í Eirbergi í samstarfi Ljósmæðrafélagsins og náms í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og í fyrsta hollinu lærðu 14 ljósmæður meðal annars að stinga í þessa punkta. Gert var samkomulag við Landlæknisembættið um að ljósmæður sem hefðu lokið þessu námskeiði gætu nýtt nálastungumeðferð í starfi. Nálastungunámskeiðin hafa verið vinsæl og þær ljósmæður sem hafa komist upp á lag með að beita nálastungum sjá oft undraverðan árangur. Í námskeiðinu er fjallað um þekkingargrunn og samþættingu vestrænna og kínverskra heilbrigðismeðferða. Samkvæmt kínverskri hugmyndafræði flæðir Qi lífsorkan um orkubrautir líkamans og skiptir hún máli fyrir heilbrigði. Truflun á flæði Qi hefur áhrif á jafnvægi milli andstæðra krafta Yin og Yang og nálastungur í ákveðna punkta leiðrétta eða viðhalda jafnvægi og hafa áhrif til bættrar heilsu. Kennsla um nálastungur fyrir ljósmæður miðar að því að gera allar ljósmæður hvort sem þær vinna í meðgönguvernd, við fæðingar eða sinna konum eftir fæðingu, í stakk búnar til að veita konum einfalda og oft áhrifaríka meðferð sem gagnast til dæmis gegn meðgöngukvillum, linar sársauka og styður við eðlilega fæðingu, sængurlegu og brjóstagjöf. Guðlaug María sem starfar sem ljósmóðir í Keflavík er frumkvöðull á þessu sviði ljósmóðurhjálpar hérlendis en síðustu árin hefur kennslan eingöngu verið í hennar höndum. Námskeiðið stendur yfir í sex daga og er tvískipt. Fyrst fer fram kennsla í fjóra daga og svo sex vikna æfingatímabil þar sem ljósmæður skrá og nota nálastungumeðferð í starfi áður en námskeiðinu lýkur á tveimur dögum. Þá er meðal annars farið yfir tilfelli og árangur meðferða metinn af þátttakendum. Nú eru námskeiðin yfirleitt haldin í BHM salnum í Borgartúni. Á þessum 15 árum hafa 217 ljósmæður sótt námskeiðin. Ekki eru til upplýsingar á einum stað um hversu mikið þær hafa nýtt þekkingu sína í starfi. Hér eru mikilvæg rannsóknarverkefni að vinna fyrir íslenskar ljósmæður, á skráningu og mati á nálastungumeðferð. Til að konur í barneignarferlinu geti valið nálastungumeðferð á upplýstan hátt er þörf á að rannsaka hvar og hvernig ljósmæður nota nálastungur, hver sé reynsla kvenna og árangurinn. Ólöf Ásta Ólafsdóttir 50 ára ljósmæður, Guðrún, Elín, Halldóra og Guðrún Þór, mættu í málstofu ljósmæðra 2017. Hópurinn sem útskrifaðist í apríl 2017.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.