Mosfellingur - 12.06.2014, Qupperneq 26
- Áfram Liverpool26
MálMhaus
Þessi pistill er skrifaður í flugferð. Ég var að horfa á íslensku kvik-
myndina Málmhaus. Frábær mynd,
mæli með henni. Hún snýst meðal
annars um að eiga drauma, þora að
vera öðruvísi og láta draumana ræt-
ast, sama hvað öðrum finnst um þá.
Þetta á við um hreyfingu og heilsu.
Það er ekkert vit í að stunda hreyf-
ingu sem aðrir hafa meira gaman af
en þú.
Þú þarft ekki að stunda golf, æfa fótbolta, hlaupa á bretti eða
krossfittast þótt vinir þínir og aðrir
í kringum þig séu á kafi í þannig
hreyfingu. Málið snýst um að þora að
vera öðruvísi, koma út úr hreyfingar-
skápnum og stunda þá hreyfingu sem
gefur þér eitthvað sérstakt. Lætur þér
líða vel og kallar á þig. Gerir þér kleift
að gera hluti sem þig langar til að
gera. Ég hef talað um jiu jitsu í pistli.
Ætla að gera það aftur.
Ég fékk áhuga á jiu jitsu þegar ég var unglingur. Hætti í körfubolta
til að æfa form af jiu jitsu og lét mig
hafa það þótt félagarnir í körfunni
gerðu stólpagrín að mér, fannst þetta
ekki vera íþrótt. Það er algengt, að
mönnum finnist sín íþrótt og hreyfing
vera sú eina sanna. Íþróttin. Hreyf-
ingin. Gera lítið úr annars konar
hreyfingu og þeim sem stunda hana.
Ég get ekki breytt því. En ég get látið
mér vera slétt sama. Mín hreyfing
er fyrir mig, ekki aðra þótt það sé
frábært að stunda hreyfingu með öðr-
um. Ef þeir eru á sömu hreyfingarlínu
og maður sjálfur.
Fólk tengist í gegnum hreyfingu og fær styrk frá hverju öðru. Hvort
sem það þekktist
áður eða ekki. Ég á
mér æfingadraum.
Svart belti í jiu
jitsu. Hef verið í
langri pásu. En ég
ætla að láta hann
rætast, sama hvort
það taki fimm eða
tíu ár. Viktor, þú
manst veðmálið!
heilsuMolar Gaua
Guðjón
Svansson
gudjon@kettlebells.is
Þverholti 2 • Mosfellsbæ
Fasteignasala
Mosfellsbæjar
Sími: 586 8080
www.fastmos.ishafðu samband E.BAC
K
M
A
N
Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali
Viltuselja...
E
.B
A
C
K
M
A
N
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Um helgina fór Liverpool skólinn á Íslandi
fram í fjórða skipti á Tungubökkum. Skólinn
hefur verið samstarfsverkefni hins sögufræga
stórliðs, Liverpool FC og Aftureldingar. Til
samstarfs hafa svo fyrrgreind félög fengið
Þór til að annast viðbótar skóla á Akureyri.
Hann fer fram nú í vikunni, í beinu framhaldi
af skólanum í Mosfellsbæ
Knattspyrnuskólinn í ár er sá fjölmenn-
asti hingað til, bæði hvað varðar iðkendur og
þjálfara. Rétt tæplega 200 börn sóttu skólann
í Mosfellsbæ en tæplega 70 börn á Akureyri.
Hingað til lands komu 12 þjálfarar frá Liver-
pool international academy og til viðbótar við
þá eru 12 aðstoðarþjálfarar frá Aftureldingu
sem aðstoða og túlka einnig fyrir börnin.
Mikil ánægja ríkti meðal barna og foreldra
og er óhætt að segja að skólinn í ár hafi verið
sá best heppnaðasti hingað til.
Hvert einasta ár hafa þjálfarar Liverpool
haft á orði að hvergi í heiminum sé umgjörð-
in eins vönduð og góð og á Íslandi, samstarf
og dugnaður sjálfboðaliða sem bera uppi
starfið einstakt.
Knattspyrnudeild Aftureldingar er þeim
fjölda sjálfboðaliða sem lagt hefur hönd á
plóg við framkvæmd skólans ákaflega þakk-
lát, án þeirra væri ómögulegt að gera skólann
eins vel úr garði og raun ber vitni.
Einnig þakkar knattspyrnudeild þeim fjöl-
mörgu styrktaraðilum sem leggja verkefninu
lið með ýmsum hætti. Þar ber helst að nefna:
Matfugl, MS, Mosfellsbakarí, Hamborgarafa-
brikkan, Re Act, Hvíti riddarinn, Kjötbúðin,
Mosfellingur, Papco, Nonni litli, Fiskbúðin
Mos og fleiri.
Liverpool skólinn fór fram á Tungubökkum um síðustu helgi
Aldrei eins margir í
Liverpool skólanum
hreindís með tónleika
Söngkonan Hreindís Ylva heldur tón-
leika á Cafe Rósenber fimmtudags-
kvöldið 19. júní. Tónleikarnir hefjast
kl. 21 og kemur Hreindís fram með
nýtt prógram, þ.á.m. kántrýsmelli úr
öllum áttum. Hún kallar þetta tón-
leika/ áættuatriði þar sem hún ætlar
að spila sjálf á gítar opinberlega Hún
verður þar ásamt aðstoðarfólki. Einnig
kemur út nýtt lag á næstu dögum frá
henni sem heitir Barnsins augu sjá og
verður það m.a. flutt á tónleikunum.
sýningin í listasalnum framlengd
Sýningin Þetta vilja börnin sjá!
sem er í Listasal Mosfellsbæjar
hefur verið framlengd til 5. júlí.
Á sýningunni eru myndskreyt-
ingar í íslenskum barnabókum
sem gefnar voru út á árinu 2013.
Sýningin er fengin að láni frá
menningarmiðstöðinni Gerðubergi en slíkar sýningar hafa verið
haldnar þar frá árinu 2002. Þetta er í fyrsta sinn sem Listasalur
Mosfellsbæjar fær sýninguna til sín og er mikill fengur að því. Á
sýningunni eru myndir eftir 26 myndskreyta. Sýningin hentar
sérstaklega vel börnum og er sett upp með þeirra hæð í huga.
margir koma að skipulaggningu
knattspyrnuskóla liverpool
iðagrænir vellir
á tungubökkum
ungur og
efnilegur
veðrið lék við knattspyrnu-
fólk um hvítasunnuhelgina