Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í Félags- starFinu Er margt skEmmtilEgt Basar 2016 Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 19. nóv kl 13:30 á Eirhömrum. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum. Allur ágóði fer til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Kór eldri borgara Vorboðarnir syngja fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal. STYRKJUM GOTT MÁLEFNI Ps. þeir sem vilja styrkja okkur með fram- lögum í handverki er bent á að við tökum á móti handverki með hlýhug og þakklæti, einnig vantar okkur alltaf fleiri hendur í basarvinnu svona á lokasprettinum, endilega hafið samband. JÓlaHlaÐBOrÐ 2016 Í hádeginu föstudaginn 2. des kl. 12:00 á Grand Hótel Reykjavík. Jólahlaðborð 4.680- (innifalið í því verði er maturinn og kaffi en ekki aðrir drykkir). Ætlum að fara í rútu ef næg þátttaka fæst í hana, endilega látið vita. Mæting í rútu er 11:30 frá Eirhömrum. Skráning í síma 586-8014/ 698-0090 eða á þátttökublaði í handverksstofu fyrir 22. nóv. BingÓ-BingÓ Þriðjudaginn 22. nóv kl. 13:30 verður skemmtilegt bingó haldið í borðsal. Spjaldið kostar 200 kr. Kaffi og meðlæti selt í matsal á 400 kr. Gerum okkur glaðan dag og tökum þátt í frábæru BINGÓ. Skáning í handverksstofu. ALLIR VELKOMNIR gaman saman Verður næst 17. nóv og síðan 1. og 15. des. Allir velkomnir á Eirhamra kl. 13:30. Þá mætir Glaða gengið og fær til sín góða gesti. Félagsvist Verður næst haldin 11. og 25. nóv, verið velkomin. 600 kr er aðgangseyrir og innifalið er kaffi og meðlæti. leirnámskeið Fríðu verður næst í janúar Næsta leirnámskeið byrjar um miðjan janúar og verður kennt á mánudögum 10:00-14:00. Leiðbeinandi er Fríða Sigurðar sem einnig kennir glerbræðslu. Lágmarksþátttaka 6-8 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Endilega skráið ykkur í félagsstafinu eða í síma 6980090 eða á elvab@mos.is Jólaljósaferð Nú skellum við okkur í bæinn og skoðum fallegustu jólaljósin mánudaginn 19. des. Við ætlum að hittast 18:50 í anddyri Eirhamra og fara með rútu kl 19:00 og verðum í rútunni allan tímann. Stoppað verður á fallegum útsýnisstöðum og hressing í boði í rútunni. Áætlað er að ferðin taki um 2 klst. Skráning nauðsyn- leg á þátttökublað eða í síma 6980090 (Elva) 8997024 (Heiðrún). Höfum gaman saman og njótum þess að sjá falleg jólaljós. Verð í rútu aðeins 500 kr. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraÐra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is 8villtir standa fyrir hrossakjötsveislu Árleg hrosskjötsveisla verður haldin í Harðarbóli laugardaginn 12. nóvember. Þetta er í fimmta sinn sem 8villtir blása til slíkrar veislu en 8villtir er deild innan Hesta- mannafélagsins Harðar. Á síðustu árum hafa safnast rúmar 4 milljónir sem færðar hafa verið félaginu til stækkunar Harð- arbóls en félagsheimilið hefur verið stækkað um helming. Húsið opnar kl. 19:00 og verður 8 rétta hlaðborð á boðstólum að hætti Hadda kokks. Veislustjóri verður Guðni Ágústs- son. Þá mun Eyjólfur Kristjánsson mæta með gítarinn og Hlynur Ben mun leika fyrir dansi. Miðaverð er 7.500 kr. og eru miðapantanir hjá hakon@tryggir.is. Framkvæmdum við Hlíðartúnshverfi lokið Nú er nýlokið endurbótum og nýframkvæmdum stíga í Hlíðar- túnshverfi frá stofnstíg meðfram Vesturlandsvegi og í átt að Grænu- mýri og Hamratúni auk þess sem búið er að taka í notkun nýja strætó- biðstöð við Hlíðartúnshverfið. Með þessu ásamt nýjum undirgöngum er búið að stórbæta samgöngur fyrir íbúa og skólabörn í hverfinu. Auk þess var komið fyrir langþráðri tengingu við strætisvagnaleiðir bæjarfélagsins, en leið 6 stoppar nú við Hlíðartúnshverfið. Samhliða ofangreindum framkvæmdum voru neysluvatnslagnir á vegum vatnsveitu Mosfellsbæjar endur- nýjaðar með því markmiði að auka vatnsþrýsting til íbúa og að bæta Frá og með 1. febrúar 2017 mun Lækna- vaktin á Smáratorgi sinna allri vaktþjónustu í Mosfellsumdæmi eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsu- gæslunni er breytingin liður í að samræma vaktþjónustu heimilislækna á höfuðborg- arsvæðinu. Íbúar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósarhreppi hafa eins og aðrir á höfuð- borgarsvæðinu haft aðgang að vaktþjónustu Læknavaktarinnar en að auki hafa læknar á heilsugæslustöðinni í Mosfellsbæ verið með vaktþjónustu fyrir íbúa svæðisins utan dagvinnutíma og um helgar. Ekki gert ráð fyrir vaktþjónustu Í nýrri kröfulýsingu velferðarráðuneytis- ins fyrir rekstur heilsugæsluþjónustu, sem tekur gildi um áramótin, er ekki gert ráð fyrir að rekin sé vaktþjónusta heimilislækna á næturnar. Vaktþjónusta Læknavaktarinn- ar er opin á kvöldin og um helgar. Samkvæmt kröfulýsingunni og nýju greiðslukerfi heilsugæslustöðva á höf- uðborgarsvæðinu, sem einnig tekur gildi um áramótin, standa heilsugæslustöðvar framvegis straum af kostnaði við kvöld- og helgarþjónustu fyrir skjólstæðinga sína. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Læknavaktina ehf. um að taka rekstur þessarar þjónustu yfir á öllu svæðinu. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur í framhaldinu tilkynnt læknum á heilsu- gæslustöðinni í Mosfellsbæ að vaktþjón- usta á vegum heilsugæslustöðvarinnar um nætur og helgar muni falla niður. læknarnir ekki sáttir „Við fengum að vita þetta fyrir viku síðan en lögunum var breytt á mánudeginum eftir kosningar“, segir Þórdís Oddsdóttir yfirlæknir á Heilsugæslunni. „Það er póli- tík í þessu öllu og auðvitað snýst þetta um krónur og aura. Þá getur maður líka spurt sig hvers virði er eitt mannslíf? Við erum auðvitað langt frá því að vera sátt við þess- ar breytingar og ekkert samráð hefur verið haft við okkur læknana. Heimilislækningar snúast í grunninn um samfellda þjónustu og að geta fylgt sjúkl- ingnum eftir, það er það mikilvægasta.“ Sjálf mun Þórdís láta af störfum næsta vor en tekur þó fram að það tengist ekki beint breytingu á vaktþjónustunni. Um áramót mun Gríma Huld Blængsdóttir taka við stöðu yfirlæknis. „Ég hef áhyggjur af starfsfólkinu hér á Heilsugæslunni og hef sterkan grun um að fólk sé að hugsa sér til hreyfings.“ Læknavaktin á Smáratorgi tekur yfir vaktþjónustu fyrir Mosfellsumdæmi Kvöld- og næturvakt Heilsu- gæslunnar færist í Kópavog ekki verður hægt að leita til heilsugæslunnar eftir kl. 18 Almennur þjónustutími á Heilsu- gæslunni í Mosfellsbæ er frá 8 til 16 virka daga og verður boðið upp á síðdegisvakt milli kl. 16 og 18 virka daga. Bjössi Thor með tónleika á Hvíta Riddaranum Að margra mati koma jólin ekki fyrr en að afstaðinni árlegri tónleikaröð systkinanna KK og Ellenar. Þetta er einn af þessum föstu punktum í tilverunni og árið í ár verður engin undantekning. Þessi söngelsku og sívinsælu sem koma öllum í rétta skapið. Þeim til halds og trausts verður úrvalssveit tónlistarmanna undir stjórn hljómborðs- leikarans Jóns Ólafssonar. Gleðilega hátíð! Jólatónleikar KK & Ellenar á aðventunni 09.12. Fríkirkjan í Reykjavík 10.12. 11.12. Salurinn, Kópavogi 16.12. Vídalínskirkja, Garðabæ 17.12. Hlégarður, Mosfellsbær 18.12. Grafarvogskirkja 19.12. Háskólabíó Miðasala á midi.is. Miðasala á tónleika í Salnum á salurinn.is. Björn Thoroddsen leikur ásamt söngkon- unni Önnu Þuríði Sigurðardóttur og tríói sínu á Hvíta Riddaranum fimmtudaginn 24. nóvember. Efnisskrá tónleikanna eru lög af nýútkomnum geisladisk þeirra Björns og Önnu auk ýmissa ópusa sem fylgt hafa Birni í gegn um árin. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og er aðgangseyrir 2.500 kr. anna þuríður og björn thoroddssen

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.