Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 28
 Kjúklinga-spaghettí salat Í eldhúsinu Guðbjörg Snorradóttir deilir hér með okkur uppskrift að vinsælu salati fjölskyldunnar í Stórateigi. Uppskrift fyrir 4-6 manns • ½- ¾ dl ólívuolía • Börkur af einni sítrónu • 3-4 hvítlauksgeirar • Svartur pipar og salt • Fersk steinselja • 4 kjúklingabringur • 2 pokar Rucola • 500 g spagettí • 1 poki furuhnetur • Cherry tómatar • Ostur e. smekk (t.d. feta- ostur, mexíkóostur, piparostur) 1. Ólívuolía, pressaður hvítlaukur, steinselja, sítrónubörkur, salt og pipar blandað saman í skál og látið standa á meðan hitt er græjað 2. Bringur skornar í bita og kryddaðar eftir smekk. Steikt- ar á pönnu 3. Spagettí soðið 4. Kjúkling og spagettí blandað saman í stóra skál og olíudressingunni hellt saman við, blandið vel 5. Rucola, tómöt- um, furuhnetum og osti bætt saman við, blandið vel saman. Voila, allt reddý, nú er bara að njóta Gott er að hafa nýbakað brauð með Salatið er gott bæði heitt og kalt og er jafn- vel betra daginn eftir. Fólk er alltaF að segja þér hvar það er... Það var hvergi ský að sjá á himni og só l- argeislarnir leiddu þyrsta viðskiptavin i inn á kaffihúsið. Ég stóð við afgreiðslu - kassann til þjónustu reiðubúin. „Góð- an daginn, get ég aðstoðað þig?” Röðin var löng en við stelpurnar snöggar að afgreiða og því röðuðust miðarnir hra tt á kaffivélina. Ég hafði tekið eftir eldri konu aftarlega í röðinni sem ég hafði s éð hérna áður. Hún leit glæsilega út með hárið uppsett og smart klædd, en henn i leið augljóslega mjög óþægilega. Þega r kom að því að afgreiða hana, brosti ég og bauð henni góðan daginn. Hún svarað i: „Mikið voðalega gengur þetta hægt hjá ykkur“ og kipptist örlítið til. Ég brosti enn breiðar til hennar og sendi ást á hana í hljóði á meðan ég skrifaði niðu r pöntunina. Þegar ég kom miðanum fy rir á kaffivélinni við hliðina á mér, leit An na upp úr flóunarkönnunni hneyksluð á svip og hvíslaði að mér: „Vá, hvað hún var dónaleg“. Ég skildi hennar upplifu n en var þó ekki sammála. Eftir stutta stund skipti ég um vinnu- svæði og fór að bera til borðs. Þegar ég lagði fullútbúinn matarbakkann fyrir framan glæsilegu konuna, ljómaði hú n og þakkaði mér innilega vel fyrir góða þjónustu. „Það er svo dásamlegt að fin na hvernig ástin sem maður sendir út ski lar sér til baka, undantekningarlaust“, hu gs- aði ég með mér og leið sem hjartað í m ér myndi springa. Á þessu augnabliki ákv að ég að deila minni upplifun með Önnu því það er svo glötuð tilfinning að þykj a einhver vera dónalegur - hvort sem hæ gt sé að finna rök fyrir því eða ekki. Það sem þessi kona var að segja mér v ar ekki það að afgreiðslan væri í raun hæ g. Tíminn er afstæður og fólk er misþolin - mótt. Þessi kona átti augljóslega erfitt með að standa í biðröð, enda með slap pa vöðva og lúin bein, eflaust líka bæði svöng og þreytt. Af kippunum að dæm a glímir hún þar að auki við einhversko nar sjúkdóm sem ekki er auðvelt að eiga v ið. Hún var því í rauninni að segja mér: „ Ég á svo erfitt með að vera til einmitt nún a og mér myndi líða miklu betur ef ég fe ngi að setjast niður með kaffi og köku nún a strax ÓKEI?“ En.. það eru ekki allir jafn góðir í að tj á sig og að stjórna sínum tilfinningum o g það er líka bara allt í lagi, því ÞÚ stjór nar ÞINNI upplifun ;) Svanhildur SteinarrSdóttir Hjá GuðbjörGu - Heyrst hefur...28 Heyrst Hefur... ...að hatrammar deilur hafi tekið sig upp í Dalnum. Haukur í Laxnesi hótar nú að kæra Auði Jóns, barnabarn Halldórs Laxness, fyrir meiðyrði. ...að sveitahátíðin Kátt í Kjós fari fram laugardaginn 16. júlí. ...að Víðines verði tekið í notkun á ný og nýtt fyrir hælisleitendur. ...að eva Magnúsdóttir sé orðin aðstoðarmaður ragnheiðar elínar iðnaðarráðherra. ...að Kjalarnesdagar fari fram um helgina. ...að ragnheiður ríkharðs ætli ekki að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðisflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún á afmæli í dag og verður 67 ára gömul. ...að sjónvarpsstöðin Discovery hafi fylgt Hjalta Úrsus eftir og keppninni um sterkasta mann Íslands sem endaði á Hlégarðstúninu. ...að 17. júní dagskráin í Mosó hafi verið með slappara móti þetta árið. Margir hafa tekið langa helgi í ferðalög og enn fleiri í frakklandi. ...að Hilmar og Odda ætli að gifta sig í sumar. ...að leikhópurinn Lotta sýni á Hlé- garðstúninu þriðjudaginn 28. júní. ...að haldið hafi verið surprise þrítugspartý fyrir sindra Guðmunds á dögunum, nýkominn frá usA. ...að Bjarni Bjé og Aldís eigi von á barni undir lok árs. ...að Karlakór Kjalnesinga sé búinn að ráða til sín ungverskan stjórnanda. ...að Maggi og Aþena eigi von á sínu þriðja barni í lok sumars. ...að stella Halls hafi eignast strák á kvenréttindadaginn 19. júní. ...að Mosfellingurinn Kristján Vídalín hafi verið einn þeirra sem tilkynntir voru til lögreglu fyrir brot á reglum um friðlandið á Hornströndum. Veiðimaðurinn hefur haft í hyggju að koma upp villidýrasafni í Mosfellsbæ. ...að tungubakkamótið á bæjarhátíð- inni hefur fengið nýjan styrktaraðila og mun nú heita Weetos-mótið. ...að Gyða leikskólastjóri á reykjakoti sé að hætta. ...að verið sé að sækja um það hjá Mosfellsbæ að vera með bensín- dælur á Krónuplaninu. ...að Jónsmessureið Dalbúa verði farin á laugardaginn. ...að meðlimir hljómsveitarinnar Kaleo séu á landinu en platan þeirra A/B hefur fengið afspyrnu góðar móttökur. ...að Hvíti riddarinn verði með handboltalið í 1. deildinni næsta vetur í samstarfi við meistaraflokk Aftureldingar. ...að hjólalið uMfus/skoda hafi þurft að skipta út liðsmanni á síðustu stundu vegna meiðsla. Þeir fengu inn atvinnumann og ákveðið var að liðið skyldi taka út 4 mínútna refsingu á miðri leið. mosfellingur@mosfellingur.is Mosfellska liðið Team Family tók þátt í WOW Cyclothon á dögunum og hjólaði hringinn í kringum landið á 49,5 klst. Liðið samanstendur af tíu manns úr fjölskyldunni og er Sólveig Júlíusdóttir þar elst. Hún er 65 ára gömul og var elsti kvenkeppandinn í ár. Hún er ekki ókunn hjólreiðum en hún hjólaði umhverfis landið árið 1993. Yngsti meðlimur liðsins er svo 17 ára þannig að aldursbilið var dreift auk þess sem kynjaskiptingin var jöfn. Fyrir utan Sólveigu hafði hópurinn ekki mikinn bakgrunn í hjólreiðum enda var ætlunin fyrst og fremst að hafa gaman. Það tókst vel og liðið kom í mark á mun betri tíma en þau gerðu ráð fyrir, eða inn- an við 50 klst. Fjölskyldulið úr Mosó tók þátt í WOW Cyclothon team family Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is 586 8080 Sími: Viltu selja? Hafðu samband Einar Páll Kjærnested Löggiltur fasteignasali Fast i nasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.