Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 22
 - Íþróttir22 Meistaraflokkur kvenna í fótbolta leikur nú í B riðli 1. deildar. Eftir fjórar umferðir er liðið fyrir miðri deild með tvo sigra og tvö töp. Næsti leikur stelpnanna er á Varmárvelli í kvöld kl. 20:00. Afturelding fær þá Álftanes í heimsókn. Ungmennafélag Kjalnesinga auglýsir eftir íþróttafulltrúa Íþróttafulltrúi 50% starf Ungmennafélag Kjalnesinga óskar eftir að ráða íþróttafull- trúa sem sér um skipulagningu og framkvæmd íþróttastarfs á Kjalarnesi. Ráðið er í stöðuna frá og með 2. ágúst 2016. Starfssvið: Skipulagning á íþróttastarfi félagsins • Stefnumótun og verkefnastjórnun • Forvarnastarf • Samstarf við önnur félög • Samstarf við aðrar stofnanir á svæðinu • Þjálfun íþróttafjörs Hæfniskröfur: Háskólapróf á sviði íþrótta- og tómstundamála • Reynsla sem nýtist í starfi • Skipulagshæfileikar • Frumkvæði • Þjónustulund • Samviskusemi Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til asdisformadurumfk@gmail.com fyrir 15. júlí. Ungmennafélag Kjalnesinga auglýsir eftir þjálfurum í eftir­ farandi stöður 2016­2017 Sundþjálfara Æfingar tvisvar til fjórum sinnum í viku. Æfingatímar eftir samkomulagi. Frjálsíþróttaþjálfari Æfingar eru tvisvar til þrisvar í viku. Æfingar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 14.45 – 16:45. Þjálfari í boltaíþróttum Blandaðir tímar þar sem áhersla er lögð á að kenna tækni. Æfingar eru þriðjud. og fimmtud. kl. 15.45-16:45. Leiklistarkennari Iðkendur eru á miðstigi (5. – 7. bekk- ur). Æfing á mánud. kl. 16:45-17.45. Iðkendum er skipt eftir skólastigum yngsta­, mið­ og unglingastig. Þjálfarar þurfa að geta hafið störf 29. ágúst 2016. Umsóknir, ásamt ferilskrá sendist til asdisformadurumfk@gmail.com fyrir 15. júlí. Í síðustu viku var æfinga- og keppnisvika hjá drengjunum í U17 landsliðshóp í blaki. Afturelding átti að eiga 5 fulltrúa í hópnum en 2 voru fjarverandi og því voru það Aron Kári Ágústson, Kolbeinn Tómas Jónsson og Ólafur Örn Thoroddsen. Tilefni búðanna var heimsókn stórliðs- ins í blaki, Lube frá Ítalíu. Þetta lið er eitt af þeim stærstu í Evrópu í blaki og hafa marg- ir atvinnumenn hafa byrjað að spila með þeim á unga aldri. Þjálfarar U17 drengjaliðs Íslands er einn- ig nýráðnir yfirþjálfarar blakdeildar Aftur- eldingar, Eduardo Bereguer og Natalia Ra- ava. Æft var tvisvar á dag og á miðvikudegin- um var farið með hópinn Gullna hringinn og endað á Flúðum þar sem spilað var hið vinsæla fótboltagolf og síðan var spilaður leikur í íþróttahúsi Hrunamanna. Vikan endaði svo með vináttuleik í Fagralundi í Kópavogi þar sem boðið var upp á frábært blak sem endaði með sigri gestanna 3-2. Ljóst er að við eigum mikið efni í ungu strákunum en þeir munu keppa í fyrsa skipti í Evrópukeppni í U19 í janúar og það verður spennandi að fylgjast með þessum drengjum vaxa. Fjórar úr Aftureldingu í A landsliðinu A landslið kvenna í blaki þar sem Blak- deild Aftureldingar á 4 fulltrúa í 12 manna hópnum heldur til Luxemborgar í vikunni til að keppa í undankeppni HM og samtím- is undankeppni EM smáþjóða. Liðið hefur staðið í ströngum æfingum allan mánuðinn undir stjórn þriggja ítalskra þjálfara ásamt Emil Gunnarssyni og stefna á toppsætið í riðlinum. Landslið Dana kom í heimsókn í æfingaferð og spiluðu við stelpurnar. Fultrúar Aftureldingar í hópnum eru: Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunn- arsdóttir, Kristín Salín Þórhallsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir. Leikur í kvöld hjá stelpunum Byrjunarliðið gegn keflavík á dögunum Álafosshlaupið var að venju haldið þann þann 12. júní. Álafosshlaupið er minningarhlaup vegna svo- kallaðs fánatökumáls þegar danskir varðskipsmenn höfðu afskipti af Einari Péturssyni sem réri með bláhvíta fánann í stafni báts síns um Reykjavíkurhöfn þennan dag árið 1913. Hlauparar voru ræstir við Álafoss og hlaupið um austursvæði bæjarins, að Hafravatni þá vestur að Ás- lák og niður að Álafosskvos. Vegalengdin er um 9 km. Góð þátttaka var í hlaupinu og hið ákjósanlegasta hlaupaveður. Í 1. sæti var Benoit Branger á tímanum 33,38 mín., Birna Varðardóttir var í 2. sæti, Helen Ólafsdóttir í 3. sæti, Fríða Rún Þórðardóttir í 4. sæti, Karl Kári Más- son í 5. sæti og Guðjón Ingi Guðjónsson í því sjötta. Almenn ánægja er meðal keppenda með hlaupa- leiðina sem er mjög fjölbreytt. Það er Frjálsíþróttadeild Aftureldingar sem hefur haft veg og vanda af hlaupinu síðustu árin. Úrslit Álafosshlaupsins Fulltrúar Aftureldingar á landsliðinu í blaki

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.