Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 17
17Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 Síðastliðið ár hafa íslenskar ljósmæður stundað margvíslegar rannsóknir sem geta haft áhrif á stefnumótun um barneignarþjónustu og störf ljósmæðra á Íslandi. Ljósmæðrablaðið er sameiginlegur vettvangur okkar og því kjörið að kynna hér þau rannsóknarverkefni sem íslenskar ljósmæður vinna að í dag og rannsóknargreinar sem birst hafa á öðrum vettvangi og íslenskar ljósmæður eru höfundar að. Sigfríður Inga Karlsdóttir lauk þann 15. desember síðastliðinn doktorsnámi í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði sársauka í fæðingu frá sjónarhóli kvenna. Í dag stunda fjórar íslenskar ljósmæður rannsóknanám á doktorsstigi, en þær eru Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir, Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Emma Swift. Íslenskar ljósmæður eru þátttakendur í stórum samstarfsverkefnum bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þau verkefni og rannsóknir sem unnið er að um þessar mundir eru: • Barneign og Heilsa: Hildur Kristjánsdóttir og Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. • BIDENS rannsóknarsamstarfið (Belgium, Iceland, Denmark, Estonia, Norway and Sweden): Hildur Kristjánsdóttir. • COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns, and Consequences: Dr. Helga Gottfreðsdóttir. • COST verkefnið BIRTH, Building Intrapartum Research Through Health: Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigríður Sía Jónsdóttir. • MiMo módelið: Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir • The Nordic Homebirth Study: Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Ásrún Ösp Jónsdóttir og Dr. Berglind Hálfdánsdóttir. • Fjölþjóðlegt rannsóknarsamstarf um mælikvarða til að meta fæðingarótta: Emma Svift. • Við fyrri samstarfsverkefni hefur bæst þátttaka Dr. Berglindar Hálfdánsdóttur í rannsóknarsamstarfinu International Variations Study í Hollandi, Brasilíu, Kanada, Chile, Danmörku, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Möltu, Mexikó, Norður- Írlandi, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum undir stjórn Dr. Ank de Jonge, þar sem skoðuð verður tíðni inngripa í ólíkum löndum og tengsl inngripatíðni við útkomu fæðinga. Aðeins ein ritrýnd grein íslenskra ljósmæðra birtist í Ljósmæðrablaðinu á síðasta ári, eftir Ásrúnu Ösp Jónsdóttur og Ólöfu Ástu Ólafsdóttur undir heitinu: Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu „Frábær upplifun, algjörlega rétt ákvörðun fyrir okkur“ Á sama tíma hafa birst í öðrum tímaritum í það minnsta sex ritrýndar greinar um rannsóknir sem íslenskar ljósmæður hafa gert á efni sem snertir ljósmæðraþjónustu á Íslandi (greinar sem eru hluti af doktorsverkefni eru stjörnumerktar): Sigrún Ingvarsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í Læknablaðinu í júní 2016 greinina Viðhorf barnshafandi kvenna og heilbrigðisstarfsmanna til fósturskimunar í móðurblóði: http://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/06/nr/5916 Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu í tímaritinu BMC Pregnancy and Childbirth í júlí 2016 greinina Perineal injuries and birth positions among 2992 women with a low risk pregnancy who opted for a homebirth: http://bmcpregnancychildbirth.biomedcentral.com/articles/10.1186/ s12884-016-0990-0 Hildur Kristjánsdóttir og samstarfsaðilar hennar í BIDENS rannsóknarsamstarfinu birtu í tímaritinu Journal of Psychosomatic Obstetrics & Gynaecology í september 2016 greinina Pregnant women‘s preference for cesarean section and subsequent mode of birth – a six-country cohort study: http://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/0167482X.2016.118105 5?journalCode=ipob20 Hildur Kristjánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Scandinavian journal of primary health care í desember 2016 greinina History of violence and subjective health of mother and child: http://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02813432.2016.1249060 *Sigríður Sía Jónsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Women and Birth í febrúar 2017 greinina Partner relationship, social support and perinatal distress among pregnant Icelandic women: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii S1871519216300919 *Emma Swift, Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Sexual & Reproductive Healthcare í Mars 2017 greinina Opting for natural birth: A survey of birth intentions among young Icelandic women: http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1877575616301409 Að auki má til gamans geta þess að fjölmargar íslenskar ljósmæður munu kynna rannsóknir sínar á alþjóðlegri ráðstefnu ICM, alþjóðasamtaka ljósmæðra, í Toronto í júnímánuði. Ljósmæðrablaðið hvetur íslenskar ljósmæður til að fylgjast með nýrri þekkingu sem verður til með rannsóknum íslenskra ljósmæðra og jafnframt nýta sér þá styrki sem í boði eru til starfsþróunar til að sækja ráðstefnur um málefni tengd barneignarferlinu hér á landi sem á erlendri grund. Berglind Hálfdánsdóttir    Íslenskar ljósmæðrarannsóknir F R É T TAT I L K Y N N I N G

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.