Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 24
- Aðsendar greinar24
Þá er sumarið gengið í garð og um
að gera að njóta þess til fullnustu.
Margir eru nú þegar komnir í frí og
enn aðrir farnir að telja niður dag-
ana af tilhlökkun.
Samvera og vellíðan
Lífsmynstur margra breytist á
sumrin og flest okkar fá tækifæri
til að njóta enn meiri tíma með fjölskyld-
um okkar og vinum. Njótum þess að vera
saman, heimsækja fólkið okkar, tala saman,
velta upp hugmyndum, skiptast á skoðun-
um, gefa af okkur, prófa eitthvað nýtt, spila,
leika okkur og hlæja dátt. Gerum alla þessa
litlu sjálfsögðu hluti sem eru í raun félags-
legur fjársjóður hverrar manneskju.
Njótum náttúrunnar á hreyfingu
Sumarið er ekki hvað síst tíminn til að
njóta hinnar dásamlegu fegurðar náttúr-
unnar og þar hefur heilsubærinn Mosfells-
bær svo sannarlega upp á margt að bjóða.
Nýtum okkar dásamlegu sundlaugarnar og
hvernig væri síðan að gera gönguáætlun
með fjölskyldunni? Við fjölskyldan erum
t.d. búin að ganga á Úlfarsfellið og Mos-
fell oftar en einu sinni í ár. Svo eru einnig
spennandi göngu- og hjólaleiðir á láglend-
inu, t.d. meðfram ströndinni, í kringum
Álafosskvos, í Reykjalundarskógi, með-
fram Varmánni og svo mætti lengi telja.
Þess utan er líka gaman að nýta
þá frábæru aðstöðu sem er t.d. í
boði á Stekkjarflöt, í Hamrahlíð-
arskóginum og Ævintýragarðin-
um til að bregða á leik og endur-
vekja barnið í sjálfum sér. Þarna
er hægt að ná skemmtilegu mark-
miði í hverri ferð þar sem náttúran
og félagsskapurinn spila að sjálf-
sögðu stærsta hlutverkið. Hugmyndirnar og
möguleikar á útfærslum eru endalausir.
Fjölbreyttur matur – vöndum valið
Munum eftir grænmetinu og ávöxtunum,
leggjum upp með hollt nesti, verum dugleg
að grilla fisk og gerum í raun hvaðeina sem
okkur langar til. Það er enginn alheilagur
í þessum efnum en verum samt meðvituð
um að gæða hráefni skiptir sköpum og er
„gott fyrir kroppinn“ eins og ég segi gjarn-
an við drengina mína.
Fyrir hönd okkar sem stýrum Heilsuefl-
andi samfélagi þá þökkum við fyrir frábært
samstarf í vetur og hlökkum til að halda
vegferðinni áfram í haust í samvinnu við
ykkur, frábæru Mosfellingar. Njótum sum-
arsins saman!
Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur
og verkefnisstjóri Heilsueflandi
samfélags í Mosfellsbæ
Njótum sumarsins saman!
Það fer ekki fram hjá neinum sem
leið á um Helgafellshverfi þessar
vikurnar að þar er mikið um að
vera. Helgafellshverfið er núna
stærsti vinnustaðurinn í Mosfells-
bæ, þar vinna smiðir, múrarar og
fleiri iðnaðarmenn að því að reisa í
kringum 400 íbúðir. Uppbyggingin
í Leirvogstungu er einnig mikil en
þar eru um þessar mundir um það bil 100
íbúðir í byggingu.
Þessi uppbygging er öll í samræmi við
áætlanir, reyndar er töluvert langt síðan
þessi hverfi voru tilbúin fyrir uppbyggingu
en það er ekki fyrr en núna sem byggingar-
iðnaðurinn er farinn að taka aftur við sér
eftir hrun.
Í þessum hverfum fullbyggðum gætu
búið ríflega 4000 manns, gert er ráð fyrir
um 1200 íbúðum í Helgafellshverfi öllu og
rúmlega 400 íbúðum í Leirvogstungu. Til
samanburðar búa um 4300 manns í Vest-
mannaeyjum. Óvíst er hvenær hverfin verði
fullbyggð, en líklegt má telja það það gerist
á næstu 10 árum.
Í miðbænum hefst fljótlega bygging um
40 íbúða við Þverholt. Kvaðir er á lóðinni
um að allavega 30 þeirra verði
leiguíbúðir. Einnig er nú unnið
að því að hefja uppbyggingu í Há-
holti og Bjarkarholti, þar sem rísa
munu glæsilegar íbúðir.
Fjölskyldubærinn
Í Mosfellsbæ er mikið af börn-
um og hingað sækir fjölskyldu-
fólk, því fylgir þörf á leik- og grunnskólum.
Í Helgafellshverfi mun rísa leik- og grunn-
skóli innan tíðar þar sem sveitarfélagið
hefur hafið undirbúning að stofnun Helga-
fellsskóla. Þar verða bæði leik- og grunn-
skólabörn, en gert er ráð fyrir að í hverfinu
rísi annar leiksskóli síðar. Í Leirvogstungu
er í dag fjögurra deilda leiksskóli en börn
þaðan sækja Varmárskóla þegar þau koma
á grunnskólaaldur.
En af hverju er svona mikill uppbyggingu
í Mosfellsbæ? Ástæðurnar eru nokkrar en
fyrst og fremst sú staðreynd að í Mosfellsbæ
er gott að búa.
Bryndís Haralds
Bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar
Uppbygging í Mosfellsbæ
Undanfarin ár hefur Mosfellsbær
veitt viðurkenningar til þeirra sem
hafa skarað fram úr við að gera
bæinn okkar enn fallegri. Þær hafa
verið veittar í þremur flokkum:
fallegasti húsagarðurinn, snyrti-
legasta íbúagatan og fyrirtæki eða
stofnanir sem hafa skapað fagurt
og snyrtilegt umhverfi.
Þessi skipting er að sumu leyti
barn síns tíma því sífellt fleiri láta
sig fallegt og heilnæmt umhverfi
varða með fjölbreyttum hætti,
bæði einstaklingar, félagasamtök,
fyrirtæki, stofnanir og fleiri. Þess
vegna hefur verið gerð breyting á
þeim ramma sem gildir um um-
hverfisviðurkenningar Mosfells-
bæjar.
Nýjar reglur
Á fundi sínum 9. júní sl. samþykkti um-
hverfisnefnd Mosfellsbæjar eftirfarandi
reglur: ,,Umhverfisnefnd samþykkir að
breyta reglum um umhverfisviðurkenning-
ar á þann veg að núverandi flokkaskipting
verði afnumin. Þess í stað verði veittar við-
urkenningar í einum opnum flokki. Innan
hans rúmast m.a. íbúagötur, húsagarðar,
fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og ein-
staklingar. Veittar verði að hámarki 5 við-
urkenningar á sérhverju ári.“ Með þessum
breytingum er ætlunin að ná til breiðari
hóps; allir sem hafa látið sig umhverfismál
og fegrun bæjarins varða með einum eða
öðrum hætti koma til greina.
Tilnefningar frá bæjarbúum
Vert er að vekja athygli á því
að allir bæjarbúar geta lagt fram
ábendingar/tilnefningar um þá
sem þeir telja að eigi þessar við-
urkenningar skilið, hvort sem um
er að ræða einstaklinga, félaga-
samtök, fyrirtæki, stofnanir eða
einhverja aðra. Hægt er að senda
tilnefningar rafrænt á heimasíðu
Mosfellsbæjar eða með tölvupósti
á netfangið mos@mos.is. Með
þessu móti skapast lýðræðislegur
farvegur fyrir hinn almenna bæj-
arbúa til að taka þátt í því ferli sem
framundan er og skulu tilnefning-
arnar berast fyrir 1. ágúst 2016.
Í túninu heima
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar
verða sem fyrr afhentar í sumarlok, á bæj-
arhátíðinni Í túnina heima. Nafn þessar-
ar vinsælu hátíðar er sótt í bókartitil eftir
Halldór Laxness en þetta heiti má túlka á
ýmsa vegu. Það er einmitt í túninu heima
hjá okkur sjálfum sem bestu breytingarnar
hefjast. Sérhvert okkar getur fundið farveg
og verkefni til að stuðla að umhverfisvænni
veröld og lagt um leið lóð á vogarskálarnar
í þessum mikilvæga málaflokki.
Gleðilegt umhverfissumar!
Bjarki Bjarnason, formaður
umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Örn Jónasson, varaformaður.
Umhverfisviðurkenningar
– nýjar reglur
Við hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ
þökkum fyrir góðar viðtökur á ýmsum verk-
efnum sem við höfum verið að fara af stað
með í vetur og vor.
Þá viljum við þakka frábært samstarf það
sem af er ári. Einnig viljum við þakka þær
góðu viðtökur sem nýr starfsmaður okkar
hefur fengið, en enginn starfsmaður hefur
verið starfandi hjá deildinni undanfarin ár.
Nú erum við hjá Rauða krossinum í Mos-
fellsbæ að fara í sumarfrí og eru flest verk-
efni því í hægagangi í sumar nema göngu-
vinaverkefnið sem verður starfrækt í allt
sumar. Starfið byrjar svo aftur af fullum
krafti eftir verslunarmannahelgi.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að
fara í létta göngu í góðum félagsskap til að
láta sjá sig og taka þátt í gönguvinaverkefn-
inu enda nú besti tími ársins til gönguferða.
Farið er frá Rauða krosshúsinu Þverholti 7
á mánudögum og fimmtudögum klukkan
17:30. Það eru allir velkomnir og hver geng-
ur á sínum hraða. Þetta er upplagt tækifæri
til að kynnast nýju fólki og Mosfellsbæ en
í bænum okkar er mikið af gönguleiðum í
einstaklega fallegu umhvefi. Hugsunin með
tímasetningunni er að sem flestir komist,
þ.e. þeir útivinnandi strax eftir vinnudaginn
og að vera búinn fyrir kvöldmat en gangan
tekur 30 til 40 mínútur. Það er ekki víst að
tímasetningin sé hentug og erum við opin
fyrir hugmyndum að öðrum tímasetning-
um, ef þær henta fjöldanum betur. Ef þið
hafið hugmynd að öðrum tíma sendið okk-
ur þá línu á netfangið hulda@redcross.is.
Það verður lokað í húsnæði okkar að
Þverholti 7 í júlí en opnar aftur eftir versl-
unarmannahelgina.
Í haust verður haldið áfram þar sem frá
var horfið með heimanámsaðstoð fyrir
grunnskólabörn, Föt sem framlag prjóna-
hópinn og skiptifatamarkað fyrir barnaföt.
Nýju lífi verður blásið í heimsóknavina-
verkefnið og Rauða krosshúsið verður opið
reglulega.
Ef þú vilt láta gott af þér leiða og gerast
sjálfboðaliði eða félagsmaður hjá Rauða
krossinum skaltu ekki hika við að hafa
samband.
Við minnum á að eindagi félagsgjalds
Rauða krossins er í lok júlí, en félagsgjald-
ið er mikilvægur stuðningur við deildina þó
því sé mjög í hóf stillt. Félagsgjaldið er kr.
2.800 og rennur óskipt til deildarinnar.
Nánar er hægt að lesa um verkefnin á
heimasíðu deildarinnar: www.raudikross-
inn.is/deildir/hofudborgarsvaedid/mos-
fellsbaejardeild eða á Fésbókinni.
Þökkum góðar viðtökur
og samstarf
HáHolt 14 - sími 586 1210
gott úrval
af fúavörn og
málningaverkfærumallt fyrir garðinn
áhöld, áburður, eitur o.fl.
opið á laugardögum í sumar