Mosfellingur - 10.01.2013, Síða 6

Mosfellingur - 10.01.2013, Síða 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Ráðin nýr skjalastjóri Mosfellsbæjar Harpa Björt Eggertsdóttir hefur ver- ið ráðin skjalastjóri Mosfellsbæjar. Harpa Björt er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu með áherslu á upplýsingastjórn- un, skjalastjórn og rafræn sam- skipti frá Háskóla Íslands og BA próf í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Harpa hefur meðal annars starfað við skjalastjórn og umsýslu skjala hjá Landsbankanum og unn- ið sem aðstoðarmaður prófessors í upplýsinga- og skjalastjórn hjá Háskóla Íslands. Harpa mun hefja störf á bæjarskrifstofunni í janúar og starfa við hlið núverandi skjala- stjóra, Óskars Þórs Þráinssonar um nokkurra daga skeið áður en hann hverfur til nýrra starfa. laugardagskvöldið 26. janúar 2013 Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme Stefánsdóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins. Árið 2012 hefur verið sannkölluð rússíbanareið hjá Gretu Salóme frá því að hún sigraði forkeppni Eurovision hérna heima í febrúar með laginu Mundu eftir mér. Greta samdi lagið og textann sjálf og flutti hún það ásamt Jóni Jósep Snæbjörns- syni en hún átti tvö lög í undankeppninni. Greta og Jónsi sungu sigurlagið á stóra svið- inu í Baku í Aserbaídsjan og komust áfram á úrslitakvöld söngvakeppni Eurovision. Greta Salóme gaf út sína fyrstu plötu í desember sem ber titilinn In The Silence og hefur hún fengið mjög góð viðbrögð. Fyrir jólin var hún svo ein aðalstjarnan í Frost- rósum bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þá kláraði Greta mastersnám í tónlist frá Listaskóla Íslands í maí síðastliðnum og stefnir jafnvel á frekara nám með haustinu. Greta spilar einnig með Sinfóníuhljómsveit Íslands og æfir Crossfitt af kappi. Mikill stuðningur frá Mosfellingum Greta Salóme tók við viðurkenningu frá Mosfellingi á dögunum og var að vonum ánægð með nafnbótina. „Þetta er frábær viðurkenning. Mér þykir afskaplega vænt um bæinn minn og hef fundið fyrir mikl- um stuðningi frá Mosfellingum. Allt sem hefur verið í gangi hjá mér síðustu árin er að mörgu leyti Mosfellsbæ að þakka og hafa bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ stutt ótrúlega vel við bakið á mér. Greta Salóme valin Mosfellingur ársins 2012 • Glæsilegur fulltrúi Íslands í Eurovision „Hef fundið fyrir miklum stuðningi frá Mosfellingum“ Hilmar gunnarsson ritstjóri mosfellings afHendir gretu salóme viðurkenninguna Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið: 2005 Sigsteinn Pálsson 2006 Hjalti Úrsus Árnason 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson 2008 Albert Rútsson 2009 Embla Ágústsdóttir 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson 2011 Hanna Símonardóttir 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir moSfEllInGuR ÁRSInS Eldri borgarar Vinningshafar í jólakrossgátunni Í jólablaði Mosfellings gafst lesendum kostur á að spreyta sig á verðlaunakrossgátu. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum og eru sigurvegararnir þrír að þessu sinni. Margrét Haraldsdóttir Skeljatanga 6, Pétur Ásgeirsson Reykjavegi 55b og Edda Gísladóttir Hlíðartúni 12. Vinningshafarnir fá 5.000 kr. gjafa- bréf í Mosfellsbakaríi og geta þeir nálgast það á staðnum. Lausnarorð krossgátunnar var MOSFELLINGUR og þökkum við þeim fjölmörgu sem sendu inn rétta lausn og óskum vinningshöfum til hamingju. - Jólakrossgáta 28 Verðlaunakrossgáta Mosfellingur og Mosfellsbakarí bjóða upp á jólakrossgátuna 2012 vegleg verðlaun jó la Vegleg verðlaun í boði Mosf llsbakarísDregið verður úr innsendum lausnarorðum og fá 3 heppnir vinningshafar 5.000 kr. gjafabréf frá Mosfellsbakaríi. Sendið lausnarorðið sem er í tölusettu reitunum, 1-12, á netfangið krossgata@mosfellingur.is eða Mosfellingur, Spóahöfða 26, 270 Mosfellsbæ. Merkt „Jólakrossgáta”. Skilafrestur er til 6. janúar. Greta og Jónsi voru kvödd með eftir- minnilegum hætti á Miðbæjartorginu áður en þau héldu utan. „Krakkarnir voru æðis- legir og stemningin á torginu frábær. Þessa dagana er Greta að fylgja nýju plötunni sinni eftir og stefnir að því að gefa hana út á erlendri grundu enda margir sem fylgjast með hverju fótmáli Gretu eftir þátttökuna í Eurovision. Hvað stendur upp úr á árinu? „Eiginlega rosalega margt. Fyrir utan Eurovision ævin- týrið er það vörnin mín á í mastersnáminu. Hún gekk mjög vel og má segja að það sé það móment sem sé ansi ofarlega. Varðandi Eurovision þá má segja að söngvakeppnin hér heima hafi staðið upp úr, svona áður en stóra skuldbindingin kom. Gaman að geta gert hlutina á sínum eigin forsendum. Ertu búinn að semja nýtt Eurovisi- onlag? „Nei, það er ekki á planinu,“ segir Greta og hlær. Enn er nokkur röskun á félagsstarfinu og verður eitthvað lengur vegna framkvæmda víða í húsinu. Handa- vinnustofan opnar á nýjum stað eftir breytingar á Eirhömrum mánudaginn 21. janúar kl. 13 og mun fólk geta kom- ið og sinnt sinni handavinnu og spilað. Ljóst er að gler og leirvinna mun áfram liggja niðri vegna breytinga í kjallara. Opnun fyrir gler og leir verður auglýst síðar. Við vonum að sem flestir sýni þessu ástandi skilning en verklok á Eirhömrum verða í mars-apríl. Áætluð byrjun á námskeiðum á Eirhömrum eru eftirfarandi, tímasetningar gætu þó frestast vegna framkvæmda. Námskeið í bókbandi byrjar þriðjudaginn 29. janúar kl 13:00. Kennari: Ragnar Gylfi Námskeið í silfursmíði byrjar miðvikudaginn 30. janúar kl 15:30. Kennari: Ingibjörg Námskeið í leikfimi byrjar fimmtudaginn 31. janúar kl 11:15. Kennari: Karin Mattson Námskeið í línudansi í lok janúar, dagsetning tilkynnt síðar. Námskeið í tréútskurði byrjar fimmtudaginn 31. janúar kl 12:30. Kennari: Stefán Skráning á ofantalin námskeið er hjá forstöðumanni félagsstarfsins, Elvu, í síma 698-0090 eða í síma 586-8014 Námskeið í vatnsleikfimi fyrir félaga FaMos verður í Lágafellslaug þriðju- daga kl. 09.30 - 10.10 og föstudaga kl. 09.00 - 09.40. Þátttökugjald kr. 2200 fyrir eitt skipti í viku og kr. 4400 fyrir tvö skipti í viku. Vinsamlegast mætið snemma í fyrsta tíma svo ráðrúm gefist til að ganga frá greiðslu. Kennari: Hafdís Elín Helgadóttir íþróttakennari Boccia fyrir félagsmenn FaMos hefst í íþróttahúsinu að Varmá miðvikudag- inn 9. janúar 2013 kl. 10:15-12:00 og verður einu sinni í viku til aprílloka. Verð er 2.500 kr. og greiðist í fyrsta tíma. Námskeið í Íslendingasögum, Bárðar- saga Snæfellsáss, hefst 15. janúar og verður á þriðjudögum til 5. febrúar kl. 17:00-19:00 í Brúarlandi. Leiðbeinandi er Bjarki Bjarnason. Þegar sumrar verður farið í ferð um söguslóðir undir leiðsögn Bjarka. Upplýsingar og skráning er hjá Grétari Snæ, gretar@heima.is og í símum 566 6536 eða 897 6536 Opið hús eða menningarkvöld verður þriðja mánudag í hverjum mánuði í Hlégarði. Fyrsta menningarkvöld ársins 2013 verður mánudaginn 21. janúar kl. 20:00. Þá munu feðginin Ólafur B. Ólafsson og Ingibjörg Á. Ólafsdóttir gleðja okkur með söng. Ungt par verður með danssýningu. Lokapunkturinn verður margrómað kaffihlaðborð kaffinefndarinnar. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ óskar öllum Mosfellingum gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári og hlakkar til tímanna sem framundan eru.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.