Mosfellingur - 10.11.2016, Page 32

Mosfellingur - 10.11.2016, Page 32
 - Aðsendar greinar32 Það eru margir sem halda að við- horf þeirra sé afleiðing ytri að- stæðna og þess sem gerist í um- hverfi okkar. Það er hins vegar fjarri sanni því viðhorf okkar er afleiðing þess hvernig við veljum að vinna úr og túlka það sem gerist í kringum okkur. Við ráðum því nefnilega sjálf hvort við þróum með okkur jákvætt viðhorf, sjáum björtu hliðarnar og tæki- færin í hverjum þeim aðstæðum sem lífið býður upp á. Geðorðin 10 Við getum gert ýmislegt til að tileinka okkur jákvætt viðhorf með markvissum hætti. Geðorðin 10 eru vel til þess fallin að auðvelda okkur vegferðina að slíku viðhorfi og minna okkur á hvað þarf til. Þar er vikið að því hvað við þurfum að tileinka okkur til að öðlast lífsgæði, sátt og sálarró til að verða besta útgáfan af sjálfum okkur. Við þurfum að hugsa jákvætt, læra af mistökum okkur, rækta hæfileikana, hlúa að því sem okkur þykir vænt um, setja okk- ur markmið, láta drauma okkar rætast og muna að velgengni í lífinu er langhlaup. Umkringjum okkur jákvæðni Hvernig væri nú að taka ráðin í sínar hendur og byrja hvern dag á einhverju já- kvæðu? Það er t.d. hægt að syngja, hlusta á hvetjandi tónlist, lesa jákvæða og uppbyggilega hluti, dansa og/ eða leita í gleðibankann okkar eft- ir skemmtilegum myndum, mynd- böndum o.s.frv. Svo er líka snjallt að forðast hreinlega neikvætt fólk og neikvæð skilaboð og einblína á þá hluti sem okkur langar til að gera, bæði núna og í framtíðinni. Síðast en ekki síst þurfum við að temja okkur að staldra við og íhuga hvernig við bregðumst við aðstæðum hverju sinni, er glasið okkar hálftómt eða er það hálffullt? Jákvæðni grundvöllur lífsgæða Ýmsar rannsóknir sýna að jákvætt við- horf er grundvöllur velgengni í persónu- legu lífi og starfi og hefur ekki aðeins áhrif á lífsgæði okkar heldur einnig heilsu og lífslíkur. Jákvætt viðhorf leiðir af sér tæki- færi, lausnir og gefur okkur tækifæri á að þroskast sem einstaklingar. Síðast en ekki síst þá verður lífið einfald- lega skemmtilegra ef við horfum á hlutina og tökumst á við þá með jákvæðnina að vopni! Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Veldu þér viðhorf Verandi fædd og uppalin í Mos- fellsbæ verður óumflýjanlegt að þykja ekki nokkuð vænt um þessa sveit. Ég var svo heppin að fá að vera alla tíð í sama leik- og grunnskóla, fá að blómstra í lúðrasveitinni og uppgötva tilvistarleysi íþrótta- hæfileika minna í þeim fjölmörgu greinum sem Afturelding býður upp á. Við fjölskyldan erum afar gæfurík með vinalega nágranna og fallegt umhverfi hvert sem lit- ið er. Þetta eru sannarleg forréttindi. Ókeypis er allt það sem er best. Að vissu leyti. Staðreyndin er að manneskjur um allan heim búa við raunverulegan ójöfn- uð og það er okkar hlutverk að taka virkan þátt í að útrýma honum. Við þurfum ekki að leita út fyrir bæjarmörkin til að sjá að manneskjan næst okkur gæti þurft aðstoð. Rauði Kross Íslands er mann- úðarhreyfing sem miðar að því að vernda líf og heilsu berskjaldaðra hópa. Sú hjálp er af ýmsum toga, allt frá félagslegum stuðningi og fataúthlutunum að beinni aðstoð á stríðssvæðum. Það er því eðlilegt að spyrja sig – hvað hef ég upp á að bjóða? Hvað get ég gert fyrir aðra? Að gefa tíma er rausnarleg gjöf. Að taka þátt í opnu húsi, félagsstarfi með hælisleit- endum, vera heimsóknavinur eða kenna ís- lensku sem annað tungumál. Fjölmörg og fjölbreytt verkefni standa til boða og ég vil hvetja þig, lesandi góður, til þess að kynna þér starfið og velta því fyrir þér hvert þitt framlag gæti orðið. Signý Björg Laxdal, varaformaður Mosfellsbæjardeildar Rauða Kross Ísland. Vertu breytingin sem þú vilt sjá K y n n i n g Nonni og Siggi voru í búingsklefanum að klæða sig eftir að hafa verið í laugar- dagsboltanum með old boys þegar Nonni lítur allt í einu niður á tærnar á Sigga. „Hvað er að frétta?“ sagði Nonni og varð starsýnt á tærnar á félaga sínum. „Af hverju í ósköpunum eru neglurnar á þér svona?“ spyr Nonni. „Þetta, já,“ svaraði Siggi með semingi. „Mér skilst að þetta sé sveppur í nögl- unum.“ „Nú er það? Er ekkert hægt að gera við þessu?“ „Jú, jú, en ég hef bara ekki komið mér í það.“ Hvað meinarðu? „Hvað meinarðu maður, hefur þú ekki komið þér í það? Er þetta ekki smitandi?“ „Jú það er víst,“ sagði Siggi og fann að hann skammaðist sín niður í rassgat fyrir að hafa ekki drifið sig af stað. Hann vissi alveg hvað hann átti að gera. Fótaðagerðafræðingurinn hafði jú sagt við hann í þetta eina skipti sem hann hafði farið til hennar að hann væri trúlega með sveppi í nöglunum. Hann mundi líka að hún hefði sagt honum að hann yrði að panta sér tíma hjá lækni sem gæti greint sveppinn. Svo þyrfti hann líklega að fara á lyf og koma reglulega til hennar til að spóla niður neglurnar. Til þess að berjast við sveppinn úr öllum áttum, mundi hann. Siggi varð hálfskömmustulegur. „Ég hef bara ekki haft tíma,“ sagði Siggi í hálfum hljóðum. Sveppurinn hverfur ekki af sjálfu sér! „En bíddu, ég skil ekki alveg,“ sagði Nonni. „Hverfur sveppurinn með tím- anum?“ „Nei,“ sagði Siggi. „Ég man að fótaaðgerðafræðingurinn sagði að sveppurinn færi ekki af sjálfu sér heldur þyrfti maður vinna í þessu þangað til að hann færi.“ „Já, en á meðan þú gerir ekki neitt í þessu heldur sveppurinn áfram að smita aðra, ekki satt?“ sagði Nonni. „Ég held að það sé bara best að ég drífi í þessu núna, að panta mér tíma hjá lækni,“ svaraði Siggi. „Svo fer ég í fram- haldinu til fótaaðgerðafræðings og bið hana að taka hælana á mér í leiðinni. Ég er komin með svo mikið sigg. Þú ættir nú kannski líka að panta þér tíma,“ sagði Siggi við Nonna, „mér sýnist hælunum á þér ekki veita af smá yfirhalningu!“ Ekki gera ekki neitt! Jóna Björg Ólafsdóttir Löggiltur fótaaðgerðafræðingur Líkami og Sál 566-6307 Sveppur í nöglum Að gefnu tilefni vil ég undirritaður, Skírnir Garðarsson, fyrrum prestur Lágafellssókn- ar koma eftirfarandi á framfæri: Ónóg stjórnsýsla Lágafellssóknar og mannauðsstjórnun hef- ur undanfarin misseri dregið dilk á eftir sér. Í fyrra hættu organisti, prestur og djákni og í framhaldinu var klúður varðandi ráðningu nýs starfsfólks, óánægja var með ráðning- arferli organista og óánægja er nú meðal starfsfólks sóknarinnar. Sóknarpresturinn og framkvæmdastjór- inn voru sett undir rannsókn Úrskurðar- nefndar þjóðkirkjunnar og var niðurstaðan birt 3. nóv. sl. Þar kemur fram að ámælisverð vinnu- brögð hafa verið viðhöfð gagnvart undir- rituðum, gagnvart opinberum eftirlitsað- ilum og stjórnsýsla framkvæmdastjórans virðist hafa einkennst af þekkingarskorti og vöntun á vandvirkni. Þá eru meint brot sömu aðila á per- sónuverndarlögum og trúnaði gagnvart tölvupóstum starsfólks til skoðunar hjá Persónuvernd. Þar er ljóst að viðkvæmum upplýsingum var komið á óheiðarlegan hátt til yfirmanna kirkjunnar, meintir gerendur eru sóknarpresturinn og framkvæmda- stjórinn. Þessi meintu brot teygja sig yfir þriggja ára tímabil, 2014 –2016, fyrri hluta árs. Um er að ræða meint brot á meðferð raf- rænna skjala, ásamt því að farið hefur verið á svig við siðareglur kirkjunnar. Úrskurður Úrskurðarnefndar þjóðkirkj- unnar liggur frammi á biskupsstofu og hefur verið sendur sóknarnefnd Lágafells- sóknar og kirkjuráði. Úrvinnsla Persónuverndar er í gangi og niðurstöðu er að vænta í vetur. Allt er þetta til tjóns fyrir sóknarbörnin í Lágafellssókn. Sr. Skírnir Garðarsson Stjórnsýslu Lágafellssóknar stórlega ábótavant ÚrSkUrðarorð: Aðfinnsluvert er að enginn gagnaðila skyldi láta málshefjanda tafarlaust vita af erindi Persónuverndar frá 12. ágúst 2013. Aðfinnsluvert er með hvaða hætti gagn- aðilar sóknarnefnd og framkvæmdastjóri Lágafellssóknar brugðust við fyrrgreindu erindi Persónuverndar. Aðfinnsluvert er að gagnaðili sóknarprest- ur skyldi vísa erindi Persónuverndar til biskups Íslands án þess að tilkynna máls- hefjanda tafarlaust þá ákvörðun sína. Gagnaðilum bar ekki að veita máls- hefjanda andmælarétt vegna erindis Persónuverndar. Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.