Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 30
Sverrir nýr formaður knattspyrnudeildar Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar var haldinn mánu- daginn 31. október. Ný stjórn var kosin á fundinum og hana skipa: Sverrir Hermann Pálmarsson, formaður, Halldór Sigurjónsson, Árni Magnússon, Guðjón Svansson, Halldór Hall- dórsson (BUR) og Ásbjörn Jónsson (mflr.kk). BUR, barna og unglinga- ráð, heldur óbreytt áfram. Ásbjörn mun fara fyrir meistaraflokksráði sem verið er að manna. Einnig er verið að leita af kraftmiklu fólki í meistaraflokksráð kvenna og geta áhugasamir haft samband við Sverri (shp@shpconsulting.is). - Íþróttir30 Davíð Gunnlaugson ráðinn íþróttastjóri GM Davíð Gunnlaugsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Davíð, sem er uppal- inn Mosfellingur og PGA kennari, er félagsmönn- um að góðu kunnur en hann hefur starfað hjá klúbbnum í hin- um ýmsu störfum undanfarin ár. Davíð mun sinna stöðu íþróttastjóra í hlutastarfi en ásamt því mun Davíð koma að þjálfun afrekshópa GM. Davíð mun á næstu vikum leiða vinnu sem er hafin við að endur- móta afreksstefnu og kennslumál GM. Markmið klúbbsins er að vera í fremstu röð golfklúbba á Íslandi og viðhalda þeim góða árangri sem afrekskylfingar klúbbsins hafa náð á undanförnum árum. Áfram Afturelding! Apótekarinn er stoltur stuðningsaðili Aftureldingar föstudaga frá 9–18.30 - lægra verð Þverholti 2 mán–fim frá 9–18 laugardaga frá 10–14 Opið fyrir þig PI PA R \ TB W A • S ÍA Apótekarinn býður á stórleik Aftureldingar og Hauka að Varmá sunnudaginn 13. nóvember kl. 16.00 Apótekarinn býður á leik! Þeir sem versla í Apótekaranum í Mosfellsbæ og koma með kvittun fyrir kaupunum á leik Aftureldingar og Hauka fá frítt fyrir sig og fjölskylduna á leikinn. Mætum öll og hvetjum topplið Aftureldingar til sigurs. Helgina 22.-23. október var Opna Norður- landameistaramótið í skylmingum, með höggsverðum, haldið í Roskilde í Dan- mörku. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og er þetta eitt fjölmennasta Norðurlanda- mót frá upphafi. 23 íslenskir keppendur tóku þátt í hinum ýmsu flokkum. Árangur Íslendinga fór fram úr björtustu vonum en alls unnu þeir 11 gull, 4 silfur og 10 brons. Franklín og Hafþór efstir á palli Tveir ungir og efnilegir skylmingamenn úr Mosfellsbæ tóku þátt. Þeir Franklín Ernir Kristjánsson og Hafþór Haugen, en þeir eru báðir að æfa skylmingar hjá Skylmingafé- lagi Reykjavíkur. Þeir eru báðir fæddir 2002 og eru í 9. HLB í Varmárskóla. Þeir eru að æfa og keppa með landsliðinu í skylmingum og urðu Norðurlandameist- arar í liðakeppni U17. Í U17 karla voru þeir Andri Mateev, Franklín Ernir Kristjánsson, Hafþór Haugen og Hilmar Heiðdal. Seinni dag mótsins byrjaði dagurinn á U15 drengja, en þar varð Franklín Ernir Kristjánsson Norðurlandameistari. Norðurlandameistarar í skylmingum úr Mosfellsbæ franklín sigraði flokk 15 ára og yngri Efstir í liðakEppni 17 ára og yngri Jökull og Ísak Snær mættust á Englandi Mosfellingarnir Ísak Snær Þorvalds- son og Jökull Andrésson sem báðir spila knattspyrnu með enskum félagsliðum, spiluðu hvor á móti öðrum um síðustu helgi. Þeir eru báðir 15 ára gamlir og eru uppald- ir hjá Aftureldingu. Jökull sem er markmaður hefur spilað og æft með Reading undanfarin tvö ár. Ísak Snær er framherji og hefur spilað og æft með Norwich síðan í sumar. Leikurinn fór 3-0 fyrir Norwich og þess má geta að Ísak skoraði eitt markanna og lagði upp annað. MOSFELLINGUR keMur Næst út 1. deseMber mosfellingur@mosfellingur.is Strákarnir okkar í meistaraflokki karla unnu sinn áttunda sigur í röð er þeir lögðu Val með tveimur mörkum 25-23 í Olísdeildinni. Valur var með forystu í hálfleik 10-13. Þeir náðu mest 5 marka forystu áður en strákarnir okkar snéru leiknum við. Liðið stóð sam- an og náðu tveim stigum í viðbót og sitja strákarnir á toppi Olís- deildar með sex stiga forystu. Afturelding heldur á Selfoss í kvöld og leikur gegn nýliðunum en eini leikurinn sem tapast hefur á tímabilinu var einmitt á móti þeim í fyrsta leik vetrarins. Næsti heimaleikur er svo á sunnudag- inn gegn Íslandsmeisturum Hauka og hefst kl. 16:00. Á síðasta heimaleik að Varmá mættu þrír heiðursgestir sem stóðu að stofnun handknattleiksdeildarinnar árið 1973. Þetta voru þeir Davíð B. Sigurðsson, Bernhard Linn og Ingólfur Árnason en á myndinni hér að ofan má sjá þá með sigurreifum leikmönnum eftir leikinn gegn Val. Með þeim í fyrstu stjórn deildarinnar voru þeir Níels Hauksson og Andrés Ólafsson. Níels var fjarri góðu gamni þegar myndin var tekin en Andrés er látinn. Hugmynd um að stofna sérstaka handknattleiksdeild innan Aft- ureldingar varð til á heimili Ingólfs Árnasonar að Hlíðartúni og kom það í hlut Ingólfs að vera formaður fyrstu árin. Þetta var fyrsta sérdeildin sem leit dagsins ljós innan UMFA en deildarskipting hefur allar götur síðan mótað starfsemi félagsins. Fyrstu ár deildarinnar einkenndust af aðstöðuleysi en það átti svo allt eftir að breytast með tilkomu íþróttahúss að Varmá 1977. Stofnendur handknattleiksdeildar Aftureldingar voru heiðursgestir á síðasta heimaleik Á toppnum með 6 stiga forystu Davíð, bErnharD og ingólfur mEð toppliði afturElDingar Viltu selja? Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N Sími: 586 8080 www.fastmos.is Hafðu samband Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.