Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 13. nóv. „Bob Dylan“ guðsþjónusta kl. 20:00 Birgir Haraldsson, söngvari flytur lög Bobs Dylans ásamt kirkjukór Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudagur 20. nóv. Messa í Lágafellskirkju kl.11:00. Sr. Arndís Linn sunnudagur 27. nóv. - Fyrsti í aðventu Messa kl. 11:00 í Mosfellskirkju Hafdís Huld og „Músakórinn“ – barnakór úr dalnum syngja Kirkjukór Lágafellskirkju Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Benedikt Erlingsson opnaði hjáleið Í vatnvöxtunum í októbermánuði fór göngustígurinn meðfram Varmánni í sundur með þeim afleiðingum að ekki var hægt að nýta hann sem skyldi. Benedikt Erlingsson leikari sem nýfluttur er í Mosfellsbæ og býr við Varmána birti á Facebooksíðu íbúa í Reykja- hverfi yfirlýsingu þess efnis að hann hefði opnað hjáleið um landareign sína þar til viðgerðir hafi farið fram á stígnum. Hann hlaut mikið lof fyrir hjá nágrönnum sínum. Á dögunum bætti hann svo við „Nú hafa röskir starfsmenn sveitarfélagsins opnað göngustíg- inn.!!!! Til hamingju kæru grannar og þakka góða kveðjur. Mér ber reyndar ekki neitt þakklæti því á afslalinu mínu er getið um þá kvöð á þessu eignarlandi að þar eigi að vera umgengnisréttur meðfram ánni. Það má því segja að ég sé að redda mér fyrir horn.“ Þess má geta að stígurinn nýtur mikilla vinsælda hjá Mosfellingum. Samkvæmt umhverfisstjóra Mosfellsbæjar er leiðin orðin greiðfær en verið er að fara í varanlegri aðgerðir á svæðinu í samráði við landeigendur. - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Alli Rúts selur Hótel Laxnes Hótel Laxnes opnaði með pompi og prakt í miðbæ Mosfellsbæjar árið 2008. Það er athafnamaðurinn Albert S. Rútsson sem rekið hefur hótelið í átta ár en Alli varð sjötugur á árinu. Hótelið er búið 26 herbergj- um og getur tekið á móti allt að 52 næturgestum. Fasteignafélagið Reginn hf. hefur gert tilboð í hótelið og hyggst byggja upp öfluga hótel- einingu á lóðinni ásamt traustum og reyndum hótelrekstraraðila. Verði af kaupunum er stefnt að því að upp- færa núverandi byggingar og ráðast í frekari uppbyggingu sem fyrst. Allar nánari upplýsingar www.lagafellskirkja.is Jólalýsing í kirkjugörðum Lágafellssóknar Í nóvember hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í kirkjugörðunum. Mosraf hefur séð um þessa þjónustu í mörg ár. Til að auðvelda uppsetningu (vegna veðurs) mun fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en áður. Reikna má með að krossar verðir komnir upp um miðjan mánuðinn. Ljósin verða svo tendruð fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður. Allir aðstandendur hafa fengið sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla. Allar nánari upplýsingar gefur: Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 899 2747 og í gegnum netfangið: leidisljos@gmail.com Fjárhagsáætlun fyrir árin 2017-2020 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðast- liðinn miðvikudag. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstraraf- gangur næsta árs verði 201 m.kr. Áætlað er að framkvæmdir að frádregnum tekjum af gatnagerðargjöldum nemi 746 millj. kr. og að íbúum fjölgi um 3,4% milli ára. Þá er gert ráð fyrir að tekjur nemi 9.542 millj. kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 8.331 millj. kr. og fjármagnsliðir 653 m.kr. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka og að skuldaviðmið skv. sveitastjórnarlögum verði 106% í árs- lok 2017 sem er töluvert fyrir neðan hið lögbundna 150% mark skv. sveitarstjórn- arlögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mos- fellsbæ. Átak í viðhaldi varmárskóla Stærsta einstaka framkvæmdin er bygg- ing Helgafellsskóla en gert er ráð fyrir að um 500 m.kr. fari í það verkefni á árinu 2017 og að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018. Einnig verður auknu fjármagni varið í viðhald eldri húsa. Þar má nefna að sérstakt átak verður gert í viðhaldi Varmárskóla verði áætlunin samþykkt. aukin þjónusta við barnafjölskyldur Stefnt er að því að veita verulegum fjár- munum til að auka þjónustu við börn 1-2ja ára m.a. með því að stofnaðar verði sérstak- ar ungbarnadeildir við leikskóla bæjarins. Auk þessa er gert ráð fyrir því að tónlistar- kennsla Listaskólans inni í grunnskólunum verði efld til að fleiri nemendur eigi þess kost að stunda tónlistarnám. Lagt er til að grunnur frístundaávísun- arinnar hækki um 5 þúsund krónur og að stofnun Ungmennahúss verði veitt braut- argengi í samstarfi við Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld lækki Lagt er til að álagningarhlutföll fast- eignagjalda lækki til að koma til móts við þá auknu eignarmyndun sem átt hefur sér stað hjá íbúum með hækkun fasteignamats. Almennt er ekki gert ráð fyrir gjaldskrár- hækkunum, t.a.m verða leikskólagjöld óbreytt annað árið í röð. Áætlunin verður nú unnin áfram og lögð fram í fagnefndum bæjarins. Seinni um- ræða fer fram miðvikudaginn 7. desember. grunn- og velferðarþjónusta ofarlega „Hugmyndir um aukna þjónustu við yngstu börnin hefur verið okkur ofarlega í huga í nokkurn tíma og ánægjulegt að geta sett fram áætlun um að setja þær hugmyndir í framkvæmd,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Þar verður um nokkrar leiðir að ræða og lögð áhersla á valfrelsi. Þessi fjárhagsáætlun ber þess merki að hagur sveitarfélaga er að einhverju leyti að vænkast eftir mörg erfið ár að undanförnu. Ánægjulegt er að gert er ráð fyrir mörgum nýjum verkefnum í þess- ari áætlun sem ekki hefur verið svigrúm fyrir að undanförnu. Ég legg þó áherslu á að helsta verkefni fjárhagsáætlunar 2017 er að gera enn betur í grunn- og velferðarþjónustu bæjarins. Því til stuðnings má nefna að rúmlega 80% af heildarútgjöldum Mosfellsbæjar er varið í rekstur skólastofnana, íþrótta- og tóm- stundamál og félagsþjónustu.“ Mosfellsbær gerir fjárhagsáætlun fyrir næstu þrjú árin Þjónusta bætt og skattar lækkaðir Bæjarráð hefur vísað fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2017-2020 til umræðu í bæjarstjórn. Í bæjarstjórn fara fram tvær umræður og var sú fyrri miðvikudaginn 9. nóvember en sú seinni verður miðvikudaginn 7. desember nk. Bæjarstjórnarfundir eru opnir almenningi og einnig aðgengilegir á vefnum í beinni útsendingu og sem upptaka. Milli umræðna er fjárhagsáætlunin lögð fram í öllum fagnefndum bæjarins. Auk þessa fer bæjarráð í heimsókn í allar stofnanir Mosfellsbæjar og hittir þar stjórnendur sem fara yfir rekstur og helstu verkefni. Fjárhagsáætlun lögð Fram gert er ráð fyrir því að fasteignagjöld í mosfellsbæ lækki stofnað verði ungmenna- hús í samstarfi við fmos

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.