Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í starFinu sumarfrí Félagsstarfsins Félagsstarfið fer í formlegt sumarfrí mánudaginn 11. júlí og opnar aftur mánudaginn 25. júlí kl. 13:00. Ykkur er velkomið að nýta aðstöðuna á meðan á sumarfríi stendur til samveru ef þið viljið, en engir starfsmenn verða á staðnum. Í sumar er engin formleg dagskrá í gangi í félagsstarfinu. Við bara höfum gaman saman í sumar :) Hafið það gott í sumar, kærur vinir. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Tilraun með breyti­ legan opnunarímar Bæjarráð hefur samþykkt tillögu stjórnenda á bæjarskrifstofum um að gera tilraun með breytilegan opnunartíma skrifstofanna. Hugmyndin er að hafa lengur opið á miðvikudögum eða til klukkan 18 og stytta á móti opnunartíma á föstudögum og hafa þá opið til klukkan 14. Markmiðið með breyttu fyrirkomulagi er fyrst og fremst að bæta þjónustuna við bæjarbúa. Þannig sé íbúum gert kleift að sinna erindum utan hefðbundins vinnu- tíma. Jafnframt eru breytingarnar gerðar til að gefa starfsfólki tækifæri til að jafna vinnuálag að einhverju leyti og auka starfsánægju. Mos- fellsbær leggur auk þessa áherslu á að þróa rafræna stjórnsýslu til að gera þjónustuna enn aðgengilegri. Nýleg dæmi um það er aðgengi að teikningum fasteigna á vef bæjarins og ábendingakerfi. Hin ungi og efnilegi knattspyrnumaður Ísak Snær Þorvaldsson flytur nú í júnímánuði til Norwich ásamt fjölskyldu sinni. Ísak er 15 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu. Hann er sonur hjónanna Þorvaldar Ásgeirssonar og Evu Hrannar Jónsdóttur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu tæki- færi, ég mun æfa og keppa með U16 og U18 liðum Norwich,“ segir Ísak. „Þetta byrjaði þannig að þeir buðu mér í gegnum umboðsmanninn minn að koma á reynslu hjá þeim í apríl 2015. Síðan þá hef ég farið fjórum sinnum til þeirra og æft með félag- inu auk þess að taka þátt í Rey Cup með þeim í fyrrasumar.“ draumur að verða atvinnumaður „Þetta er mikið tækifæri fyrir Ísak sem hefur lengi stefnt að því að verða atvinnu- maður í fótbolta. Við fjölskyldan lítum líka á þetta sem ævintýri og erum ákveðin í að njóta þess,“ segir Þorvaldur. „Ísak byrjar á því að fara í einkaskóla þar sem hann mun klára 10. bekk en í framhaldinu verður hann svo alfarið í akademíunni hjá þeim þegar hann hefur náð 16 ára aldri. Við komum til með að búa í nágrenni við æfingasvæði, okkur líst mjög vel á þessa borg og það hefur verið einstaklega vel tekið á móti okkur.“ Þeir feðgar eru sammála um að Norwich sé góður klúbbur, frábærir þjálfarar og góð- ur andi meðal strákanna. „Þetta er búið að vera draumur hjá mér lengi og aðalmark- miðið hjá mér núna er að hafa gaman af þessu og njóta en að sjálfsögðu að gera mitt besta,“ segir Ísak að lokum. Fjölskyldan flytur til Norwich á Englandi • Spennandi tímar Ísak Snær á leið í atvinnumennsku Kominn í búninginn ísaK snær ásamt foreldrum sínum og tvíburasystrum Aðeins 3.990,- INTERNET A ð g an g sg ja ld G ag na ve it u R ey kj av ík ur 2 .5 8 0 k r. 537 7000 hringdu.is Aðeins 3.990,- INTERNET A ð g an g sg ja ld G ag na ve it u R ey kj av ík ur 2 .5 8 0 k r. 537 7000 hringdu.is í tÚninu HEima 27. ágúst FaMos félagar og aðrir velunnarar. Ykkur er boðið í heimsókn í aðstöðu fé- lagsstarfsins á Eirhömrum, laugardaginn 27. ágúst á milli kl. 13.00 og 15.00. Fjölbreytt vetrardagskrá þjónustumið- stöðvarinnar á Eirhömrum verður kynnt og fólk getur skráð sig á námskeið. Ýmsir kennarar og leiðbeinendur námskeiða verða á staðnum. Kaffi á könnunni og súkkulaðirúsínur til að maula með. Það þarf enginn að sitja heima og láta sér leiðast í vetur. Án mannlegs samfélags getur enginn maður þrifist. Nýjum hugmyndum tekið fagnandi. Stjórn FaMos og Félagsstarf aldraðra Mosfellsbæ látum nokkrar myndir fljóta með úr kvennahlaupinu sem við vorum með 2. júní :) Næsta blað kemur út fyrir bæjarhátíðina Bæjarblaðið Mosfellingur fer nú í sumarfrí og mætir aftur til leiks í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Hátíðarblaðið kemur út þriðjudaginn 23. ágúst og verður tileinkað bæjarhátíðinni. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til 19. ágúst. Þá er einnig hægt að panta hátíðar- kveðjur í blaðið með því að senda póst á mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.