Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 10.11.2016, Blaðsíða 34
 - Aðsent efni34 Öldur Fyrir nokkrum vikum velti ég því fyrir mér hvort ég væri inni í bandarískri bíómynd þar sem allt gengi upp hjá söguhetjunum. Lífið var þannig að mér næstum fannst það of gott. Einkennileg tilfinning því auðvitað getur lífið ekki verið of gott. Síðan byrjuðu áskoranir af ýmsu tagi að detta inn á mitt borð, of margar fyrir minn smekk þótt engin þeirra væri háalvarleg. Ég datt í þann gír að vorkenna sjálfum mér, fannst ekki að ég ætti skilið að þurfa að kljást við allar þessar áskoranir. Ég náði mér fljótlega upp úr þessum gír, fyrst og fremst með því að bera saman mínar aðstæður og áskoranir við þeirra sem virkilega eru að kljást við erfiðar aðstæður. Fór svo að hugsa þetta í kjölinn og komst að því, hugsanlega ekki fyrstur manna, að lífið er ekkert annað en endalausar bylgjur eða öldur. Stundum er maður á öldutoppnum, sér yfir hafið, nýtur þess að vera til. Stundum er maður í öldudal og þarf að hafa sig allan við til þess að halda sér á floti. Mér fannst gott að sjá þetta svona myndrænt fyrir mér. Gat tengt þetta við sjósundið sem ég stunda reglulega með góðu fólki. Það er geggjað að synda í spegilslétt- um sjónum í sól og blíðu, svamla áhyggjulaus um og njóta fegurðar- innar. En það er sömuleiðis magnað að fara í sjóinn í brjáluðu veðri. Til- finningin er allt öðruvísi. Maður þarf að passa sig betur, hafa meira fyrir hlutunum. Hugsa öðruvísi. Stilla orkuna rétt. Ef maður berst sem óður maður á móti straumnum, klárar maður sig fljótt. Það sigrar enginn náttúruöflin. Ef maður hins vegar andar rólega, syndir með öldunum og velur réttu leiðirnar fær maður aukinn kraft og orku. Skilaboðin, það er alltaf leið og öld- urnar lægir alltaf aftur, sama hvað þær eru kraftmikl- ar. Njótum lífsins! Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is 2 fyrir 1 á ís alla þriðjudaga HÁHOLT 14 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 566 8043 HE IM ILIS MA TU R Í H ÁD EG INU AL LA VI RK A D AG A Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Vandfundinn er sá staður þar sem er gnægð af góðu ferskvatni og meira en það eins og hér á landi. Okkur Íslendingum þykir sjálf- sagt að vatn – bæði kalt og heitt - er nær alls staðar að finna og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þar verði skortur á. Fréttir af því að nýlega hafi verið mengun í drykkjarvatni á Vestfjörðum hafa ekki snert landsmenn sérlega mikið en gefa samt smá aðvörunarmerki. Í gegnum Mosfellsbæjarlandið renna nokkrar ár: Varmá, Kaldakvísl, Suðurá, Úlfarsá og Leirvogsá (sem er á landamær- unum við Reykjavík). Varmá sem er á nátt- úruminjaskrá og Kaldakvísl renna í gegnum þéttbýli og eru því í mestri hættu að verða fyrir mengun. Reyndar hafa orðið nokkur mengunarslys í báðum þessum ám. Hvað er það sem getur valdið mengun í ám, vötnum og sjó? -Rangar tengingar frá húsum og bílskúrum þar sem skólp fer óhreinsað í árnar og sjóinn. -Óhreinsað skólp frá ófullnægj- andi rotþróm og siturlögnum. -Málning, olía og annað sem hellt er í niðurföll utandyra eða í bílskúrum. -Tjöruhreinsir og sápa frá bílaþvotti. -Klór úr heitum pottum. Búið er að hanna góðan bækling um vatnsvernd sem allir bæjarbúar ættu að fá heim. Því miður hefur ekki orðið af því vegna peningaleysis því ekki er veitt nægi- legu fjármagni til umhverfismála. En vatns- vernd ætti að vera eitt af forgangsmálunum hér eins og annars staðar, ekki spurning. Mosfellsbærinn er yndislegur bær þar sem gott er að búa. Hér á að vera heilsu- eflandi samfélag. Þannig að umhverfið okkar á að vera heilnæmt en ekki mengað. Vatnakerfin eru viðkvæm og ef þau verða fyrir raski og mengun eru þau lengi að ná sér – ef þau nái sér. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru margfalt ódýrari en mótvægisaðgerðir seinna meir þegar skaðinn er skeður. Ég skora á bæjaryfirvöld að leggja til fjármagn til fræðslu um vatnsvernd og til að vakta vatnakerfin í bænum reglulega. Umhverfismálin eiga ekki að lenda alltaf í aftasta sæti. Úrsúla Junemann Höfundur starfar í umhverfisnefnd fyrir M- listann Vatnsvernd kemur okkur öllum við

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.