Mosfellingur - 12.06.2014, Page 4
www.lagafellskirkja.is
Sunnudagur 15. júní
Kl. 11 kirkjuganga frá Lágafellskirkju til
Mosfellskirkju.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Leiðsögumaður: Bjarki Bjarnason
Þriðjudagur 17. júní
Hátíðarguðjónusta í Lágafellskirkju
kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Ræðu-
maður: Pétur Gunnarsson, rithöfundur.
Sunnudagur 22. júní
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju.
Ferming: Sr. Skírnir Garðarson
Sunnudagur 29. júní
Bæna- og lofgjörðarguðsþjónusta
í Mosfellskirkju. Umsjón: djáknarnir
Ásdís Blöndal og Þórdís Ásgeirsdóttir.
Upplýsinga um helgihald sumarsins
verður hægt að nálgast á lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
HelgiHald næStu vikna
Álafosshlaupið
fer fram í kvöld
Hið árlega Álafosshlaup fer fram kl.
18 í dag og er hlaupið um austur-
hluta Mosfellsbæjar. Hlaupnir eru 9
km. og er leitast við að velja merktar
en samt óvenjulegar hlaupaleiðir.
Skráning fer fram í Álafosskvos-
inni frá kl. 17. Álafosshlaupið er
minningarhlaup um sjálfstæðis-
baráttu okkar Íslendinga sem fór
fram upp úr aldamótunum 1900.
Þá var fáni okkar blár með hvítum
krossi (notaður af UMFÍ enn í dag)
og höfum við hér í Mosfellsbæ
heiðrað Fánadaginn sem var ætíð
haldinn 12. júní. Frá Álafossi var
fyrst hlaupið 1921 og hlaupið var
ýmist niður á Melavöll í Reykjavík
eða öfugt, en vegalengdin þá var
um 17 km. Nánari upplýsingar um
Álafosshlaupið má finn á www.
hlaup.is.
Stofutónleikar á
Gljúfrasteini í sumar
Þann 1. júní hófst árleg stofutón-
leikaröð Gljúfrasteins. Átta ár eru
liðin síðan stofutónleikaröð Gljúfra-
steins hóf göngu sína en það voru
þær Anna Guðný Guðmundsdóttir
og Diddú sem fyrst komu fram árið
2006. Fjöldi tónlistarmanna hefur
síðan komið fram í stofunni en allt
frá því að hjónin Halldór Laxness og
Auður Sveinsdóttir hófu búskap á
Gljúfrasteini árið 1945 hefur stofan
verið vettvangur fyrir tónlistarmenn
innlenda sem erlenda og þjónað
hlutverki eins konar menningar-
stofnunar í Mosfellsdalnum.
Tónlistarráðunautur tónleikaraðar-
innar hefur frá upphafi verið Anna
Guðný Guðmundsdóttir píanóleik-
ari og í ár er boðið upp á samtals
fjórtán tónleika af ýmsu tagi í flutn-
ingi yfir tuttugu tónlistarmanna.
Stofutónleikarnir eru haldnir hvern
sunnudag til 31. ágúst og hefjast þeir
klukkan 16:00. Miðaverð er 1.500
krónur. Nánar á gljufrasteinn.is
Þjóðhátíðardagur Íslendinga gengur senn í
garð og fagna Íslendingar nú 70 ára afmæli
lýðveldisins. Mosfellsbær mun fagna þess-
um tímamótum með pompi og prakt eins
og gert hefur verið síðustu 50 árin.
Í ár eiga tvær stofnanir Mosfellsbæjar
einnig stórafmæli. Fyrir 50 árum þann 17.
júní 1964 buðu Mosfellingar í fyrsta skipti
upp á sína eigin hátíðardagskrá í sveitinni.
Þá var Varmárlaug vígð og við það tilefni
kom Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fram í
fyrsta sinn.
Sýning um sögu sunds í Mosfellssveit
Það er því við hæfi að hátíðardagskrá í
Mosfellsbæ hefjist að þessu sinni við bakka
Varmárlaugar með skemmtilegri dagskrá
fyrir alla fjölskylduna og mun Skólahljóm-
sveitin að sjálfsögðu spila nokkur lög.
Í anddyri Varmárlaugar verður opnuð
sýning um sögu sunds í Mosfellssveit.
Þessi sýning mun spanna tíma allt frá Agli
Skallagrímssyni, fyrstu dælustöðvar heita
vatnsins og til dagsins í dag. Bjarki Bjarna-
son mun opna sýninguna.
Mosfellsbær hefur fært Varmárlaug
glæsilega afmælisgjöf að þessu sinni og er
það langþráður grunnur heitur pottur og
nýr sólpallur sem settur hefur verið upp
við inngang íþróttamiðstöðvarinnar. Einn-
ig stendur til að byggja útiklefa við laugina
fyrir hrausta Mosfellinga.
Hátíðardagskrá hefst við Varmárlaug kl. 11 • Skólahljómsveitin jafn gömul lauginni
Varmárlaug 50 ára þann 17. júní
klara að loknu
vígslusundi 1964
nýr pottur sem mosfellsbær
hefur gefið í tilefni afmælisisns
laugin hefur þjónað
mosfellingum í 50 ár
Þengill Oddson yfirlæknir fagnaði 70 ára af-
mæli sínu þann 24. maí síðastliðin og lét þá
í kjölfarið af störfum fyrir Heilsugæslustöð
Mosfellsumdæmis en undir hana heyra
Mosfellingar, Kjósverjar, Kjalnesingar og
Þingvallabúar.
„Ég hóf störf sem yfirlæknir í hérað-
inu þann 1. september 1981 en þá var
heilsugæslan staðsett að Reykjalundi sem
er sjálfseignastofnun en sá um rekstur
heilsugæslustöðvarinnar fyrir ríkið eða
Heilbrigðisráðuneytið. Starfsemin var með
þessum hætti til 1. apríl 1998 en þá fluttum
við í Kjarnann en þá var ekki lengur pláss
fyrir þann læknafjölda sem við þurftum að
Reykjalundi. Fram að þeim tíma tóku lækn-
arnir sem störfuðu við heilsugæsluna þátt
í vinnu við endurhæfinguna á Reykjalundi
og höfðum aðgang að einum gangi þar sem
við gátum lagt inn Mosfellinga og aðra til
endurhæfingar,“ segir Þengill.
Miklar breytingar á síðustu árum
„Það hafa verið miklar breytingar á þess-
um tíma og verkefnin fjölbreytt en þess má
geta að þegar við fluttum inn á stöðina var
stærð, fjöldi lækna og starfsemin miðuð við
héraðið sem þá taldi í kringum 5500 manns.
Síðast þegar ég vissi þá voru það á ellefta
þúsund sem tilheyra stöðinni. Heilsugæsla
Mosfellsumdæmis er eina dreifbýlisstöðin
á höfuðborgarsvæðinu og við sinnum allri
grunnþjónustu, slysahjálp, mæðravernd,
almennri heilsugæslu og erum með vakt
allan sólarhringinn,“ segir Þengill.
Skemmtileg tímamót
„Frá árinu 1998 hef ég starfað sem yfir-
læknir hjá Flugmálastjórn og sem fulltrúi
Íslands í flugöryggissamtökum Evrópu og
mun halda því áfram í hlutastarfi. Þetta
kom til af því að ég er sjálfur flugmaður,
hef verið það frá 18 ára aldri og þarna hef
ég getað sameinað áhugamálið og starfið.
Nú fer ég að gefa mér tíma í að sinna öllum
áhugamálunum. Það hefur verið nefnt við
mig að nú geti ég farið að stunda golf en
mér finnst ég ekki orðin nógu gamall í það,“
segir Þengill og hlær. „Annars vantar ekki
áhugamálin, það er nóg að gera, við erum
með stóran garð, ég á flugvél, ég hef gaman
af veiðiskap, ganga á fjöll og ferðast og svo
eigum við hjónin stóran barnahóp,“ segir
Þengill að lokum.
Þengill Oddson lætur af störfum á heilsugæslunni • Fagnaði sjötugsafmæli sínu í maí
Yfirlæknir í tæp 33 ár
þengill hefur þjónustað
mosfellinga í fjölda ára