Mosfellingur - 12.06.2014, Qupperneq 6

Mosfellingur - 12.06.2014, Qupperneq 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Sumarferð FaMos og félags- starfs aldraðra í Mosfellsbæ 17. - 19. júní 2014 Minnum alla ferðalanga sem koma með í ferðina okkar á að lagt verður af stað frá Eirhömrum/Hlaðhömrum kl. 09:00 þriðjudaginn 17. júní.  Sjáumsthressogkát  Kærkveðja,ferðanefndin - Fréttir úr bæjarlífinu6 Létt klassík í Álafoss­ kvosinni í sumar Þrennir tónleikar verða haldnir í sumar á Kaffihúsinu í Álafosskvos. Arnhildur organisti fær til liðs við sig ástsæla söngvara hér í sveitinni. Boðið verður upp á létta klassík og vinsæl lög úr söngleikjum. Tónleikarnir sem verða á Álafoss Café og eru tæplega klukkustundar langir og upplagt að njóta fallegra tóna og veitinga. Í júní syngur Bjarni Atlason, fimmtudaginn 12. júní kl. 20.00. Í júlí syngur Davíð Ólafsson fimmtudaginn 9. júlí kl. 20.00. Í ágúst syngur okkar ástsæla Diddú fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20.00. Aðgangseyrir er enginn og allir hjartanlega velkomnir. Þessir tónleikar eru styrktir af Menningar- málanefnd Mosfellsbæjar. Þórarinn með flest atkvæði í Kjósinni Engir framboðslistar komu fram í Kjósarhreppi vegna sveitarstjórn- arkosninga. Kosningarnar voru því óbundnar þar sem allir kjörgengir íbúar í hreppnum eru í kjöri. Á kjörskrá voru 171 en 136 nýttu kosningarétt sinn eða um 80%. Þeir sem hlutu kosningu sem aðalmenn í hreppsnefnd eru: Þórarinn Jónsson, Hálsi, með 89 atkvæði, Sigríður Klara Árnadóttir, Klörustöðum, með 81 atkvæði, Guðmundur Davíðsson, Miðdal, með 74 atkvæði, Guðný G. Ívars- dóttir, Flekkudal, með 67 atkvæði og Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli, með 60 atkvæði. Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mos- fellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var stofnaður haustið 2009. Sex námsbrautir eru við skólann og er fjöldi nemenda við skólann um 260. Að þessu sinni voru alls 28 nemendur brautskráðir, 22 af félags- og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvísinda- braut. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans. Útskriftarnemendum voru veittar viður- kenningar fyrir góðan námsárangur. Helen Dögg Karlsdóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í spænsku og heimspeki og Diljá Auður Kolbeinsdóttir Gray fyrir góðan árangur í listgreinum. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði á náttúruvísindabraut fékk Stefán Valgeir Guðjónsson og fyrir góðan árangur í stærðfræði á félags- og hugvís- indabraut fékk Ásthildur Elín Einarsdóttir viðurkenningu. Viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í sögu fékk Sólrún Ósk Gestsdóttir og Mosfellsbær veitti jafnframt Sólrúnu Gestsdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Nemendurmeðviðurkenningarfyrirgóðannámsárangur.DiljáAuðurKolbeinsdóttirGray,Stefán ValgeirGuðjónsson,ÁsthildurElínEinarsdóttir.HelenDöggKarlsdóttirogSólrúnÓskGestsdóttir Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ • Viðurkenningar fyrir góðan árangur 28 nemendur brautskráðir M yn d/ Kr is tín B og ad ót tir Skólakór Varmárskóla fagnaði 35 ára afmæli sínu með glæsileg- um tónleikum sem haldnir voru í Guðríðarkirkju þann 18. maí. Tónleikarnir voru vel sóttir og fóru fram úr björtustu vonum Guð- mundar Ómars, sem stýrt hefur starfi kórsins frá upphafi. Auk skólakórsins komu fyrrverandi kórfélagar fram á tónleikun- um, en það voru þau Ingunn Huld Sævarsdóttir tónmenntarkenn- ari sem flutti frumsamin lög og söngvararnir Íris Hólm Jónsdóttir og Karl Már Lárusson. Einnig söng frábær kvennakór fyrrverandi félaga nokkur lög og tók þátt í samsöng skólakórsins í fjölmörgum lögum. Undirleikari á tónleikunum var Hrönn Helgadóttir orgin- isti í Guðríðarkirkju, en hún er einnig fyrrverandi félagi í Skólakór Varmárskóla. SUMAR 2014 í félagsstarfinu Starfsmenn í félagsstarfinu verða ekki við á eftirfarandi dögum í sumar og óska öllum gleðilegs sumars 19., 20., 23., 27. júní 3. - 27. júlí Alla daga sem starfsmenn félagstarfs- ins eru ekki á staðnum er ykkur frjálst að koma hingað, nota aðstöðuna og njóta þess að koma saman. SumarkveðjaElva,BrynjaogStefanía Bjarni Atlason Glæsilegir afmælistónleikar haldnir í Guðríðarkirkju • Fyrrverandi félagar stigu á stokk Skólakór Varmárskóla 35 ára skólakórinn ásamt fyrrum félögum undir stjórn ómars

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.