Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 10
 - www.mosfellingur.is10 Tveir yljandi heitir pottar og vaðlaug sem er fullkomin til afslöppunar. Huggulegt gufubað og nú hefur glænýtt eimbað verið tekið í notkun Nóg af stólum og sólbekkjum við sundlaugarbakkann fyrir þá sem vilja baða sig í sólinni Lítil uppblásin rennibraut fyrir börnin til að skemmta sér í Sundlaugin að Varmá OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRÁ 06:30 TIL 21:00, LAUGARDAGA FRÁ 08:00 TIL 17:00 OG SUNNUDAGA FRÁ 08:00 TIL 16:00 Róleg og notaleg sveitalaug í heillandi umhverfi Öll námskeiðin verða í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Sumarfjör 2016 verður með svipuðu móti og undanfarin ár. Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Sjá dagskrá á www.mos.is. Þau börn sem þurfa á stuðningi að halda fá hann en merkja þarf sérstaklega við það á umsókn. Skráningar eru í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Ath. takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Greiða þarf þátttökugjald við skráningu.* Skráningu skal lokið á hádegi föstudag áður en námskeið hefst. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar í síma 663-0181, Arnar Ingi. Boðið er upp á morgungæslu kl. 8:00-9:00 og síðdegisgæslu 16:00 -17:00, hver klst. kostar 350 kr. Hvert námskeið 1/1 kostar 12.000 kr. Hálfur dagur kostar 7.800 kr. Þau námskeið sem eru fram undan: • Námskeið 3 er frá 27. júní - 1. júlí / Íþróttamiðstöðin að Varmá • Námskeið 4 er frá 4. júlí - 8. júlí / Íþróttamiðstöðin að Varmá • Námskeið 5 er frá 11. júlí - 15. júlí / Íþróttamiðstöðin að Varmá • Námskeið 6 er frá 18. júlí -22. júlí / Íþróttamiðstöðin að Varmá * Ef ekki næst lágmarksfjöldi á námskeið, má búast við að því verði frestað. ÍTÓM Sumarfjör sumarfjör ÍTÓm er hafið fyrir börn fædd 2007-2010. námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu bekkjum grunn- skóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti. Tilvalið námskeið fyrir þau börn sem eru hætt á leikskólanum og eru að hefja nám í 1. bekk. Listasalur Mosfellsbæjar Þetta vilja börnin sjá Farandsýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum opnar í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 25. júní. Á sýningunni sem heitir Þetta vilja börnin sjá verða sýndar myndskreytingar í íslenskum barnabókum eftir 21 mynd- listarmann sem gefnar voru út á árinu 2015. Þetta er í fjórtánda skiptið sem sýningin er haldin með þessum hætti. Það er Borgarbókasafnið sem stendur að sýningunni og var hún fyrst sett upp í Gerðubergi í janúar á þessu ári. Sýnendur eru: • Árni Jón Gunnarsson • Bergrún Írís Sævarsdóttir • Birta Þrastardóttir • Dagmar Agnarsdóttir • Elsa Nielsen • Erla María Árnadóttir • Eva Sólveig Þrastardóttir • Fanney Sizemore • Guðrún Magnúsdóttir • Heiða Björk Norðfjörð • Inga María Brynjarsdóttir • Karl Jóhann Jónsson • Linda Ólafsdóttir • Margrét Einarsdóttir Laxness • Ósk Laufdal • Pétur Atli Antonsson • Sigrún Eldjárn • Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson • Steinþór Rafn Matthíasson • Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir • Þórir Karl Bragason Celin Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bóka- safnins og henni lýkur 16. júlí. Minna má á að Bókasafnið og Listasal- urinn eru einnig opin á laugardögum í sumar frá 13 – 17. Bókasafn Mosfellsbæjar Gaman á ritlistar­ námskeiði hjá Gerði Kristnýju 26 hressir krakkar hafa skrifað, skrafað og lesið upp á þriggja daga námskeiði á vegum Bókasafnsins undir stjórn Gerðar Kristnýjar. Gerður Kristný hefur greini- lega unnið hug og hjörtu krakkanna og áhugi þeirra er mikill. Leynast ef til vill Nóbelsverðlaunaskáld framtíðarinnar í hópnum? Listasalur Mosfellsbæjar Steinunn Bergsteinsdóttir / Ísland farsælda frón Steinunn Bergsteinsdóttir myndlistarmaður opnar sýninguna ÍSLAND FARSÆLDA FRÓN í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 23. júlí kl. 15.00 og stendur sýningin til 13. ágúst. Þar sýnir hún olíumálverk og mósaíkverk tengd náttúru Íslands og notar minni í furðuveröld þjóðsagnanna - Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best? steinunn bergsteinsdóttir Hressir krakkar á ritlistarnámskeiði

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.